Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERZLUN skóli hans ekki ætlaður þeim, er hugðu á slíkt, heldur var þetta eins konar menntaskóli. Ólafur vildi heldur aldrei setjast algjör- lega að úti. HALDIÐ HEIM. Verzlunarstörf. Ólafur kom heim til íslands í nóvember árið 1952. Hóf hann þegar störf hjá Ó. Johnson & Kaaber h/f, en var ekki hafinn til neinna metorða þegar í stað, heldur látinn vinna algjörlega undir stjórn annars manns. Starfaði Ólafur þá sem sölumaður í matvörudeild fyrir- tækisins og kynntist þannig vel allri starfsemi, enda getur enginn tekið við ábyrgðarstöðu án undir- búnings. Deildarstjóri. Þegar Ólafur hafði starfað í matvörudeildinni um tveggja ára skeið, þótti rétt að fá honum nokkra ábyrgð í hendur. Var hann þá gerður deildarstjóri vefnaðarvöru- og raftækjadeilda fyrirtækisins, og þótti takast vel. Friðþjófur, bróðir Ólafs, hafði verið alvarlega sjúkur um langt skeið. Sá hann glöggt að hverju stefndi og lagði allt kapp á að búa Ólaf sem bezt undir stjóm fyrir- tækisins. Var Ólafur síðan gerður að prókúruhafa árið 1954, ásamt Jóhanni Möller, sem þá var gerð- ur að skrifstofustjóra. Er Jóhann nú nánasti samstarfsmaður Ólafs. Friðþjófur andaðist í ágúst 1955, langt fyrir aldur fram. Lentu störfin þá að mestu leyti á herð- um Magnúsar Andréssonar og Ólafs. Arent Claessen hafði á þessum tíma dregið sig að verulegu leyti út úr daglegum rekstri, og Ólafur eldri var enn erlendis.Voru þeir því forstjórar Magnús Andrésson og Ólafur, sem þá var aðeins 24 ára gamall. FORSTJÓRI. Ólafur hefur þannig verið for- stjóri fyrirtækja Ó. Johnson & Kaaber h/f um tólf ára skeið. Var Magnús Andrésson meðforstjóri hans, þar til fyrir skömmu, en hann lézt árið 1966. Er Ólafur því aðalforstjóri fyrirtækjanna nú. Gróska. Mikil gróska hefur verið í starfsemi Ó. Johnson & Kaaber h/f á undanförnum árum. Viötal við Úiaf Ú. Johnson F.V.: Á hvaða hœfileika álítiS þér að reyni mest viS stjórnun stór'fyrirtœkis? ÓLAFUR: Þessu er fjarskalega erfitt að svara. Ég geri mér full- ljóst, að margt mætti betur fara í minni stjórnun: vera betur skipulagt og unnið. En þegar ég hef slegið þennan varnagla, vil ég halda því fram, að rökrétt hugsun sé veigamest: eða að kunna að greina milli aðalatriða og aukaatriða. Menn komast fljótlega að því, þegar út í starfið er komið, að leysa verður vandamálin eftir að- stæðum hverju sinni, fremur en eftir einhverjum fræðilegum kenningum og utanbókarreglum. Þess vegna skiptir mestu að setja sig inn í starfið og þekkja allar aðstæður. — Nú, auðvitað hefur dugnaður ákaflega mikið að segja, en þó er alltaf bezt að stytta sér leið eftir megni. En það, sem er ekki veiga- minnst, er að gæta hófs, kunna orðheldni og áreiðanleik, þannig, að menn séu verðir þess trausts, sem þeim er sýnt. Þennan eigin- leika ættu fleiri að temja sér. F.V.: Hvernig hagiS þér starfs- degi yðar yfirleitt? ÓLAFUR: Starfsdagur minn vill oft verða nokkuð dreifður, enda sagði sonur minn einu sinni: „Pabbi, það eina, sem þú gerir, er að skrifa nafnið þitt nokkrum sinnum á dag.“ — En fyrir utan allar tafir og frávik er dagurinn yfirleitt þannig, að ég mæti hér rétt fyrir níu. Þá les ég allan póst, sem fyrirtækinu berst og er oftast nær búinn að því kl.hálftíu. Þá ber ég saman bækur mínar við gjaldkerann og er við það fram til tíu. Þar næst drekk ég kaffi með yfirmönnum fyr- irtækjanna, og við ræðum mál- efni dagsins. Þessir fundir eru fjarskalega gagnlegir, þó að oft sé talað um fleira en það, er bein- línis snertir fyrirtækin. Og eftir kaffið svara ég bréfum fram að hádegi. Við erum þrir hér, sem lesum bréfin: Jóhann Möller, Rafn Johnson og ég. Við lesum fyrst allan póstinn og síðan svör hver annars. Þannig vitum við nákvæmlega um allt, sem kemur til fyrirtækisins og fer frá því. En auk þess að forstjóri fyr- irtækis verður að vita um öll bréfaskipti þess, er honum einnig nauðsynlegt að gjörþekkja fjár- hagsstöðuna hverju sinni. Hérna á borðinu hef ég tvær bækur, sem ég gæti kallað „biblíurnar“ mín- ar. í annarri er yfirlit yfir fjár- hagsstöðuna á hverjum tíma, en í hinni er skrá yfir starfsdaginn. Eftir hádegi vinn ég að þeim verkefnum, sem brýnust eru í það og það skiptið. Þetta getur þess vegna verið ærið mismun- andi. Ég vil geta þess, að við höldum tvisvar í mánuði fundi með öll- um sölumönnum fyrirtækjanna. Þessir fundir eru ákaflega mikil- vægir, og vildi ég ekki missa af þeim fyrir nokkurn mun. Þá eru teknar ákvarðanir fram í tímann, og menn bera saman bækur sín- ar. Ég er ekki í vafa um, að þetta fyrirkomulag hefur átt mikinn þátt í því, hversu andinn er góð- ur innan fyrirtækisins, og það er bezti mælikvarðinn, að sama starfsfólkið er hér hjá okkur ára- tugum saman. F.V.: Eruð þér ónœgSur me3 ástandi3 í verzlunarmálum nú? ÓLÁFUR: Auðvitað er ég á- nægður með það, að verzlunin hefur verið gefin að mestu leyti frjáls á undanförnum árum. En ég er jafnóánægður með rekstrar- fjárskortinn. Þetta er alkunn saga, svo að við skulum ekki ræða hana frekar. En svo er það álagningin. Astandið í þessum málum nú er nánast hlægilegt. í rauninni á ég engin orð til að lýsa þessu við- undri. Ástandið í verzlunarmál- um getur aldrei orðið heilbrigt og gott, fyrr en hver vara getur staðið undir sér sjálf, svo að ekki þurfi að leggja óhóflega á aðra. F.V.: Hver haldið þér, að þró- imin verði í verzlunarmálunum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.