Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Side 43

Frjáls verslun - 01.08.1967, Side 43
FRJÁLS VERZLUN 43 um yrði ég a. m. k. ekki í þing- ílokki. En sem betur íer tel ég engar líkur á. að til slíks muni koma. SKIPULAGSBREYTING A.S.t. F.V.: Hver er tilgangurinn með skipulagsbreytingu A.S.Í.? HANNIBAL: Auðvitað er hann sá að leita þeirra skipulagsforma, sem geri hreyfinguna í heild sterk- ari og starfhæfari og svari betur kröfum tímans miðað við þá þró- un íslenzks atvinnulífs, sem átt hefur sér stað á seinni árum og áratugum. í öndverðu var bein aðild sér- hvers verkalýðsfélags allsráðandi í skipulagi Alþýðusambandsins. Á seinni árum hafa orðið tilnokk- ur fagsambönd stéttarfélaga. Sum þeirra eiga beina aðild að Al- þýðusambandinu — önnur ekki. Má segja, að réttarstaða lands- sambandanna í A.S.Í. sé sitt með hverju móti. Auk þess hefur svo haldizt bein aðild fjölda margra smárra og stórra, og á ýmsan hátt gjörólíkra stéttarfélaga. Með fyrirhugaðri breytingu er smástefnt að beinni aðild fagsam- banda, er öll hafi sömu réttindi innan heildarsamtakanna. I þá átt hefur þróunin fyrir löngu leit- að í nágrannalöndum okkar. Alþýðusambandsþingin voru orðin svo fjölmenn, að þau voru í sumu lítt fær um að leysa fé- lagsleg vandamál — og einnig óhemju dýr. — Miklu fremur voru þau orðin pólitískur vígvöll- ur stjórnmálaflokkanna. — Þau hafa verið haldin annaðhvort ár. Nú er fyrirhugað, að þau verði miklu fámennari og aðeins hald- in fjórða hvert ár. Sérþing fag- sambandanna munu svo sennilega haldin annaðhvort ár, og þau munu kryfja vandamál starfs- greinanna til mergjar. Með hinu fyrirhugaða skipu- lagi verða samningamálin áhönd- um færri aðilja en áður: þ. e. sambandanna í stað hvers íélags samkv. gildandi vinnulöggjöf. Stærri einingar eru líklegri til þess að gefa aukin styrkleika, eða það vonum við a. m. k. Nú er ekki óalgengt, að á ein- um og sama vinnustað séu fé- lagsmenn úr þremur, jafnvelfjór- um stéttarfélögum. Engin vissa er fyrir því, að þau eigi í kjara- samningum eða lendi í vinnudeil- um samtímis. Slíkt getur skapað atvinnufyrirtækjum mikla óvissu og valdið truflunum hvað eftir annað. Hver stöðvunin gæti rek- ið aðra. Á þessu og mörgu öðru von- umst við til að geta ráðið bót, ef tillögur þær til gjörbreytts skipu- lags, sem nú eru á döfinni, verða samþykktar á framhaldsþinginu í haust. í HAUST. F.V. Hvað hyggjast verkalýðs- íélögin fyrir í haust? Verða settai fram auknar kaupkröfur? — Ef svo, dlítið þér þá, að efnalrags- lífið þoli slíkt vegna slœmrar af- Hannibal Valdimarsson: „ef syo fœri, að einhverjir af þing- mönnum Alþýðubandalagsins stuðl- uðu að því, beint eða óbeint, að ógilt vœri löglegt kjörbréf einhvers af þingmönnum Alþýðubandalags- ins, vœri eining Alþýðubandalagsins rofin. Með slíkum mönnum yrði ég a.m.k. ekki í þingflokki." „eftir langvarandi góðœri afla- uppgripa og síhœkkandi verðlags, cettu framleiðsluatvinnuvegir okkar að standa með blóma og geta borið hœrra kaupgjald. Kröfur verða því óefað bornar fram," „Með góðu samstarfi sterkustu þjóðfélagsaflanna verður öllum erf- iðleikum rutt úr vegi."

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.