Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 22
ur á hálendinu 35 km suðaustur af Húsavík. Auk þeirra eru Krýsuvíkurnámur á Reykja- nesi og Kerlingarfjallanámur undir Hofsjökli einna þekktastar. Fremur er lítið um brenni- stein í Krýsuvíkurnámum, og hvað sem líður brennisteinsmagninu í Kerlingarfjöllum, eru námurnar þar svo afskekktar, að gera má ráð fyrir, að þær hafi Htt verið unnar vegna „lang- ræðis". Sama máli gildir um nokkur minni háttar brennisteinssvæði á miðhálendi landsins. Gagnstastt því sem gerðist með íslenzka járnið, sem allt var notað innanlands, var allur brenni- steinninn íslenzki fluttur út. Vinnsla hans og útflutningur virðist hafa byrjað snemma. Nám- urnar voru lengi fram eftir öldum í eigii jarð- eigenda, og voru bændur þeir eða ættir, sem námurnar áttu, jafnan vel í álnum. Um miðja sextándu öld tók konnngur brenni- steinsverzlunina í sínar hendur, og skömmu seinna tókst krúnunni að ná eignarhaldi á helztu námunum norðanlands. Upp frá því hafa þær verið fyrst í eigu konungs, en þá ríkiseign og ekki komizt í eigu jarðeigenda síðan. Aðferðirnar við vinnslu íslenzka brennisteins- ins voru mjög seinlegar. Brennisteinsskorpurnar í námunum eru allajafna svo þunnar, að ekki verður komið við mikilvirkari verkfærum en stunguspaða, ef sæmilega hreinn brennisteinn á að fást. A blómaskeiði íslenzka brennisteins- námsins, var vinnuafl mun ódýrara í hlutfalli við vöruverð en nú gerist. Auk þess var heildar- vinnsla brennisteins fremur lítil í þá daga. Hann var einkum notaður til púðurgerðar og var þess- vegna mikilvægt efni frá hernaðarlegu sjónar- miði, ogþar af leiðandi þýðingarmikil og eftirsótt vara. Þegar nýtízku-efnaiðnaður hófst, varð brenni- steinn (brennisteinssýra) einn af hornsteinum hans. Með vaxandi efnaiðnaði eykst brenni- steinsþörf heimsins hröðum skrefum, og mun nú vera komin á annan milljónatug smálesta á ári. Ef unnt væri að vinna hér brennistein með svo lágum tilkostnaði, að hann væri samkeppnis- fær á heimsmarkaðinum, er sala á honum jafn- örugg og á kjöti, fiski eða hverri algengri neyzlu- vöru sem vera skal. Vinnsla yfirborðsbrenni- steins með gamla laginu kemur að vísu ekki lengur til greina, en aftur á móti virðist ekki óhugsandi, að unnt verði að vinna brennisteins- gufur sem aukaframleiðslu í sambandi við gufu- vinnslu með djúpborunum á vissum jarðhita- svæðum. Sílfurberg Silfurberg er það góðgrýti, sem lengst hefir borið hróður íslands, og er það eina míneralið, sem við landið er kennt í erlendum fræðibók- um (Iceland Spar, Islánder Doppelspat). Kol- súrt kalk er raunar eitthvert algengasta míneral sem til er. Engu að síður er það afbrigði þess, sem við nefnum silfurberg, mjög sjaldgæft. Kol- súrt kalk er venjulega óhreint, sprungið og smá- kristallað, en silfurberg er það því aðeins kallað, að kristallarnir séu stórir, tærir og sprungulausir. Ef vel höggvinn silfurbergskristall er lagður á blað með letri, sést letrið tvöfalt gegnum krist- allinn. Stafar fyrirbæri þetta af því, að silfur- bergið tvíbrýtur eða klýi'ur ljósið undir svo gleiðu horni, að tvíbrotsins gætir jafnvel í þunn- um flögum. Með því að notfæra þessa náttúru silfurbergsins, tókst að búa til úr því prismur, sem skila skautuðu ljósi. Smásjárrannsóknir á bergi byggjast á þessari uppfundningu, þannig, að tvær skautprismur eru felldar inn í ljósbraut smásjánna. Lengi framan af var náman í Helgu- staðafjalli eina þekkta silíurbergsnáma veraklar. Gegndi hún því einstæðu hlutverki í sögu berg- fræðilegra rannsókna. Eins og gefur að skilja um jafnsjaldgæfan hlut og silfurberg, var það mjög eftirsótt og verðið á því þess vegna hátt. Varð það til þess, að margir urðu til að leita að silfur- bergi víðs vegar um landið, einkum á Austfjörð- um. Hér og þar hefir orðið vart við silfurberg, en víðast hvar í svo smáum stíl, að ekki er not- hæft í rannsóknartæki. Skömmu fyrir síðustu aldamót fannst samt nothæft silfurberg í landi Hoffells í Hornafirði, og hefir allmikið silfurberg verið unnið úr þeirri námu. Á síðustu áratugum hefir silfurberg verið unn- ið á nokkrum stöðum erlendis. Auk þess hefir nú tekizt að gera Ijóskljúfa úr fleiri efnum en silfur- bergi, nú seinast úr plasti. Silfurbergsvinnslan á íslandi hefir þess vegna verið æði slitrótt sein- ustu áratugina. Að vísu er gott silfurberg öllum gerviefnum fremra í Ijóskljúfa, og er þess vegna enn í dag verðmætt og eftirsóknarvert. Sá er hængur á vinnslu þess úr jörð, að það er mjög viðkvæmt fyrir hnjaski. í silfurbergsnámum má ekki nota sprengiefni né aðra véltækni, og verður það ekki unnið úr jörðu nema með iiand- 22 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.