Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Side 27

Frjáls verslun - 01.08.1967, Side 27
FRJALS VERZLUN 27 Sölu- og markaðsmál / Bandaríkin eru aðalmarkaður Isiendinga fyrir frystar fiskafurðir GUÐIVIUIMDIiR H. GARÐARSSOIM, viðskiptafræðingur, skrifar um markaðsmál Af heildarútflutningi íslands hafa sjávarafurðir skipað fyrsta sess og verið rúmlega 90% heild- arvöruútflutnings þjóðarinnar. 1 þessum útflutningi hafa einstakir afurðaflokkar haft mismunandi þýðingu frá áratug til áratugs. Frá styrjaldarlokum 1945 hafa hraðfrystar sjávarafurðir verið einn mikilvægasti útflutnings- flokkurinn og hinn helzti. Þessu veldur m. a. ný framleiðslu- og dreifingartækni, samfara bylt- ingu í varðveizlu matvæla við til- komu hraðfrystingar og frysti- tækni, sem skapar möguleika fyr- ir nýjar og betri neyzluvenjur. HRAÐFRYSTIIÐNA ÐURINN. íslendingar voru það lánsamir að tileinka sér fljótlega þá mögu- leika, sem í þessu fólust gagn- vart nýjum framleiðsluháttum í framleiðslu og sölu hraðfrystra sjávarafurða. Var þessi þróun nokkuð byrjuð á áratugnum 1930 —40, en algjör bylting verður um og eftir 1940, og hefur íslenzkur hraðfrystiiðnaður síðan verið í svo til stöðugum vexti og fram- þróun. Er nú svo komið, að í landinu eru starfrækt 90—100 hraðfrystihús, sem geta afkastað um 4000 tonnum af flökum á sól- arhring. Árið 1965 var heildar- frysting sjávarafurða um 100.000 smálestir, sem mun vera mesta ársframleiðsla til þessa. Hlutdeild hraðfrystra sjávaraf- urða í heildarútflutningsverðmæti íslenzkra vara var mest tímabilið 1956—1960, eða um 35% af ár- Your Entrée to Greater Fish Profits ICELANDIC 4 FRESHER brands legu heildarverðmæti. Sé útflutn- ingur tímabilsins 1946—1965 tek- inn í heild miðað við verðmæti, kemur í ljós, að frystur fiskur er 27% af verðmæti heildarútflutn- ings umrætt tímabil. Árið 1966 var hlutdeild frystra sjávarafurða um 26%. Ástæður hlutfallslækk- unarinnar er hin stóraukna hlut- deild síldarafurða í útflutningi síðustu ára. ErfiSleikar. Islenzkir útflutn- ingsatvinnuvegir hafa oft á tíð- um átt í tímabundnum erfiðleik- um, og er svo háttað nú. Þessum erfiðleikum hefur verið mætt með ýmsum hætti og þeir leystir á þann hátt, að íslenzkur útvegur og fiskiðnaður hefur eflzt, öllum landslýð til blessunar. SAMTÖK. Einn liður í viðleitni fiskfram- leiðenda í þá átt að styrkja stöðu sína inn og út á við hefur verið að stofna til útflutningssamtaka, sem önnuðust sölu og afskipanir afurðanna. Á grundvelli þessa hefur uppbygging hraðfrystiiðn- aðarins í landinu byggzt síðustu þrjá áratugina, en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávaraf- urðadeild SÍS, sem hafa annazt sölu svo til 100% allra útfluttra, frystra sjávarafurða, voru stofn- Áróður fyrir aukinni fiskneyzlu: S.H. birtir í bandarískum blöðum litríkar auglýsingar með glæsilegum myndum af mismunandi fiskrétt- um, og ýtir þannig undir aukna eftirspurn.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.