Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 24

Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 24
24 FRJÁLEÍ VERZLUN Enn er drukkið Kaabers-kaffið... Þrátt fyrir mikinn Intiflutning erlendra kaffitegunda selja 0. Johnson & Kaaber hf. 70% allrar innanlandsiteyzlu. Verzlunarhættir á fslandi bi'eytt- ust mjög um og eftir síðustu alda- mót. Var þess skammt að bíða eftir aldamótin, að verzlunin yrði nær alíslenzk. Það er almennt álitið, að þýðing- armesti þátturinn í þessari þróun hafi verið tilkoma íslenzku heild- verzlananna. Þær risu fljótlega upp, eftir að landið komst í síma- samband við útlönd, og var miklu auðveldara að starfrækja smásölu- verzlun innanlands, eftir að kveða fór að þeim en áður hafði veiið. Þetta leiddi auðvitað til þess, að fleiri fóru að stunda vei'zlun en áður, og verzlunin komst þannig í íslenzkar hendur. 0. JOHNSON & KAABER. Fyrirtækið Ó. Johnson & Kaaber var stofnað árið 1906. Stofnendui'n- ir voru þeir Ludvig Kaaber og Ólafur Johnson. Voru þeir þá mjög ungir, Kaaber 27 ára gamall, en Ólafur 25 ára. Tímarnir tvennir: Söludeildin 1936 og 1967. Fyrirtækið varð brátt mjög um- fangsmikið, þótt ekki blési byrlega í fyrstu. Efldist það með ári hverju og átti skip í förum nokkurn hluta styrjaldaráranna. Einnig fékkst Ólafur við önnur störf, því að á styrjaldarárunum var hann gerður að viðskiptatrúnaðarmanni ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og ann- aðist ýmiss konar viðskiptasamn- inga og störf, bæði fyrir opinbera- og einkaaðilja. 1918—35. Á árinu 1918 var Ludvig Kaaber boðið að gerast bankastjóri Lands- bankans. Þá hann boðið, en seldi jafnframt sinn hlut í fyrirtækinu til Ólafs. Ai’ent Claessen, sem þá var fulltrúi í fyrirtækinu, gei’ðist síðar meðeigandi og meðforstjóri Ólafs. Stolnuð kaffibrennsla. Fyrir tækið vei'zlaði með ýmiss konar matvöru, þ. á m. óbrennt og ómal- að kaffi. Skorti því tilfinnanlega aukna þjónustu, og varð þetta til þess, að fyrirtækið stofnsetti kaffi- brennslu árið 1924. Voru keyptar hinar beztu vélar og var unnt að brenna og mala 50 kg. á dag. (Nú hafa vélar Kaffibrennslunnar af- kastagetu upp á 288.000 kg. á mán- uði, þó að sú afkastageta sé enn ekki fullnýtt). StofnuS kaffibœtisverksmiðja. Fyrirtækið hafði lengi flutt inn þýzkan kaffibæti, Ludvig David. Um 1930 kom til orða að banna þennan innflutning til þess að spara gjaldeyri. Fyrirtækið reisti þá sína eigin kaffibætisverksmiðju árið 1932. Var hún til húsa í Fischersundi 1. Bæði kaffibrennslan og kaffi- bætisverksmiðjan eru sjálfstæð fyrirtæki að formi til. 1935—55. Árið 1935 voru fyrirtækin gerð að hlutafélögum, en höfðu áður verið einkafyrirtæki. Þeir Frið-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.