Frjáls verslun - 01.09.1967, Side 13
FRJÁLS VERZLÚN
ra
VIÐSKIPTAHEIMURINN
Egyptaland er í rauninni gjaldþrota. Lokun Súez-skurðar kostar
um 750 þúsundir dala á dag. Tefur lokunin birgðaflutninga Rússa til
ARABALÖND Norður-Víetnam.
Nasser, hinn slyngi stjórnmálarefur, sem sagði af sér sem forseti
Egyptalands eftir ófarir Araba í styrjöldinni við ísraelsmenn og tók
síðan aftur við embætti fyrir þrábeiðni stuðningsmanna siima, hefur
nú enn sýnt, að honum er ekki fisjað saman. Gerð var byltingartilraun,
þar sem átti að steypa Nasser af stóli, en hann brást hart við, og mega
nú allir vita, að Nasser leiðist ekki stórlega í embættinu, úr því að
hann hafði svo snör handtök, þegar það var í hættu.
-4»
Af fjórtán skipum, sem urðu innlyksa við lokun Súezskurðar, voru
ÁSTRALÍA fjögur hlaðin áströlskum og ný-sjálenzkum eplum og perum. Alls voru
þetta 750 þúsimd tonn. Ákvörðunarstaður Bretland. Þetta hefur ásamt
lélegri uppskeru hækkað ávaxtaverðið. Kassinn af áströlskum eplum,
sem nú eru flutt með skipum fyrir Góðvonarhöfða, er helmingi dýr-
ari en á s.l. ári.
-4»
Bandaríska bankasambandið hefur látið fara frá sér skýrslu, þar
sem það er fullyrt, að staða dollarans fari versnandi. 30 billjón dollara
fjárhagshalli er nú fyrirsjáanlegur.
Stríðið í Víetnam. Álitið er, að einungis 13% bandarísku þjóðar-
innar séu ánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í Víetnam-stríðinu. Tal-
BANDARÍKIN ið er, að 75% Bandaríkjamanna séu óánægð með framvindu mála í
Víetnam. Aðalóánægjuefnið er það, að styrjöldin sé of kostnaðarsöm
og sé þannig dragbítur á umbætur heima fyrir. Einnig eru margir
fjarskalega gramir út í Suður-Víetnama, þar eð svo virðist sem þeir
treysti algerlega á aðstoð Bandaríkjamanna. Ekki hjálpar það upp á
sakirnar, að stjórninni í Saigon hefur oft verið borin stjórnmálaspilling
á brýn.
Aldrei hefur Johnson forseti notið jafnlítilla vinsælda og nú.
Repúblíkanar búa sig nú undir næstu forsetakosningar. Fylgi
Reagans vex eftir óeirðirnar í Detroit. Styrkur Romneys er álíka og
áður. Óljós afstaða hans til Víetnamstyrjaldarinnar skaðar hann. Þá
hendir það hann of oft að missegja sig eða þá, að hann talar hreinlega
af sér. Efast sumir um greind Romneys. Hitt dregur enginn í efa, að
hann er hlaupagikkur mikill. Fylgi Nixons (43%) er svipað og fylgi
Romneys (44%). Rockefeller sækir og á. Þrátt fyrir skilnað sinn er
hann mjög virtur stjómmálamaður í heimalandi sínu.
Verkföll hafa orðið í bandaríska bílaiðnaðinum.
Skattar hafa verið hælckaðir.