Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 35
Fytsta stiórn Félags frímerkjasafnara: Fremri röð: Sigurður Þorsteinsson, Guido Bernhöft og Jónas Hallgrímsson. — Aftari röð: Guðmundur Árnason og Magni R. Magnússon saman og höldum uppboð á frímerkjum og ræðum um frírnerkjasöfnun. Síðan er drukkið kaffi, og svo er eftir á rabbað um sameiginleg áhugamál. Fundir þessir eru haldnir í Tjarnarcafé, uppi á loftinu, og eru mjög vel sóttir og mjög ánægjulegir. Allt að því 50% skráðra félaga koma á þessa fundi, og svo til undantekningarlaust eru allir komnir á auglýstum fundartíma. Auk þessara funda höldum við öðru hverju skipti-fundi og þá eingöngu á laugardögum. Á fund- um þessum koma félagsmenn saman til þess að skipta á frímerkjum, og eru þeir haldnir í Garða- stræti 8. Menn koma þarna með þau merki, sem þeir hafa ekki not fyrir og vilja losna við í skiptum fyrir önnur, sem þá vantar, og eru fundir þessir ákaflega gagnlegir, því að menn eiga oft verðmæt merki í meira en einu eintaki og geta þannig með því að koma og bera saman bækur sínar, fullkomn- að söfnin hver hjá öðrum." „Fyrir um það bil hálfu ári var haldin frímerkja- sýning hér í Reykjavík. Vildir þú ekki segja okkur eitthvað frá henni?" „Já við lögðum út í það á síðastliðnu hausti að halda hér frímerkjasýningu, og var hún haldin í Bogasal Þjóðminjasafnsins frá 27. scptember til 12. október. Var þessi sýning hin fyrsta sinnar tegund- er, sem haldin hefur verið hér á landi, og var af þeim sökum töluverður vandi búinn þeim mönn- um, sem fyrir sýningunni stóðu. Að mínu áliti tókst sýningin mjög vel og sóttu hana um 4000 manns, scm má tcljast mjög gott. Það, að sýningin tókst svo vel, má einkum þakka mjög góðu starfi sýning- arnefndarinnar, en formaður hennar var Jónas Hall- grímsson, og með honum störfuðu Guðmundur Árnason og Leifur Kaldal í nefndinni. Þór Þorsteins var framkvæmdastjóri og Sigurður Ágústsson um- sjónarmaður sýningarinnar. Allir þessir menn unnu mjög gott og óeigingiarnt starf í sambandi við þessa sýningu." „Hvað finnst þér, Guido, að mæli hclzt með því, að menn taki upp frímerkjasöfnun?" „Af eigin reynslu myndi ég segja, að frímerkja- söfnun sé ákaflega skemmtileg tómstundaiðja. Hún er að ýmsu lcyti mannbætandi, því hún útheimtir nákvæmni, góða umgcngni og mikla reglusemi, og þeir, sem rækta þessa kosti, eru betri menn eftir. Auk þess kynnist maður mörgum mönnum, bæði innlendum og útlendum, sem hafa sömu áhugamál, og stofnast oft til varanlegrar vináttu. En sérstak- lega vil ég benda á, að fyrir unglinga er þessi tóm- stundaiðja ákaflega æskileg, því að hún gefur þeim, á þeim árum, sem skapferli þeirra er að mótast, ærið viðfangsefni og heldur huga þeirra uppteknum við mcnningarstarf og gerir þá tvennt í scnn, að forða þeim frá óœskilegu iðjuleysi og þroska þá kosti, scm ég nefndi áður. Því má heldur ckki glcyina, að gott fríinerkjasafn cr mikils virði, og cr því þeim tíma og því verðmæti vel varið, sem í þessa söfnun fer." Frjáls Verzlun þakkar Guido fyrir þá vinscmd að segja okkur frá því merka starfi, sem unnið er í sambandi við frímerkjasöfnun hér og hvetur þá les- endtir sína, sem hafa áhuga á að stunda þessa söfn- un, til þess að hafa samband við Félag frímerkja- safnara, sem gctur gefið upplýsingar um ýmsa þætti þessa tómstundastarfs. FRJALS VERZLUN 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.