Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 21
21
FRJÁLS VERZLUN
Samtíðarmenn/
JT
Olafur 0. Johnson
Forstjori Ó. Johnson & Kaaber h.ff.
ÆSKUÁR.
Ólafur Ó. Johnson fæddist í
Reykjavík hinn 19. apríl árið 1931.
Voru foreldrar hans þau Ólafur
Johnson, stórkaupmaður, og Guð-
rún Johnson, kona hans.
Ekki fara miklar sögur af Ólafi
yngra fyrr en á árinu 1939, er
hann fluttist átta ára gamall til
Bandaríkjanna, en föður hans,
Ólafi eldra, hafði, ásamt Helga
heitnum Þorsteinssyni, forstjóra
hjá SÍS, verið falið að annast inn-
kaup á matvörum í Bandarikjun-
um og gæta viðskiptahagsmuna ís-
lendinga þar í landi. Dvaldist f jöl-
skyldan því erlendis, og komu
foreldrar Ólafs ekki heim til bú-
setu hér fyrr en á árinu 1957.
Skólaganga. Sveinninn var að
sjálfsögðu settur til mennta, þó
að hann dveldist erlendis. Fór
hann fyrst í bandarískan barna-
skóla, þar næst í gagnfræðaskóla,
þá í eins konar herskóla, síðan í
verzlunarskóla í Massachusetts og
loks í háskóla í New York. Hafði
Ólafur nær lokið háskólanámi, er
hann hélt heim til fslands.
Aldrei mun Ólafur hafa haft í
hyggju að leggja fyrir sig her-
mennsku, þótt hann hafi verið
nemandi í herskóla, enda var