Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 26

Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 26
26 FRJÁLS’ VERZLUN 1956—66. Árið 1955 lézt Friðþjófur John- son eftir langvarandi veikindi. Arent Claessen hafði þá að miklu leyti dregið sig út úr daglegum rekstri, en Ólafur eldri var starfandi í Bandaríkjunum. Var Magnús Andrésson þá forstjóri fyrirtækjanna, en síðan varð Ólaf- ur Ó. Johnson (Ólafur yngri) gerð- ur að meðforstjóra hans. Stjórn- uðu þeir fyrirtækjunum saman fram á s.l. vetur, er Magnús lézt. Ýmsar breytingar hafa orðið á rekstri fyrirtækjanna og eru þær helztar, að stofnuð hafa verið tvö ný dótturfyrirtæki á þessu tíma. Heimilistœki s/f. Þetta fyrirtæki var stofnað árið 1962. Það er sjálfstætt að formi til eins og hin fyrirtækin. Fyrirtækið verzlar með rafmagnsvörur. Framkvæmdastjóri er Rafn Johnson. Drangar h/f, stofnað 1962. Fyrir- irtækið verzlar með Daf-bifreiðar, og alls hafa verið fluttar inn milli 220 og 230 bifreiðar af þeirri teg- und. Þá starfrækir það viðgerðar- verkstæði, er einnig annast við- hald allra bifreiða Ó. Johnson & Kaaber h/f. Framkvæmdastjóri Dranga h/f er Guðmundur Björnsson. Nýtt húsnœði. Fyrirtækið flutti árið 1962 inn í nýtt verzlunar- og skrifstofuhúsnæði við Sætún 8. Er þar hin bezta vinnuaðstaða og gjör- breytt frá því, er var í Hafnar- strætinu. EFTIR 1966. Á skema þeim, er birtur er ásamt greininni, sést gjörla skipt- ing fyrirtækjanna. Aðalfyrirtækið er Ó. Johnson & Kaaber h/f, og annast það ýmiss konar fyrir- greiðslu fyrir hin fyrirtækin, auk sölu á matvöru, veiðarfærum, snyrtivörum, lyfjum o. fl. Er Ólaf- ur Johnson forstjóri þess, sem og kaffifyrirtækjanna, en hin tvö sölufyrirtækin hafa sérstaka fram- kvæmdastjóra. Ó. Johnson & Kaaber h/f og dótturfyrirtæki þess er með stærri fyrirtækjum sinnar tegundar hér- lendis. Er fyrirtækið stærst á hér- lendum kaffimarkaði og selur lík- lega um 70% af því kaffi, sem keypt er á íslandi. Alls starfa um 100 manns hjá fyrirtækjunum öll- um, og heildarveltan er milli 2-300 milljónir. Samstarfsmenn: Arent Claessen, Ólafur Johnson. þjófur Johnson, sonur Ólafs, og Jean E. Claessen, sonur Arents, svo og Magnús Andrésson, sem lengi hafði starfað hjá fyrirtækinu, urðu þá hluthafar. Brátt gerðust hinir nýju hluthafar fulltrúar hjá fyrirtæk- inu, en seinna meir urðu þeir Friðþjófur og Magnús forstjórar. Ólafur hélt árið 1939 til Banda- ríkjanna og kom ekki heim til fullrar búsetu fyrr en á árinu 1957. Voru því forstjórar hérlendis þeir Friðþjófur Johnson, Arent Claes- sen og Magnús Andrésson. Velgengni. Rekstur fyrirtækj- anna gekk vel á þessu tímabili. Gilti það bæði um hina almennu verzlunarstarfsemi, svo og fram- Þá flutti „Venus“ varninginn heim. leiðslustarfsemina. Kaffibrennslan var flutt inn í Höfðatún árið 1943, þar sem rekstur hennar var orðinn of umfangsmikill til þess að geta rúmazt niður í Hafnarstræti. Aftur á móti var Kaffibætisverksmiðjan áfram í Fischersundi, allt fram á árið 1952, er kaffifyrirtækin voru flutt í nýtt húsnæði inn við Sætún. Er Kaffibætisverksmiðjan þarna enn til húsa, en Kaffibrennslan var á s.l. ári flutt inn í Ártúns- höfða. — Ó. Johnson & Kaaber h/f var áfram til húsa í Hafnarstræti og verzlaði aðallega með ýmiss konar matvörur og annaðist fyrir- greiðslu og dreifingu fyrir hin fyr- irtækin.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.