Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 56
56 FRJALS VERZLUN samgöngum og vaxandi samskipt- um landa í milli, enda er tilgang- urinn að jafnaði hinn sami.. Hér á Islandi er félagafrelsi í lög leitt með 73. gr. stjórnarskrárinnar, sem heimilar mönnum að stofna félög í sérhverjum löglegum til- gangi. Frá þeim sjónarhóli má segja, að hlutverk löggjafarinnar um hlutafélög sé einkum að tryggja, að menn misnoti ekki þetta frelsi með því að hagnýta slík félög til að afla sér órétt- mæts ávinnings á kostnað ann- arra, félaga sinna, lánardrottna eða viðskiptavina. Þetta er að sjálfsögðu mikilvægt, enda fylgir það hverju félagi, að ábyrgð og áhætta breytist frá því, sem er, þegar einstaklingur á í hlut. Hiut- verk löggjafarinnar er þó um leið og ekki síður að tryggja, að til sé einfalt og traust félagsform, sem hentugt sé til athafna á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins. Það skiptir án efa miklu máli um hagkvæman rekstur þjóðarbús- ins, að mönnum sé gert það að- gengilegt formsins vegna, að stofna og reka félög með höfuð- einkennum hlutafélaga á heil- brigðum grundvelli. Það er meginatriði í skipulagi hlutafélaga, að með þeim er stofnaður sampersónulegur rétt- araðili, sem fær eftir atvikum sjálfstæða aðild að þeim eignum, sem til hans eru lagðar, og á ekki formlega tilveru sína undir því, hvort mannaskipti verða í hópi hluthafa, nema sérstaklega sé ráð fyrir því gert. Jafnframt er svo búið um eignarheimildir hluthaf- ans, að hann geti ráðstafað hlut sínum í félaginu á auðveldan hátt, ef því er að skipta, nema sérstakar hömlur séu við því lagðar. Hlutabréfin geta gengið manna í milli, en félagið er hið sama að formi eftir sem áður. Á þessum grundvelli er kleift að safna saman tiltölulega miklu fjármagni á eina hönd frá mörg- um aðilum til framkvæmda, sem hverjum einstökum yrðu um megn. Þessi sjónarmið urðu ráð- andi um stofnun hinna upphaf- legu hlutafélaga, sem eiga þann- ig samstöðu með almenrnngs- hlutafélögum nútímans. Það var snemma viðurkennt, að eðlilegt væri, þar sem svo margir aðilar væru saman komnir, aðtakmarka ábyrgð hvers og eins á skuld- bindingum félagsins við þann hlut, sem hann hefði lagt fram til starfseminnar. Hlutafé félags- ins yrði sá sjóður,sem lánar- drottnum þess bæri að halda sig að. Það kom einnig í ljós smám °aman, að full þörf gæti veriff á því að heimila þessa takmörkun ábyrgðarinnar, jafnvel þótt hluta- fé félagsins væri aðeins í hönd- um fárra manna, sem sjálfir tækju þátt í rekstri þess. Hin svonefndu fjölskylduhlutafélög og ,,eins manns hlutafélög“, sem sáu dagsljósið á síðustu öld, hafa því einnig unnið sér rétt í hópi hlutafélaga að þessu leyti. Að sjálfsögðu skilur margt á milli hinna fjölmennu hlutafé- laga, þar sem framsali á hluta- bréfum eru litlar eða engarskorð- ur settar (opin hlutafélög), og hinna smærri hlutafélaga, sem stofnuð eru af fáum aðilum, er áskilja sér forkaupsrétt hver að annars hlutum eða gera framsal þeirra háð samþykki félagsstjórn- ar. Allur þorri hlutafélaga hér á landi er af síðara taginu, sem kunnugt er. f mörgum hlutafé- lagalögum eru dregin ákveðin mörk milli þessara tveggja fé- lagategunda, og eru þá strangari aðhaldsreglur settar um hina fyrrnefndu. Er það eitt af því, sem athuga þarf, hvort hið sama skuli reynt hér. Alla vega er ljóst, að löggjöfin þarf að henta báðum. NOKKUR ENDURSKOÐUNARATRIÐÍ. Hér er ekki kostur að gera því teljandi skil, hvað helzt komi til álita við endurskoðun hlutafé- lagalaganna frá 1921. Nefna má til, að ákvæði laganna um fjár- mál félaganna eru að ýmsu leyti ófullkomin, t. d. varðandi upp- lýsingaskyldu og ábyrgð stofn- enda og fyrirsvarsmanna félags- ins, verðlagningu og greiðslu hlutafjárframlaga, gerð reikninga og birtingu þeirra. Þegar um er að ræða hlutafélög með almennri þátttöku, eru þessi atriði enn mikilvægari en ella. Þess er þó að gæta, að mögulegt kann að verða að leysa sum vandamál al- menningshlutafélaganna í þessu efni utan laganna sjálfra. Það er grundvallarskilyrði fyrir framtíð þessara félaga hér á landi, að komið verði upp verðbréfamark- aði, þar sem greiður aðgangur verði til umsetningar á hlutabréf- um þeirra. í lögum um Seðla- banka íslands frá 1961 er bank- anum veitt heimild til að setja á stofn slíkt kaupþing. Þegar sú stofnun kemur til, munu starfs- reglur hennar taka við, þar sem lögunum sleppir, gagnvart þeim félögum, sem skrá vilja hlutabréf sín á markaðinum. Einnig má nefna, að ákvæði skortir í lögin um samstæður hlutafélaga, þar sem eitt íélag, móðurfélagið, á verulegan hluta hlutabréfa í öðru dótturfélagi sínu, einu eða fleirum. Af slíkum tengslum geta stafað ýmis vanda- mál, sem reyna má að leysa með lögum. M. a. er það víða gert að skilyrði, að við árlegt uppgjör sé lagt fram sameiginlegt reiknings- yfirlit fyrir öll félögin, þannig að hluthafar hvers um sig eigi kost á upplýsingum um heildarhag samstæðunnar. Einnig þarf að fjalla um það nánar en gert er í lögunum frá 1921, hversu með skuli fara, þar sem eitt félag eign- ast öll hlutabréfin í öðru. Víða eru dótturfélög starfrækt sem sjálfstæð fyrirtæki, þótt svo standi á. Á það hefur oft verið bent, að ákvæði skorti í lögin um vernd minnihlutans í hlutafélögum. Æskilegt er, að gera því máli skil. í þessu sambandi ber að minna á þá reglu laganna, að enginn einstakur hluthafi geti farið með meira en 1/5 hluta allra atkvæða í félaginu. I þessu er að sjálfsögðu fólgin nokkur vernd fyrir minnihlutann, og í mörgum félögum er æskilegt. að hafa slíka takmörkun eða aðra enn frekari. í öðrum félögum getur það hins vegar orðið til trafala, og er ástæða til að at- huga, hvort rétt sé að halda í þetta sem skilorðslausa reglu. Má minna á það, að ríkinu, sveitar- félögum og samvinnufélögum hef- ur nýlega verið veitt undanþága frá reglunni með breytingu á lög- unum. Um stjórn hlutafélaga er m. a. rétt að taka til athugunar, hvort halda beri í það skilyrði laganna, að allir stjórnendur skuli jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.