Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 5
sambandi er rétt að athuga þróun síðustu ára í Vestur-E vrópu. Eftir heimsstyrjöldina síðari voru höí't, innan- lands í hinum ýmsu ríkjum, en þó einkum milli þjóða, orðin svo algeng, að margir héldu, að i'ullkomið viðskiptafrelsi væri óskadraumur einn, þó að þessir sömu menn sæju margvíslega skað- semi haftanna. Enda haftapostularnir alls staðar nálægir og óþreytandi í áróðri sínum. En um og eftir 1950 fór smám saman að rof'a til og hefur lmgarfarið nú gjörbreytzt í fjölmörgum löndum. Grundvöllur hinna nýju viðhorfa var lagður með því að sigrast á eða draga mjög úr verð- bólgunni og þar með þenslunni innanlands, og jafnframt með því að koma á eðlilegri gengis- skráningu. Nýlega hafa mörg lönd aukið mjög frelsi i utanríkisviðskiptum og gjaldeyrisverzlun. Er ekki að efa, að aukið framkvæmdafrelsi inn- anlands mun sigla í kjölfarið í þessum löndum. Ei' Islendingar eiga ekki að einangrast meðal vestrænna þjóða, þurfa þeir sem fyrst að fara að búa sig undir að geta tekið þátt í frjálsum utanríkisviðskiptum. Með þeim mun skapast hagkvæmari verkaskipting milli íslands og ann- arra landa og jafnframt myndu atvinnuvegir þjóðarinnar fá nauðsynlegt aðhald um verð og gæði framleiðsluvara sinna. Fyrri reynsla, sem hin endurvakta frelsishug- sjón byggist á, hefur einnig kennt mönnum, að það þarf visst opinbert eftirlit til þess að allir kostir frelsisins fái notið sín, og til þess að ekki þuri'i að kvíða ofþenslu eða alvarlegum sam- drætti í efnahagslífinu. A sama hátt og skyn- samleg lög og laganna verði þarf til að tryggja öryggi heiðarlegra borgara, þ'arf að tryggja heilbrigt athafnafrelsi með sterkri fjármála- stiórn, einokimarlöggjöf, félagslegu öryggi og ýmsu fleiru. Trúin á framtíðina Sagt hefur verið, að þjóðararðurinn í hverju landi sé fyrst og fremst fólkið sjálft — vilji þess og þekking til að vinna vel og skynsam- lega. Þrátt fyrir nokkurt tal um glataðar fornar dygðir, má fullyrða að fslendingar séu flestum þjóðum fúsari að leggja hart að sér til að öðlast efnalegt sjálfstæði, og eru hinar miklu íbúðar- húsabyggingar á síðustu árum að ýmsu leyti gott dæmi um þetta. Framkvæmdavilja á öðr- um sviðum virðist ekki heldur hafa skort nema síður sé. Ef deyfð og kunnáttuleysi þjakaði þjóð- ina, myndi sjálfsagt mörgum sýnast fárra kosta völ, en okkar vandamál, þótt mörg séu, eru miklu auðleystari. Mikilvægast er að sem mestu af atorkimni á hverjum tíma sé beint inn á réttar brautir til þess að þjóðarauðurinn aukist sem mest. Skipting auðsins þarf ekki að vera mikið vandamál, ef hleypidómalaus öfl ráða mestu þar um. Bezt væri, að sem flestar stéttir launþega kæmu sér saman um hvaða hlutfall skuli ríkja milli launa þeirra og síðan væru gerðir heildar- samningar við vinnuveitendur til langs tíma, enda væri launþegum tryggð eðlileg hlutdeild í vaxandi þjóðartekjum. Hlutfallið milli stétt- anna þyrfti að endurskoða á nokkurra ára fresti, til athugunar á því hvort aðstæður hefðu breytzt. Ekki ætti að vera eins erfitt að koma þessu á eins og virðast kann í fyrstu, því ein- hvers konar hlutfall er ríkjandi nú þegar, sam- anber allt talið um launahækkanir „til sam- ræmis". Ef skapast myndi heilbrigð þróun á vinnu- markaðnum og traustur gjaldmiðill, væri kom- inn grundvöllur, sem auðvelt yrði að byggja á. Þá þyrfti ekki lengur að ríkja stöðug óvissa um framtíðina, þar sem traustir búskaparhættir myndu koma í veg fyrir að teflt yrði á tæpasta vað hvað gjaldeyriseign snerti og þá þyrftu minni háttar áföll ekki að hafa neinar varanleg- ar afleiðingar. Segja má, að Islendingar hafi aldrei fullkomlega kynnzt því hvernig er að búa við velmegun, frjálsa viðskiptahætti og traust efnahagskerfi. Nágrannaþjóðir okkar eru staðráðnar í að skapa sér þessar aðstæður og hafa þegar náð mjög langt í þeirri viðleitni. Það mun kosta íslendinga töluvert átak að fylgjast með í þróuninni, en þegar það tekst munu allir landsmenn öðlast kjarabætur, svo sem á þann hátt að geta keypt betri vörur en áður--------ekki einungis um takmarkaðan tíma, heldur um alla fyrirsjáanlega framtíð. FR.TALS VEHZLUK

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.