Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 49
TOKYOF FRJÁL.S VERZLUN 49 Fyrir þremur árum keypti nýt.t félag, íslenzk árbók h.f., útgáfu- Auglýsingar - kynningarsförf/ réttinn og hefur gefið út tvær bækur, árin 1965 og 1967. Skortur á skipulagningu auglýsingstarfsemi - handahófsvinnubrögð uppskera ónógan árangur Bókin hefur nú tekið stakka- skiptum frá því, sem áður var, — bæði að því er varðar efni og útlit. Af efni ’67 bókarinnar má nefna ítarlega yfirlitssögu um þjóðar- hagi; skrá yfir opinberar stofn- anir hérlendis; getið er um þær erlendar .stofnanir og samtök, er ísland er aðili að; taldir eru upp sendifulltrúar og ræðismenn Is- lands erlendis, svo og erlendir sendimenn hérlendis. Þá er að finna í bókinni skrá yfir íslenzk fyrirtæki, en fyrirtækjunum er bæði raðað eftir stafrófsröð og eins eftir atvinnugreinum. Er að þessu mikið hagræði, ef erlendu’’ kaupsýslumaður vill ná sambandi við íslenzk fyrirtæki á einhverju sérstöku sviði. Einnig er getið handhafa pósthólfa á Reykjavík- ursvæðinu, símnefna, telexhafa o. fl. Síðast, en ekki sízt, er þarna að finna íslenzku tollskrána. Bók- in er um 300 blaðsíður, smekklega prentuð á fallegan pappír. Ýmsar litmyndir prýða hana. í sambandi við bókina er starf- rækt upplýsingaþjónusta, sem leitast við að svara þeim spurn- ingum, sem upplýsingaþjónustunni berast. Hafa útlendingar notað sér þetta í ríkum mæli. Forráðamenn íslenzkrar árbók- ar h.f. segja, að undirtektir hafi verið góðar og sala farið fram úr öllum vonum. Er nú verið að vinna að ’68. útgáfunni. Áœtlað er, að íslendingar eyði 190—200 viilljónum króna árlega í auglýsinga- og kynningarstarf- semi.1) Eru þetta 1000 kr. á hvern íbúa, og má ýmislegt gera fyrir minna. Hins vegar er það skoðun sér- fróðra manna, að mikill hluti þessa fjár fari til spillis, ef ein- göngu er litið á beinan árangur auglýsinganna. Telja þessir menn, að ein ástæðan sé fákunnátta um auglýsingar, en þó öllu meir rnis- skilningur á eðli og gildi augiýs- inga. Skilningur, misskilningur. Það er alveg rétt, að íslenzkir kaup- sýslumenn hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir nauðsyn og áhrifa- mætti auglýsinga. Hins vegar vantar mikið á þann skilning, að auglýsingar séu í rauninni fjár- festing, sem verði að íhuga og rannsaka vel, áður en út í hana er lagt. Stæði íslenzk auglýsinga- menning mun hærra, ef menn áttuðu sig betur á þessu. Vandamálið. Vandamál ís- lenzkra auglýsinga er þess vegna ekki það, að menn eyði of litlu fé í auglýsingar eða vilji ekki ná fullum árangri, — heldur er vand- inn fyrst og fremst misskilningur, vankunnátta og auglýsingaþreyta, sem stafar af betli og ölmusum. i) Þessi tala er byggð á heildar- kostnaði auglýsinga í dagblöð- um, útvarpi o. fl. Einnig eru önnur lönd höfð til hliðsjónar, t.d. Danmörk. I Bandaríkjunum fara 2.25% þjóðarteknanna í auglýsingar, en i Japan 1.56%. Betl. Ýmsir forráðamenn fyrir- tækja þjást af auglýsingaþreytu, en ástæða þeirrar þreytu eru hinir mörgu, áköfu og áhyggjufullu útsendarar og auglýsingasmalar ýmissa dauðvona smárita. Er ágangurinn mikill og nálgast plágu. Kaupa góðgjarnir menn sér stundum frið, en mega alls ekki um auglýsingar hugsa, meðan nokkurt lát er á ásókninni, enda er gott að gleyma illu. Þannig hefur þetta fólk komið „ölmusu- orði” á allar auglýsingar, og stendur þetta réttum skilningi á auglýsingum mikið fyrir þrifum. Góðgerðastarfsemi og auglýsingar er tvennt ólíkt. Auðvitað auglýsa menn lang- oftast þar, sem þeir vita, að aug- lýsingin nær mestum árangri. Málinu er einfaldlega þannig hátt- að, að árangurinn gæti verið mun meiri, ef vissra atriða væri gætt. Missrœmi. Oft er auglýsingin þannig, að ekki er talin þörf á að leita til auglýsingateiknara. En ef leitað er til auglýsingateiknara, er það hald manna, að teikn- arinn sé eins konar undramaður, sem geti leyst öll vandamál með einu blýantsstriki. Ekki skal lasta stétt teiknara, en bæði auglýsir.ga- teiknarar og aðrir kunnáttumenn um þessi mál vita, að í flestum tilfellum er það svo, að mynd, teikning og falleg uppsetning er einungis til þess að vekja uthygli lesandans á umrœddri auglýsingu. Þegar athyglin er vakin, er það textinn og efni auglýsingarinnar, sem hafa endanleg áhrif á les- andann. Þessu verður að gefa frekari gaum, því að oftast nær er það svo í íslenzkum auglýsing- um, að mynd, teikning og útiit bera textann ofurliði. Áhrifin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.