Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 62

Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 62
FRJÁLS VERZLUM 62 NOREGUR Framh. af bls. 10. áfram að aukast og dafna í fram- tíðinni. Og við frjálsa heims- verzlun og gjaldeyri þurfum við ekki heldur að hafa áhyggjur af viðskiptajöfnuði hvers einstaks lands. Þá geta menn selt, þar sem markaðskjör eru hagstæðust, og keypt, þar sem þeim falla gæði, snið og aðrar aðstæður bezt. NORRÆNT FRÍVERZLUNAR- BANDALAG. Nú er því þannig varið, að ís- lendingar hafa haldið sig utan þeirra viðskiptabandalaga, sem mynduð hafa verið í Evrópu, en Noregur hefur hins vegar verið meðlimur EFTA frá stofnun þess. Tvímælalaust hefur þetta hamlað viðskiptum milli landa okkar. Ég þykist vel skilja, að hin nýju við- horf markaðsmálanna hafa valdið fslendingum miklum áhyggjum, og hér er þeim mikill vandi á höndum, en ég vona, að takist að finna einhverja þá lausn, sem set- ur okkur við sama borð. í þessu sambandi vil ég taka fram, að það er ekki sízt vegna þessarar góðu reynslu, að norska Stórþing- ið hefur nú nýlega samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að endurnýja umsókn Norðmanna um þátttöku í Efnahagsbandalag- inu. Einhver athyglisverðasti ár- angur samvinnunnar í EFTA er, að viðskipti skandinavísku þjóð- anna þriggja hafa aukizt mun meir en viðskiptin við aðrar þjóð- ir bandalagsins. Norrænt fríverzl- unarsvæði, sem svo mjög hefur verið rætt um, er nú fyrir hendi í stærri heild. Nú vantar einung- is rödd fslands til þess, að hinn norræni kór sé fullskipaður. Þeg- ar eða ef íslendingar hefja þátt- töku, verður það hinn mesti hvati viðskipta milli þjóða okkar beggja. FRÁ RITSTJÓRN Tímaritið FRJÁLS VERZLUN hefur nú verið gefið út á þriðja áratug. Þennan langa útgáfutima á ritið að þakka þeim ágcetu mönnum, er hvorki spöruðu tíma né erfiði til þess, að það mcetti halda áíram göngu sinni. Er starf þessara manna þeim mun þakkarverðara fyrir þá staðreynd, að mest var unnið í frístundum og af fórnfýsi fyrir góðan málstað, enda hefur ritið ávalit verið „trútt sínum titli", og svo mun verða enn. Með vexti verzlunar og viðskipta hefur þörfin aukizt fyrir rit um þessi efni, — rit, sem ekki vœri að mestu unnið í tómstundum eða einskorðað við eitthvert einstakt félag eða samtök, — heldur rit. sem veitti góða heildaryfirsýn yfir verzlunar-, viðskipta- og efna- hagsmál: starfaði á breiðum grundvelli og bœri hags- muni verzlunarstéttarinnar í heild fyrir brjósti. Hin smcerri tímarit á verzlunar- og viðskiptasviðinu hafa ekki verið þess megnug að gerast slíkur vettvang- ur verzlunarinnar og viðskiptalífsins, bœði vegna smœðar sinnar og oft ólíkrar afstöðu til ýmissa dcegur- mála, — en að því hlaut að koma fyrr eða síðar, ac út yrði gefið blað, sem nceði til allra þeirra, er við viðskipti fást og starfa: þeirra málgagn og málsvari. FRJÁLSRI VERZLUN, sem nú er gefin út í nýrri mynd. er cetlað að verða slíkt rit. Að miklu er stefnt, en leiðin eigi greiðfœr. Er það þó von þeirra, sem að blaðinu standa, að settu marki verði náð með aðstoð og sam- vinnu þeirra, er í viðskiptalífinu starfa. Megi blaðið verða verzlunarstéttinni og heilbrigðum viðskiptahátt- um til nokkurra heilla.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.