Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 45
L ÚR GOMLUM RITUM 1 Framtíð Reykjavíkur og Eyrarbakka Eflirfarnndi kafli er tckiim úr rili eftir Boga Tli. Melsled, sagnfræðing, sem gefið var út árið 18í)l og heitir „Framliðarmál". Lýsir kaflinn nokkuð hvernig liöfundur hugsar sér uð Rcykjavík og Eyrarbakki muni verða á fiuunta tugi tuttugustu aldar. Eins og svo oft vill verða um spádóma Jýsir þetla frekar tímabilinu þegar það er skrifað, heldur en límanum, sem það á að fjalla um. Sjálfsagt mun ýmsum finnast að lítillar bjartsýni gæti í þessum skrifum og margt hafi orðið stærra í sniðum en höfundui' lætur sig dreyma um (t. d. voru ibúar i Reykjavík 41 ))ús. i árslok 1042). I>ó ma telja visl, að ))etta hafi ])ótt mikil bjarlsýnisskrif á sínum tíma, því liin sára fátækl fyrri alda gaf ekki mikia ástæðu (il lnigleiðinga um stórkostlegar framfarir og efnalcga hagsæld. Og einnig verða menn að lial'a i huga, að )>etta er skrif- að áður en liin inikla vélaöld rann upp. Spádómurinn um vöxt Eyrarbakka hefur þó ekki r.etzl og ])ólt hann virðisl rökrétliu í sjálfu sér, liefur höfnina vantað til að gcra liann að veruleika. En nú sýnist Þorlákshöfn ætla að taká við hlulverkinu, sem framlíðaniiöguleikar Suðurlandsiindirlendisins miinu skapa fyrstu góðu liöfninni við suðurströndina. Það var komið fram á fimmta tug hinnar tuttugustu aldar, og margt var orðið breytt á Islandi. Allir prestar, sýslumenn, læknar, menntuðustu bændur, lærisveinar úr Möðruvallaskólanum og úr búnaðarskólunum höfðu tekið sig saman um það, að ræsta vel til hver á sínu hcimili og að fá bænd- ur til þess að feta í sömu spor. Ferðabækurnar voru líka stein- hættar að tala um sóðaskapinn á Islandi, en margar þeirra voru nú farnar að gcta um hýbýlaprýðina þar í landi. Reykjavík var orðinn álitlegur bær með 12 til 15 þúsundum manna. Gufuskip komu þar frá út- löndum á hverri viku allt sumarið og miklu optar um veturinn en áður hafði tíðkazt. En út frá Reykjavík gengu títt gufuskip á báða bóga kringum landið. Al- þingishúsið var nú ekki eina hús- ið, sem mönnum varð starsýnt á, heldur voru þar nú komnar all- margar fríðar byggingar; er sjer- staklega vcrt að nefna hús lands- skólans og safnanna, bæði hinna sögulegu og náttúrufræðislegu, er áttu hús saman. Enginn kvartaði nú um baðleysi í Reykjavík, því baðhús voru þar komin nóg. Sjer- staklega voru þó böð þau mjög sótt, er stóðu inn með sjónum, niður frá laugunum. Þar hafði ver- ið grafin allmikil dækl í flæðarmál- inu og sjónum hleypt í hana, en til þess að gjöra hann mátulega heitann, var heitt vatn úr laug- unum leitt eptir pípum í dældina. Voru böð þessi sótt þegar snemma á vorum, sumarið allt og fram á vetur. Þótti útlendum ferðamönn- um sjerstaklega gott á sumrum að baða sig þarna. Hvergi voru þó breytingarnar meiri að tiltólu en í Árnessýslu. Eyrarbakki hafði vaxið miklu skjótar cn nokkur annar kaup- staður á landinu, því þar var nú um 6000 manna. Kom það skjótt fram, cr hann hafði fengið kaup- staðarréttindi, að betra land lá að honum en nokkrum öðrum kaup- stað á landinu. Tveir aðalvagn- vegir höfðu fyrir löngu verið lagð- ir upp frá Eyrarbakka, en út frá þcim kvísluðust nú ótal smærri vagnvegir. Svo var það dag einn snemma í júlímánuði, að menn sáu fána vera hafna upp snemma morguns á hverju húsi á Eyrarbakka. Það var hátíðabrigði á öllu og auðsjeð að citthvað óvanalegt var um að vera, cnda átti að halda minning- arhátíð þess, að 50 ár væru liðin frá því, að Eyrarbakki var gerður að kaupstað. Daginn áður hafði fólk streymt að úr öllum áttum til Eyrarbakka, cn þegar í býti þcnnan dag mátti sjá hvcrn vagninn hlaðinn fólki koma á fætur öðrum niður Plóann og til kaupstaðarins. Þótti nú bændum mun hægra að sitja á vagni með konuna á aðra hlið og börnin á móti sjer, og láta 2 hesta renna fyrir mcð allt saman, en að fá sjálfum sér, konunni og hverj- um krakka sinn hestinn hverju, eins og áður var siður. Hver bóndi átti því nú orðið vagn, cnda var nú nóg komið af vagna- og ak- neytasmiðum í landinu sjálfu, svo ckki var neinn sjcrstakur erfið- lciki á að fá sjer vagn. Mátti sjá að mörgum ökuþór þótti nú eigi síður gaman að því, að láta hest- ana renna fallega fyrir vögnunum, en mönnum þótti áður gaman að því, að láta þá fara fallega undir sjálfum sjer. FRJALS VEKZLUN 45

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.