Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 42

Frjáls verslun - 01.04.1959, Síða 42
krónur, ekki þessar aura-krónur, sem nii voru í gildi? Hvað margar milljónir nú? Þcgar mín vesæla vinna var metin tvö hundruð krónur á dag cða meira? Já, í dag, nú eftir að Ólivína hafði hrifið mig úr því, sem hún kallaði þá, vandræðaástand. Hún var — eins og ég hef margsagt, ekkja, og ég tók ekki neitt frá neinum — hún gerði góðverk og hún gerði það, sannarlega, með glöðu geði. Nú var ég aðeins fyrrverandi róni. Og satt að segja var hún nú glaðlegri og ánægjulegri á svipinn og í öllu fasi, en þegar hún fyrst fann mig og fylgdi mér heim til sín. Einmana kona og hinn glataði sonur. — „Já,“ sagði ég, eiginlega við sjálfan mig, „og svo segja skáldin og margir þeir, er hér búa í glæst- um sölum að fólkið eigi að tolla úti á annesjum, hrjóstrum og afdölum af eintómri föðurlandsást. Sérðu nokkurt vit í því?“ „Nei,“ sagði maðurinn, „en þó skil ég það.“ „Þú skilur það ekki,“ sagði Jón Ká, „það er asna- skapur og rómantismi." „Biilvuð súldin og fýlan,“ sagði einhver, „ætlar vagninn aldrei að koma?“ „Ekki er það skemmtilegt,“ sagði maðurinn að vestan. „Hvað?“ sagði Jón Ká. „Ja, veðrið meina ég.“ Menn stóðu þarna og spjölluðu saman. Sumir þögðu. Flestir illa sofnir menn, sumir alveg ósofnir. Sillanpe ók sér, tók lítið glas upp úr vasanum og saup á því. Hann sneri sér undan, á meðan, ég held enginn hafði séð það nema ég. Hann var út- lendur maður, kannski líka útlagi, sem enga ætt- jörð átti. „Skemmtilegt!" sagði ég við manninn að vestan. „Nei, nei, hvernig getur maður búizt við því að það sé alltaf skemmtilegt? Er ekki sjálfsagt að vera þar sem lífvænlegt er, hvað sem hver segir og hvernig sem veðrið er? Það mnn varla hafa verið rjómalogn og sólskin á hverjum degi fyrir vestan, var það?“ Svo kom vagninn. Við ruddumst upp í hann. Út- lagar í okkar eigin föðurlandi, í alls konar mokstri. ★ ★ ★ — Frjúls Verzlun vill hvetja menn úti á lands- l>ygijðinni til að senda tímaritinu greinar og hugleiðingar sínar um ýmis málejni — í póst- hólf 1193, Reykjavík. ___________________________________ ÁFANGAR Verzlunarstjórar Ásgeir Ásgeirsson hcfur tekið við verzlunarstjórn Melabúðar- innar, Hagamel 39. Ásgeir er ættaður frá Krossnesi í Stranda- sýslu. Hefur hann unnið að verzl- unarstörfum um margra ára skeið; var nokkur ár lijá KRON á Skólavörðustíg, því næst verzl- unarstjóri hjá sama fyrirtæki í Kópavogi og síðan verzlunarstjóri hjá Kaupfélagi S-Borgfirðinga. Ásgeir hafði starfað eitt ár hjá Melabúðinni áður en hann tók við verzlunarstjórn þar. Ilreinn Ilalldórsson hefur verið ráðinn verzlunarstjóri hinnar nýju kjörbúðar í Austurveri. Hreinn er ættaður úr Borgarnesi. Lauk hann námi við Samvinnu- skólann árið 1952. Hann vann nokkur ár við ýmiss konar verzl- unarstörf hjá Kaupfélagi Borg- firðinga. Áður en Hreinn tók við núverandi starfi, hafði hann verið verzlunarstjóri Melabúðarinnar allt frá því að hún tók til starfa. Var hann á hennar vegum um nokkurra mánaða skeið í Oslo, þar sem hann vann í kjörbúðum og fékk að kynnast ýmsu viðvíkjandi rekstri þeirra. Euromarket / desember 1958 hój nýtt rit göngv. sína; nejnist það EUROMARKET. Ritið er gejið út í Englandi á enslcu, frönslcu og þýzku, og miðast útgájan við ldn 17 lönd Efnahagssamvinnustojnunar Evrópu — en elckert eitt þeirra öðrum jremur. Eins og najnið bendir til á Sameiginlegi markaðurinn, svo og vœnt- anlegt Fríverzlunarsvœði Evrópu, að vera sá grund- völlur, sem ritið œtlar aðallega að byggja á. EUROMARKET virðist mjög vandað rit og í því er mikinn jróðleilc að jinna jyrir alla þá, sem jramleiða jyrir hinn stóra Evrópumarkað. llvert hejti er um 60 bls. í stóru broti og prentað á ágœtan myndapappir. Til jróðleiks má geta þess, að í jebrú- arhejti ritsins er grein um landhelgisdeiluna og er þar ritað af sanngirni um málstað fslands. 42 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.