Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 40
FRJÁLS VERZLUN
4D
Hópferðir
Einstaklingsferðir
Farmiðasala
Kaupstefnu-
og
sýningaþjónusta
Orugg og góð ferðaþjónusta
FERDASKRIFSTOFAN
SAGA
INGÓLFSSTRÆTI, REYKJAVÍK
SÍMAR 17600 OG 17560
SKIPAGÖTU 13, AKUREYRI
SÍMI 12950
Vélar - tækni/
Gataspjöld: túlkun mann-
legrar hugsunar fyrir
vélræna úrvinnslu tölvunnar
Bandaríska raanntalsskrifstofan
byrjaði fyrst að nota gataspjöld.
Má rekja rætur þessarar nýjungar
aftur til ársins 1880, en það ár fór
tíu ára manntal fram, lögum sam-
kvæmt. Um þetta leyti varð mikil
mannfjölgun í Bandaríkjunum
vegna fjölda innflytjenda og inn-
limunar nýrra ríkja. Krafðist
manntalið því mikillar vinnu, þar
eð upplýsingar um hvern ein-
stakan íbúa voru handskrifaðar á
sérstakt spjald. Spjöldunum þurfti
síðan að raða niður eftir stafrófs-
röð, atvinnu, aldri, lögheimili o. fl.
Þar næst voru spjöldin talin, og
var nauðsynlegt að raða þeim
aftur og aftur, unz telja mátti,
að kerfið væri sem réttast. Þannig
unnu menn úr 50 milljónum
spjalda. Líkurnar á villum voru
miklar, þrátt fyrir allt erfiðið.
Á árinu 1885 var lokið við að
færa manntalið frá 1880 inn á
spjöld, og var það þá tilbúið til
röðunar. Höfðu þá liðið fimm
ár frá því, að það var tekið, og
var mönnum nú ljóst að beita
yrði nýjum aðferðum, ef fullgera
mætti þetta manntal, áður en
hið næsta hæfist.
VÍSIR AÐ GATASPJÖLDUM.
Árið 1887 var vinnan við mann-
talskýrslurnar frá 1880 komin á
lokastig. Um það leyti hafði einn
af reiknimeisturum manntalsstofn-
unarinnar, dr. Hermann Hollerith,
gert frumdrög að úrvinnslu gagna
næsta manntals.
Aðferð hans var sú, að skrá
upplýsingar þversum á pappírs-
strimla. V o r u upplýsingarnar
SKÝRSLUTÆKNI IBM
Frjáls verzlun mun framvegis birta greinar
eða greinaflokka um ýmis efni, er varða skrif-
stofustjórn. Fyrsti greinaflokkurinn fjallar um
IBM-skrifstofuvélatœknina, sem óðum ryður sér
til rúms. Hefur of lítið verið ritað um þetta efni
á íslenzku. Alls eru greinarnar fimm í þessum
flokki, en hin fyrsta tekur til meðferðar forsögu
þessa kerfis og fjallar um það almennt.