Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 21
Tómas Tryggvason, jarðfrœðingur: Vinnsla jarðefna á Islandi Til skamms tíma hafa auðlindir hinnar dauðu náttúru, sem stundum er nefnd steinaríkið, verið lítt notaðar hér á landi. Nú eru orðin straum- hvörf í þeim efnum. Fallvötn eru virkjuð og jarðliiti er hagnýttur í stórum stíl. Jarðhitanum hafa áður verið gerð skil í þessu riti, og venjulega eru fallvötn ekki talin til jarðefna. Hér verður rætt um þau jarðefni, sem vitað er að finnast á íslandi, einkum þau, sem nú eru helzt á döfinni og líklegt má telja að hagnýtt verði í náinni framtíð. Jórn Eini málmurinn, sem unninn hefir verið úr jörð á Islandi, er járn. Rauðablástur eða vinnsla járns úr mýrarauða, hefir verið kunn iðn á Norðurlöndum um 2000 ára bil, og fluttist hing- að með landnámsmönnum. I Landnámu, Grettlu og Eglu er getið nm járngerð, og minjar hennar hafa fundizt víða um land. Talið er, að forfeður vorir hafi sjálfir fram- leitt allt það járn, sem notað var í landinu þangað til á 15. öld, en þá var tekið að flvtja inn járn, sem reyndist vel samkeppnisfært við heimaunna járnið, bæði um verð og gæði. Lagð- ist þá að mestu niður járnvinnsla heima fyrir. Saint virðist rauðablásturinn ekki hafa dáið hér út að fullu og öllu fyrr en á nítjándu öld. Enda þótt járnnotkun fyrr á öldum væri harla lítil móts við það sem nú tíðkast, var járn engu að síður ómissandi nauðsynjavara. Það er þess vegna auðsætt, að járnvinnsla hefir verið þýðingar- mikill liður í þjóðarbúskap forfeðranna um sex alda skeið. A þessari öld hafa ein eða tvær tilraunir verið gerðar til járnvinnslu hér á landi. Var leirbland- inn brúnjárnsteinn, sem mikið er til af í hinum gömlu (Tertier) berglögum Vestfjarða, unninn og bræddur. Ekki báru tilraunir þessar þann árangur, sem hvatamenn þeirra höfðu gert sér vonir um, og varð ekki af frekari vinnshi. Enda þótt blágrýtið okkar sé að einum tíunda hluta járn (Fe), eru ekki miklar h'kur fyrir því, að hér verði unnið járn í náinni framtíð. Mýra- rauðinn liggur í of þunnum skorpum til þess að vinnsla hans komi til greina, og brúnjárnsteins- lögin eru líka fremur þunn víðast hvar. Sums staðar við strendur landsins er fjörusandurinn nokkru járnríkari en almennt gerist um fast berg. Tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að vinna járnið úr sandinum, hafa til þessa ekki borið svo góðan árangur, að rétt sé að festa við þær vonir um járnvinnslu á nýjan leik. Við steinullarbrennslu fellst lítils háttar til af óhreinu jári. Að sjálfsögðu er það í mjög smáum stíl og hefir hverfandi Htla fjárhagslega þýðingu. Járnríki leirinn á Vestfjörðum er það hráefni, sem helzt virðist koma til álita um járnvinnslu hér á landi. Á hinn bóginn er þess að gæta, að löndin beggja vegna við norðanvert Atlantshaf eru mjög auðug að járngrýti. Meðan sá forði endist, eru litlar líkur til þess, að unnt verði að útvega fjármagn til járnvinnslu á Tslandi. Brennisteinn Auk járns hefir brennisteinn verið þýðingar- mesta jarðefnið, sem unnið hefir verið hér á landi frá fornu fari. Brennisteinninn liggur í misþykk- um skánum umhverfis gufuaugu á vissum jarð- hitasvæðum. Eru svæði þessi kölluð brenni- steinsnámur, og mun nafnið komið af brenni- steinsnámi því, sem farið hefir fram á sumum þessara svæða. Flestar og beztar voru námurnar í Suður-Þingeyjarsýslu. Eru þar helztar Reykja- hlíðarnámur í Námafjalli við Mývatn, Fremri- námur á Mývatnsfjöllum og Þeistareykjanám- FR.TALS VL'RZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.