Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.04.1959, Qupperneq 27
Ólajur Björnsson, prófessor: Hve mikil opinber aískipli eru samrýmanleg lýðræðislegu þjóðskipulagií Itæðn flult á umrœðufundi Stúdentafélngs Reykjavíkur 10. mnrz I Þessar umræður hafa eðlilega snúizt mjög um skil- greiningu á hugtakinu lýðræði. Menn verða lika að koma sér saman um eirihverja skilgreiningu ti þessu grundval 1 arhugtaki, áður en farið er að rök- rœða það, hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi, til ]>ess að slíkt stjórnarfar geti þrifizt. Nú er skil- greining hugtaka í rauninni samkomulagsatriði, þannig að ekki er hægt að staðhæfa, að ein skil- greining sé annarri réttari en hafi menn ekki getað komið sér sainan um neina sameiginlega skilgrein- ingu, er hætt við því að umræðurnar verði ófrjóar. Það gæti að minu áliti verið 'el þess vert og verk- efni fyrir Stúdentafélagið að efna til sérstaks um- ræðufundar, e.’:ki eingöngu unr skilgreiningu á hug- takinu lýðræði, heldur ýmsum öðrunr hugtökum, sem mjög eru notuð sem slagorð á stjórnmálavett- vangi og hér hefir cinnig borið á góma, svo sem frelsi, réttlæti, öryggi o. s. frv. Ef með einhverju móti væri hægt að samræma þær ólíku merkingar, scm í þessi orð eru lagðar, væri ekki vafi á því, að spor væri stigið í þá átt að gera stjórnmálaum- ræður uppbyggilegri en þær n.i eru. Eg ætla annars að byrja með því að gera í ör- fáum orðum grein fyrir þcirri merkingu, sem ég legg í orðið lýðræði. Ég tel, að það sé ófullnægj- andi skilyrði fvrir lýðræðislegu stjórnarfari, að rík- isstjórn sú, sem með völdin fer, njóti stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Aðalatriðið er, að minni- hlutinn njóti ákveðinna réttinda. í fyrsta lagi rétt- inda til þess að starfa sem minnihluti i andstöðu við stjórnarvöldin, ennfremur réttinda til þess að reka áróður gegn stjórnarvöldunum með stofnun pólitískra félagasamtaka, fundahöldum, útgáfu blaða og bóka o. s. frv. Eg skil það svo, að kjarni þess máls, cr hér liggur fyrir til umræðu, sé að ræða það, hvort opinber íhlutun um efnahagsmál og stjórn Jreirra, af hálfu hins opinbera, sé b'kleg til þess að stofna þessum réttindum í hættu ef hún fer fram úr vissu marki, en hvert það mark sé, er að sjálfsögðu ágrciningur um. Eg lít svo á, að þessari spurningu beri að svara játandi, og skal hér í sem allra stytztu máli gera grein fyrir því, á hverju sú skoðun byggist. Til þess að ofangreind mannréttindi, svo sem félaga- frelsi, fundafrélsi, prentfrelsi o. s. frv. séu raunhæf, þarf að eiga sér stað dreifing hins efnahagslega valds, eða hagvaldsins í þjóðfélaginu. Ef þetta vald er í höndum eins eða fárra aðila, verða allir þjóðfélagsborgarar svo háðir þessu valdi, að eng- inn þorir að rísa því í gegn, þótt slíkt væri annars lcyft. Þetta var einnig skoðun 1!). aldar sósíalist- anna. Þeir héldu því fram, að leið stjórnarfarslegs lýðræðis yrði ekki raunhæf, nema efnahagslegt lýð- ræði, eins og þeir orðuðu það, væri einnig fyrir hendi. En það, sem efnahagslegu lýðræði var að þeirra dómi ábótavant, var sii staðreynd, hve tekju- og eignaskiptingin í þjóðfélaginu væri ójöfn. M. ö. o. vegna þess að dreifing hagvaldsins væri ckki nægi- leg. Þetta sjónarmið sósíalistanna hefir nokkuð til síns máls, en kórvilla þeirra liggur hins vegar að mínu áliti í því, að þeir telja, að þjóðnýting at- vinnutækjanna sé spor í þá átt að dreifa hagvald- inu. Svo er ekki, heldur þvert á móti. Jafnvel þótt þau stjórnarvöld, sem ákveða hvernig þjóðarbú- skapurinn skuli rekinn í einstökum atriðum, væru upphaflega til þess skipuð á lýðræðislegan hátt, yrði vald þeirra vegna sjálfs þjóðnýtingarfyrirkomu- lagsins svo mikið, að enginn hefði bolmagn til þcss að rísa gegn þeim. Ef öll atvinnutæki eru í hönd- um eins aðila, hvort heldur er opinber aðili eða einkaaðili, ]>á ræður sá aðili raunverulega öllu um lífsafkomu einstaklinganna. Aðstaða manna yrði svipuð og alþýðu manna í sjávarþorpunum hér á landi á dögum gömlu selstöðuverzlananna. Það er e. t. v. hægt að gagnrýna leið borgaralegs þjóð- FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.