Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Side 6

Frjáls verslun - 01.08.1967, Side 6
6 FFÍJÁLS VERZLUN RÍKISARFI NOREGS HEIMSÆKIR ISLAND Hin opinbera heimsókn Haralds, ríkisarfa Noregs, hóíst síðla fimmtu- dagsins og mun standa til föstudagsins n.k. Meðan á dvöl hans stendur, rcoðir prinsinn við íslenzka ráðamenn og ferðast um landið. Þetta er fyrsta heimsókn krónprinsms hingað til lands, en faðir hans, Ólafur Noregskonungur, kom hingao í opin.bera heimsókn í maímánuði 1931. Haraldur ríkisarfi er hinn gjörvulegasti maður, þrítugur að aldri — þriðji œttliður þeirrar norsku konungsœttar, er nú situr við völd. Það var bœði með tilliti til heimsóknar Haralds ríkisarfa og hinna sterku œttbanda norsku og íslenzku þjóðanna, að Frjáls verzlun kaus að hefja greinaflokk um viðskipti Islendinga við aðrar þjóðir á grein um norsk-íslenzk viðskipti. Frjáls verzlun vonar, að Haraldur krónprins finni í ferð sinni þann hlýja hug, er íslenzka þjóðin ber til hans og norsku þjóðarinnar — cg megi heimsókn hans verða aflvaki aukinna tengsla brœðraþjóðanna, jafnt menningar- sem viðskiptalega.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.