Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1959, Side 39

Frjáls verslun - 01.04.1959, Side 39
Þórír Bergsson: Við stóðum, dálítill hópur af mönnum, og biðum eftir vagninum, sem átti að flytja okkur á vinnu- stað, suður á Völl. Flestir höfðu, að sjálfsögðu, far- ið kvöldinu áður, — það var venjan að fara kvöld- inu áður en vinna skyldi hefjast, enda flestir sem sagt gert það. Þjóðin er morgunsvæf. Það er eðli- legt, hún hefir svo lengi orðið að rífa sig upp fyrir allar aldir til þess að deyja ckki úr hungri. En óg er ekki morgunsvæfur. Því þótt draumar mínir séu, venjulega, voudir og oft nær því óþolandi hræði- legir, þá er nú þó svo komið að mín eina von um frægð, frama og sælu er svefninn. Einstaka sinnum kemur það ólíklegasta fyrir. Eg verð mikill maður í svefni og drumum. En, — eins og í öðru viðrar misjafnlega og oft- ast illa í því efni — eins og veðrið er oft mislynt og afar oft vont — svo eru og draumar mínir. Sjaldnar og sjaldnar lyft.a þeir mér upp lil frægðar og fagnaðar. Þegar óg var ungur fannst mór alltaf gott veður, þvílíkt blíðviðri! En nú---------- Hópurinn scm beið eftir vagninum var ekki stór. Þessi árdegisvagn var sjaldan ]>ótt skipaður. Raun- ar var enginn dagur enn jjá, aðeins koldimm nótt. — Þarna var misjafn sauður í fáu fé, illa sofnir menn eða ósofnir með öllu, hinir síðartöldu í ágætu skapi, allflestir, hinir úrillir, enda flestir veikir. Mór leið hvorki vel né illa. Síðan ég hitti Ólivínu var allt öðru máli að gcgna en áður, nú leið mér sæmilega. — Þeir voru að spjalla saman, stóðu í tveim hóp- um. Að venju stóð ég einn míns liðs og var að hugsa um hversu mikið ég ætti Ólivínu að þakka. Eg var útsofinn, hlýr og ekki timbraður að ráði. En þeir yrtu ekki á mig þessir menn. Eg þekkti þá suma með nafni eða einhverju uppnefni, þar var Arnór, Ganni, Langur, Jón Ká og — já einn var kallaður Sillanpe. Ég held að hann hafi annað hvort verið útlendingur, eða látizt vera það. Svo var þar einn, sem stóð sér og einmana, eins og ég, skammt frá mér. Eg sá strax, að þar var kominn cinn af þessum sveitamönnum, utan af útkjálkum lands eða afdölum. Segullinn hafði dreg- ið hann í sæluna miklu á Suðurnesjum. Úr fá- menninu í fjölmennið, úr peningaleysinu og strit- inu í scðlamoksturinn og slæpingsskapinn. Það var ekki nema eðlilegt, að sjá þá koma, þessa menn, í stórhópum. — Ég hélt á töskunni minni og var hálfkalt. Þessi haustmorgunn var fúll og leiðinlegur, eins og margir aðrir Faxaflóa-morgnar hafa verið, eru og verða. Ekki var frostið, ég gæti trúað þriggja eða fjögra stiga hiti, — en vestanbræla með vindgjósti og fýlu, ömurlegt veður. Þokan grúfði niður að jörð, allt dimmgrátt í glórunni frá strjálum ljósum. Stórt flugskip var að sveima yfir flugvellinum, fór, auðheyranlega, í víða hringi og átti erfitt með lendingu. Allt í einu þeyttist þetta ferlíki með dunandi gný rétt yfir okkur og hvarf, þegar, út i sortann í áttina að flugvellinum. Eftir litla stund heyrðist ekkert í honum, hann var víst lentur — en ekki kom vagninn okkar. Taskan mín var ekki merkilegur gripur. Ólivína hafði gefið mér hana, eins og margt annað. Aður bar ég þessar pjönkur mínar í smápoka, svörtum, sem einhver setuliðsmaður hafði kastað frá sér eins og hverjum öðrum ónýtum lilut. Þessi poki var dreginn saman í opið með snæri, hann var ljótur, þá var taskan ólíkt veglegri og betri. Hún var úr pappír, eins og gerist, gat litið út eins og leður og hefur sjálfsagt gert það meðan hún var ung og ójöskuð. Nú var hún það ekki. Nú var hún snjáð og jafnvel dálítið gat á einu horninu, en það bar lítið á því. Læsing var engin að gagni, F liJÁLS V E R Z L U N 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.