Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 13
árabil annaðist félagið brunatryggingar húseigna í Reykjavík. Bragi Hlíðberg cr nii deildarstjóri Brunadeildar. TJndir forystu Brynjólfs Stefánssonar bætti fé- lagið áfram við nýjum tryggingadeildum, eins og fram kemur hér á eftir. A árinu 1933 var hafinn undirbúningur að stofnun líftryggingafélags. Að þessu stóðu m. a. þáverandi framkvæmdastjóri félagsins, Brynjólfur Stefánsson og dr. Olafur Dan Daníelsson, sem varð fyrsti „aktúar“ félagsins. Úr stofnun sérstaks íslenzks líftryggingafélags varð þó ekki, en 1. desember 1934 stofnaði Sjóvátrygg- ingarfélag íslands líftryggingadeild, sem tekur að sér allar tegundir líftrygginga og lífeyristrygeinga. Nokkru síðar keypti félagið líftryggingastofn „Thule“ í Stokkhólmi, sem hér hafði rckið líftrygg- ingaumboð í tugi ára, lengst af Vátryggingaskrif- stofu Axels V. Tulinius, síðan „Svea“ í Gautaborg, „Skandia" og „Tryg“ og síðast fyrir rúmum 11 ár- um, líftryggingastofn „Danmark“ í Kaupmanna- höfn, sem um langt árabil rak eitt af stærstu líf- tryggingaumboðum hér. Deildarstjóri Líftrygginga- deildar hefir frá upphafi verið Egill Daníelsson og yfirumboðsmaður Matthías Matthíasson, en nú- vcrandi „aktúar“ er Árni S. Björnsson trvgginga- fræðingur. Um síðustu áramót voru í gildi Hftrygg- ingar að u])phæð 102,5 milljónir króna. Undirbúningur að stofnun bifreiðatryggingadeild- ar var hafinn á árinu 1936 og tók deildin til starfa 1. janúar 1937. .Tafnframt stofnun deildarinnar yfir- tók félagið tryggingastofn „Danske Lloyd“, sem hér hafði rekið umboðsskrifstofu um langt árabil. Er Bifreiðadeildin nú næststærsta trvggingadeild félagsins miðað við iðgjaldatekjur. Hefir Ttunólfur Þorgeirsson verið deildarstjóri hennar frá upphafi. Frá ársbyrjun 1953 hefir félagið tekið að sér ábyrgðatryggingar. Eru slíkar tryggingar endur- tryggðar á innanlandsmarkaði, þannig að öll trygg- ingafélögin hér, ásamt íslenzkri endurtryggingu, endurtryggja gagnkvæmt og hafa myndað um það heildarsamtök er nefnast „Tryggingasamsteypa frjálsra ábyrgðatrygginga“. Er markaður fyrir slík- ar tryggingar mikill og skilningur vaxandi á nauð- syn þeirra. Auk þeirra tryggingagreina sem þegar eru nefnd- ar, tekur félagið að sér nær allar aðrar tegundir trygginga, t. d. flugvéla-, jarðskjálfta-, ferða- og slysatryggingar, rekstrarstöðvunartryggingar vegna bruna, bygginga- (constructions) tryggingar, stríðs- tryggingar o. m. fl. í upphafi var skrifstofa félagsins í húsi Nathans Olsens, nú hús Reykjavíkur Apóteks. Eftir bygg- ingu Eimskipafélagshússins voru skrifstofur félags- ins fluttar þangað og voru þar óslitið þar til í maí- mánuði s.l. árs, að flutt var í eigið húsnæði í Ing- ólfsstræti 5, þar sem aðalskrifstofurnar eru nú, en félagið hafði átt hluta þeirrar eignar í nokkur ár. Til að gefa frekari hugmynd um rekstur Sjó- vátryggingarfélags íslands má nefna, að iðgjalda- varasjóðir Líftryggingadeildar námu um síðustu áramót um 32 milljónum króna, en iðgjalda- og tjónavarasjóðir annarra deilda, ásamt varasjóði félagsins, námu þá tæplega 17 milljónum króna. Eins og að líkum lætur, eru hinir miklu sjóðir ávaxt- aðir á ýmsan hátt, aðallega þó í fasteignalánum. Nam samanlögð verðbréfaeign félagsins um síðustu áramóti tæplega 34 milljónum króna. Starfsmenn Sjóvátryggingarfélagsins eru á milli 50 og 60 og hafa margir þeirra starfað hjá félaginu yfir 20 ár og sumir nær því frá stofnun þess. Núverandi sljórn og íramkvaemdastjóri Sjóvó; talið fró vinstri: Halldór Kr. Þorsteinsson, Lórus Fjeldsted, Sveinn Benediktsson, Ingvar Vilhjálmsson, Geir Hallgrímsson og Stefán G. Björnsson, framkvsemdastjóri FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.