Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 32
32 FRJÁLS VERZLUN Félagsmál/ Frá Verzlunarmanna félagi Reykjavíkur HVER VINNUR VERKIÐ? Hagnýtið yður dóm reynsl- unnar og bjóðið fram- kvæmdirnar út. Leitið til- boða og látið þann aðila vinna verkið, sem gerir það á hagkvæmastan hátt fyrir yður. FV mun birta að jafnaði upplýsingar um útboð framkvæmda, — og ef þér byggist bjóða út verk, kynnið yður hinar hag- kvæmu útboðsauglýsingar Frjálsrar verzlunar. I=RJAI.£3 VERZLLJIM Verzlunarmannafélag Reykja- víkur varð 75 ára á s.l. ári, og má segja, að saga félagsins hafi verið viðburðarík frá stofndegi, 1891, þegar örfáir verzlunar- og kaupmenn komu saman 1 veit- ingahúsi Þorláks Johnson við Lækjargötu og stofnuðu félagið. Fyrsti formaður var kjörinn Th. Thorsteinsson, sem var einn um- svifamesti kaup- og útgerðarmað- ur í Reykjavík um og eftir alda- mótin. Fyrstu áratugina var V.R. félag vinnuveitenda og launþega, og var megináherzla lögð á fæðslumál og skemmtanahald. Voru skemmtanir og fagnaðir V.R. oft á tíðum viðburðir ársins í hinu fábreytta skemmtanalífi Reykvíkinga þeirra tíma. Þekktir borgarar úr kaupsýslustétt höfðu forystuna í málefnum félagsins og settu sinn svip á starfsemina. Félagsmenn voru nokkur hu.ndr- uð og héldu vel hópinn. BREYTINGAR Um og eftir seinni heimsstyrj- öldina 1939—1945 verður vart þeirra breytinga, sem leiddu til skiptingar félagsins í hreint laun- þegafélag árið 1955. Á þessum árum tekur launþegum við verzl- unar- og viðskiptastörf að fjölga mjög, og áhugi þessa fólks beind- ist æ meir að kaupgjalds- og hags- munamálum sínum. Lengi var reynt að leysa þessi mál í bróð- erni innan félagsins, en árið 1955 var svo komið, að leiðir hlutu að skilja, félagslega séð; launþegar sameinuðust í eitt félag, ogvinnu- veitendur skiptust í sérgreinafé- lög viðskipta- og atvinnulífsins. Af hálfu launþeganna hafði for- ystu um þessi skipti þáverandi formaður V.R., Guðjón Einarsson, sem leysti þetta vandasama mál með mikilli prýði. AUKIN STARFSEMI Nú hefur V.R. starfað sem launþegafélag eingöngu í 12 ár, og hafa orðið ýmsar breytingar á högum þess og starfsemi. Fyrir 10 árum voru um 1200 fé- lagar í V.R., en nú er féiags- mannatalan um 4000 manns (3940 pr. 31/12 1966). Orsakir fjölgun- arinnar eru margþættar, en hin- ar helztu eru: 1. Efling viðskipta- og þjón- ustuþáttarins í íslenzku efnahagslífi. 2. Víðtækari samningsgerð við einstaka hópa vinnu- veitenda, sem hafa verzl- unar- og skrifstofufólk í þjónustu sinni. 3. Aðildarskylda. 4. Efling félagsstarfseminn- ar og sambærilegur árang- ur í kjarabaráttunni oghjá öðrum stéttarfélögum. 5. Viðurkenning á stöðu verzlunar- og skrifstofu- fólks innan launþega- hreyfingarinnar. 6. Og síðast, en ekki sízt: Aukinn áhugi verzlunar- og skrifstofufólks fyrir að- ild að V.R. og þeim stofn- unum, sem félagið hefur barizt fyrir og stofnað, eins og t. d. lífeyrissjóði verzlunarmanna, atvinnu- leysis- og tryggingarsjóði o. fl. Félagar í V.R. skiptast svo til jafnt milli kynja. Þeir eru mjög ungt fólk. Við árslok 1965 voru 10.3% félaga 20 ára og yngri; 54.1% voru á aldrinum 21 til 40 ára; 29.5% voru á aldursskeiðinu 41 til 60 ára, og 6.1%voru 61 árs og eldri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.