Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 45

Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 45
FRJÁLS VERZLUN 45 Kennedy-viðræðum GATT er lokið. Voru samningar um tolla- lækkanir þær, sem samið var um í viðræðunum, undirritaðir í Genf hinn 30. júní s.l. 50 lönd, sem fara með 80% heimsverzl- unarinnar, tóku þátt í viðræðun- um. Takmark Kennedy-viðræðn- anna var að semja um 50% gagn- kvæma tollalækkun. Á mörgum vörutegundum náðist svo mikil tollalækkun, en á öðrum var samið um minni tollalækk- anir. Til jafnaðar nam tolla- lækkunin á iðnaðarvörum rúm- lega 30%. En á landbúnaðar- afurðum og fiskafurðum var tollalækkunin mun minni. Olli það landbúnaðar- og sjávarútvegs- ríkjunum miklum vonbrigðum, hversu lítill árangur náðist á því sviði. En enda þótt ekki hafi náðst með Kennedy-við- ræðunum eins mikill árangur og stefnt var að í upphafi, var meiri árangri náð af þessumtolla- viðræðum en af nokkrum öðr- um viðræðum um tollalækkan- ir, sem -fram hafa farið á vegum GATT áður. Vegna beztu- kjara ákvæða GATT-sáttmálans munu öll aðildarríki GATT njóta góðs af tollalækkunum þeim, sem samið var um í Kennedy-viðræð- unum. Kennedy-viðræður GATT eru kenndar við Kennedy heitinn, Bandaríkjaforseta. Er markaðs- bandalögin í Evrópu. Efnahags- bandalagið og EFTA, höfðu starf- að um hríð og samið um tolla- lækkanir, sáu Bandaríkjamenn nauðsynina á því að gera einnig ráðstafanir til þess að lækka tolla í viðskiptum milli Evrópu og Ameríku. Því var það, að Ken- nedy heitinn, Bandaríkjaforseti, beitti sér fyrir setningu hinna svonefndu “Trade Expansion Act“-laga árið 1962. En það voru lög, sem heimiluðu Bandaríkja- stjórn að semja um allt að 50% gagnkvæmar tollalækkanir á 5 ára tímabili. Lögin heimiluðu Bandaríkjastjórn einnig að semja Viðræðunum lokið: Michael Blumenthal faðmar kandíska sendilierrann í París. ~fcllala>kkanirnar - Akretf atf Akrefi 1944 Bretton Woods-fundurinn stuðlar að aukningu viðsldpta meS gengisskráningu og auðveldun fjármagnshreyf- inga. 1947 GATT afnemur viðskiptahömlur og hefur alhliða tolla- viðrœður. Sjötíu þjóðir, sem annast 80% heimsviðskipt- anna, eru nú meðlimir. 1951 Stofnaður sameiginlegur markaður fyrir evrópska kola- og járriframleiðslu. 1956 4% tollalœkknanir samþykktar eftir GATT-viðrœður í Genf. 1957 Sex þjóðir stofna Efnahagsbandalag Evrópu. 1960 Bretland og sex aðrar þjóðir stofna Fríverzlvmarbanda- lagið (EFTA). — Stefnt er að afnámi tolla á iðnaðar- vörum fyrir lok ársins 1968. 1962 Árangur Dillon-viðrœðna GATT verður sá, að ákveðið er að lœkka tolla um 5%. Bandaríska þingið samþykkir að hefja Kennedy- viðrœðumar, sem stefna að 50% lœkkun tolla. 1966 Tollfrjáls bílaviðskipti milli Bandaríkjanna og Kanada. 1968 Fyrstu tollalœkkanimar, sem samþykktar voru í Kennedy-viðrœðunum, gangi í gildi.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.