Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 10

Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 10
1 □ FRJÁLS VERZLUN Frá vesturströndinni: Fiskibátarnir Iiggja inni. 1966 í um 19,5 millj. nú. Hér er fyrst og fremst u.m að ræða auk- inn útflutning saltaðs kindakjöts, frysts humars og rækju, ásamt óverkuðum saltfiski. Gagnstætt fyrra ári hafa fryst kindakjöt og sérverkuð saltsíld hins vegar ekki verið flutt til Noregs. Síðustu opinberar tölur Hag- stofu íslands um utanríkisvið- skipti ná yfir fimm fyrstu mán- uði þessa árs. Því miður gefa þær til kynna samdrátt viðskipta okkar á þessu tímabili, miðað við fyrra ár. Innflutningur frá Nor- egi hefur minnkað úr 162,9 millj. ísl. kr. í 125,1 millj., um leið og útflutningurinn til Noregs hefur minnkað frá 70,9 millj. í jan,— maí í fyrra í 21,9 millj. á þessu ári. Aðalástæða minnkandi út- flutnings frá því í fyrra er, að þá var síldarlýsi selt til Noregs fyrir næstum 40 millj. króna, en í ár nemur salan aðeins 0,5 millj. á sama tímabili. Enn fremur hef- ur útflutningur frysts kindakjöts, sem var á 21 millj. kr. í fyrra, fallið niður með öllu á þessu tímabili, en sala saltaðs kinda- kjöts hefur hins vegar aukizt frá 2,8 millj. í 9,8 millj. kr. Þá er ekki um útflutning sérverkaðrar saltsíldar að ræða enn á þessu ári, en það getur átt sínar sér- stöku ástæður. Enda þótt viðskipti okkar séu háð miklum sveiflum frá ári til árs, hafa þau vaxið mjög hin síð- ari árin, svo sem fram hefur kom- ið. Þetta gefur ekki aðeins til kynna gott verðlagsástand, held- ur hefur utanríkisverzlunin sem slík verið gefin frjálsari. Með frjálsari verzlun og hugmynda- ríkum og atorkusömum viðskipta- mönnum og iðnrekendum til að nota þetta frelsi er engin ástæða til að örvænta um, að viðskipti íslendinga og Norðmanna haldi Framh. á bls. 62.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.