Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 7

Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 7
*7 FRJÁLS VER2LUN Viðskiptalönd/ NOREGUR KJELL ÖSTREM, sendiráðsritari: „Einhver athyglisverð asti árangur samvinn- unnar í EFTA er, a3 viðskipti skandinavisku þjóSanna þriggja hafa aukizt mun meir en viðskiptin við aðrar þjóðir bandalagsins.” SKYLDLEIKI ÞJÓÐANNA. Þegar timaritið „Frjáls verzl- un“ hefur greinaflokk sinn um utanríkisviðskipti íslendinga á grein um viðskiptin við Noreg, er varla hægt að saka ritstjórn- ina um að hafa valið af handa- hófi. Allt frá landnámsöld hafa viðskipti við útlendinga verið brýn nauðsyn þeim, sem settust að í landinu. Þær aðstæður, sem landið bjó íbúum sínum, gerðu allumfangsmikinn innflutning neyzluvarnings og framleiðslu- tækja mjög nauðsynlegan allt frá upphafi. Og enda þótt margir landnámsmanna hafi ekki yfir- gefið land feðra sinna með nein- um hlýhug, varð Noregur þó fyrsta viðskiptalandið. En það væri móðgun við forfeðurna, að kalla þessi viðskipti annað en utanríkisviðskipti. Mikilvægustu vörurnar, sem inn voru fluttar frá Noregi eftir upphaf íslandsbyggðar, voru timbur, mjöl, klæði; járn, kopar og tin; vopn, tjara; hunang og vín. Hin síðast nefnda gefur til kynna, að hér var ekki einungis um að ræða norskar framleiðslu- vörur, heldur voru ýmsar vörur fengnar um Noreg lengra að. Heimildir geta einnig um heila skipsfarma húsdýra, þ. á m. hesta; og þá má einnig geta um einn þátt til, sem við könnumst líka við nú á dögum: Langflest skip Islendinga voru smíðuð í Noregi. En íslendingar höfðu ekki síður ýmislegt á boðstólum, fyrst og fremst feldi og aðrar skinnvörur, vaðmál og ull, kjöt, tólg, ost og smjör. Enda þótt viðskipti hæfust snemma með íslendingum og öðr- um en Norðmönnum, voru þó Noregsviðskiptin um drjúga stund landmikilvægust umfram allan samanburð. Ef til vill mætti segja, að siglingar hingað út hafi verið Norðmönnum mikilvægast- ar á tíundu öldinni. Þegar í tíð Haralds hárfagra var svo mikil ferð milli landanna, að sérstakur skattur var lagður á hana. En Norðmenn sátu ekki einir um hituna; íslendingar voru og mikil siglingaþjóð fyrstu tvær til þrjár aldirnar. Nær allar íslendinga- sögur skýra frá íslendingum í Noregssiglingum. I fyrstu má gera ráð fyrir, að mest hafi sigl- ingin verið til Vestur-Noregs, en er á leið, urðu siglingar til Vík- urinnar, þar sem Osló stendur, einnig tíðar. Eftir að Niðarós byggðist, varð hann miðdepill ís- landsverzlunar í Noregi, Enverzl- un og samskipti valda því gjarna, að þeir, sem á halda, verða að aðlaga sig siðum og venjum ann- arra þjóða, og þessa þekkjum við skýrt dæmi frá Niðarósi, en þar í bænum neyddi Ólafur konung- ur Tryggvason allmarga íslend- inga til að taka skírn árið 999. Verzlun og viðskipti hafa alltaf verið meðal þess, sem bezt hafa greitt nýjum hugmyndum og við- horfum götuna, og það jafnt á öðrum sviðum sem í sjálfri verzl- uninni. En því ber að fagna, að þetta gerist ekki lengur með svo hörkulegum hætti sem í ofar- nefndu dæmi. Fyrstu aldirnar voru viðskipti íslendinga og Norðmanna mikil, og allt fram á ofanverða 13. öld voru þau í beggja höndum. En upp úr samþykkt Gamla sáttmála árið 1262 færðust viðskiptin með Frá Osló: Ráðhúsið í hjarta borgarinnar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.