Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1959, Blaðsíða 6
Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi: Hægri og vinstri Forspjull fltitt á kvöldvökn „Varðar" í Sjálfsteðishúsinu 22. febrúar 1 !>;>!). Eitt af því, sem erfiðast getur orðið að út- skýra fyrir gestum, sem hér dvelja skamma hríð, er flokkaskipunin í landinu og meginstefnumark hvers flokks um sig. Þegar um blaðamenn er að ræða, sem sérstaklega ætla sér að skrifa um stjórnmál landsins, nær vitanlega annað engri átt en að útvega þeim samtöl við leiðtoga flokk- anna, svo að hver geti skýrt sitt sjónarmið. I>að er varla um svo óhlutdrægan mann að ræða, að honum sé treystandi til þess að gera hverjum flokki rétt, enda er það svo um flesta menn, að þeim eru flokkarnir miskærir. Oftastnær leikur gestunum hugur á að afla vitneskju um, hvaða stéttir manna kjósi hvern flokk um sig, t. d. hvort verkamenn kjósi ekki yfirleitt verkalýðsflokk eða flokka, bændur bændaflokk o. s. frv. Þá getur það vakið furðu þeirra, að t. d. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þeir vilja telja hægra flokk, njóti mikils fylgis meðal verkamanna. Og í sambandi við flokkaskipun- ina vilja gestirnir líka vita, hvaða flokkar séu hægri flokkar og hverjir vinstri. Þá getur verið nytsamlegt að hugleiða hvað þessi hugtök merkja og hvort þau hafa sömu merkingu hér á landi og annars staðar. Sú stjórn, sem lét af störfum á Þorláksdag, kallaði sig vinstri stjórn og átti aðeins einn and- stöðuflokk, Sjálfstæðisflokkinn. Eftir því að dæma hefur hann þá verið hægri flokkur en allir aðrir flokkar vinstri flokkar. Þetta virðist þá augljóst, svo langt sem það nær. En lítum svo í blað þess flokksins, sem telur sig hafa upp á það páfabullu að vera róttækasti flokkur lands- ins. Þar eru fyrrverandi samstarfsflokkar hans stimplaðir hægri flokkar með talsvert afdráttar- lausum orðum. Ef þetta er þá einnig tekið gilt, þá eru í landinu þrír hægri flokkar en aðeins einn vinstri. En jafnframt greinast allir flokkar lands- ins í hægra og vinstra arm, nema Sjálfstæðis- flokkurinn. Virðast andstöðuflokkar hans sam- mála um, að þar sé aðeins um hægra arm að ræða. Er nú fróðlegt að athuga þetta nánar. Samkvæmt því, sem almennt er talið, merkja hugtökin hœgri og vinstri. í stjórnmálum einkum þetta: Hœgri merkir þá stefnu að vilja varðveita ríkjandi ástand, en vinstri að vilja gera breyt- ingu þar á. Kommúnistar telja til dæmis lýð- ræðihsinnaða sósíalista til hægri manna, af því að þeir kjósa heldur þróun en byltingu til þess að brjóta sósíalismanum braut í þjóðfélaginu. Sjálfir greinast svo kommúnistar í tvo eða fleiri flokksarma, eftir því, hvort þeir vilja skilmála- laust hlýða fyrirskipunum frá kommúnistaflokki Ráðstjórnarríkjanna eða móta sósíalismann að einhverju leyti eftir aðstæðum í hverju landi um sig. Hvor flokksdeildin er lengra til vinstri eða hver þeirra lengst til vinstri er ekki upplýst. a. m. k. ekki rneð vætti þeirra sjálí'ra. Þá er og annað einkenni, sem almennt hefur verið talið greina stjórnmálaflokka í hægri flokka og vinstri. Vinstri flokkar hafa almennt talið sig berjast fyrir auknu frjálsræði og mannréttindum og talið hægri flokkana vilja spyrna þar við i'æti, sbr. orðin „vinstri sinnaðir umbótaflokkar", sem notuð voru í tíma og ótíma um þá flokka, sem stóðu að ríkisstjórninni sem leið. En eftir þeirri skilgreiningu yrðu kommúnistaflokkar hvar- vetna í heiminum að teljast til hægri flokka, meir að segja til hinna róttækustu afturhalds- flokka. Eftir þeirri skilgreiningu yrði þá Sjálfstæðis- flokkurinn líka vinstri flokkur, því að hann berst fyrir auknu frjálsræði og réttindum þegnanna. 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.