Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 15

Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 15
15 ALDREI DFBRÝNT FYRIR MÚNNUM AÐ TRYGGJA SEGIR BALDVIN EINARSSDN í ALMENNUM TRYGGINGUM Baldvin Einarsson. Vegna brunans mikla á dögunum og orðróms um, að ákveðnir aðilar hafi orðið fyrir milljónatjóni, sneri F.V. sér til Baldvins Einarssonar, foi'stjóra Almennra trygginga, og spurðist fyrir um ástandið í tryggingum hérlendis. B.E.: Við verðum oftlega varir við, að íslenzkir innflytjendur, sérlega þeir yngri og áræðnari, trassa algerlega að sjótryggja vör- ur sínar á leiðinni til íslands, svo og vörur, sem geymdar eru í vöru- húsum, eftir að í land kemur. Þetta leiðir auðvitað af sér sí- fellda áhættu fyrir þessa menn. Með þessu þykjast þeir græða nokkrar krónur, og víst gera þeir það, meðan allt leikur í lyndi, en óhöppin gera aldrei boð á undan sér. F.V.: Hvemig md sporaa móti þessari óheillavœnlegu þróun? B.E.: Ég er þeirrar skoðunar, að verzlunarskólar og námskeið leggi ekki nægilega áherzlu á að brýna mikilvægi trygginga fyr- ir nemendum sínum. Trygginga- félögin hafa undanfarin fjögur ár starfrækt tryggingaskóla, og eiga nú öll tryggingafélögin á mjög hæfum tryggingamönnum að skipa, ég vildi segja mjög góð- um tryggingamönnum, og því er það innflytjendum í lófa lagið að setja sig í samband við trygginga- félög sín og kynna sér, hvernig megi tryggja á hagkvæmastan hátt. En svo að við víkjum nú aftur að núverandi ástandi og ríkjandi tómlæti í þessum efnum, þá þykir mér rétt að geta þess, að bankarnir, sem hafa hönd í bagga með innflutningi, fylgjast ekki nægilega með því, að inn- flytjendur komi með staðfestingu frá tryggingafélagi, um að þeir hafi tryggt. Þetta ber þeim að gera! F.V.: Hvaða trYggingaskilmdl- ar standa íslenzkum innflytjend- um til boða? B.E.: Algengustu sjótrygginga- skilmálarnir gera ráð fyrir svo- nefndri „F.P.A.-tryggingu“. Sú trygging bætir tjón, sem hlýzt af strandi, bruna, árekstri eða al- geru tapi skips, ásamt hlutdeild í sameiginlegu sjótjóni. „F.P.A.- trygging“ bætir einnig algert tap á heilum stykkjum í út-, upp- eða umskipun. Auk þeirra tjóna, sem ,,F.P.A.-trygging“ bætir, bætir „W.A.-trygging“ þau tjón að hluta, sem stafa af sjóskaða. „All risks-trygging“ bætir allar skemmdir og öll tjón, nema þau stafi af ónógum eða lélegum um- búðum, töfum eða eðli vörunnar sjálfrar. Brot og leki bætist ekki, nema sérstaklega hafi verið um það samið. F.V.: VitiS þér, hversu mikið tjón hlauzt af brunanum í Borg- artúni d dögunum og a3 hve miklu leyti þaS lendir d íslenzk- um aðilum? B.E.: Um tjónið verður ekkert sagt á þessu stigi málsins. Það tekur nokkra mánuði að kanna öll gögn til hlítar. Hvað síðara atriðið snertir, er það að segja, að innlend trygg- ingafélög taka ekki á sig áhættu sem þessa og verður tjónið að mestu bætt með endurtrygging- um. Annars má skjóta því að hér, enda þótt það sé spurning- unni nokkuð óskylt, að innlend tryggingafélög eru farin að tryggj a töluvert sín á milli og dreifa þannig áhættunni. F.V.: Hverjar teliið þér líkleg- ar afleiðingar stórbruna sem þessa? B.E.: Ég vonast fastlega til, að ný vöruhús, sem reist kunna verða í stað þeirra, er brunnu, verði þannig útbúin, að í þeim verði sjálfvirkt slökkvikerfi, sem er þannig úr garði gert, að þegar hitastig fer yfir ákveðið mark, sprautast vatn inn í húsið. Þannig mætti e. t. v. koma í veg fyrir, að stórbruni af þessu tagi endurtaki sig í framtíðinni. — Hins vegar þykist ég vita, að óhöpp af þessu tagi hleypi nokkru fjöri í trygg- ingar manna. En slíkir atburðir vilja æði oft fyrnast, og þá byrj- ar sami sofandahátturinn. En ég vil leggja á það ríka áherzlu, að það verður aldrei ofbrýnt fyrir innflytjendum og öðrum að hafa tryggingar sínar í lagi. Það hefur nefnilega aldrei borgað sig að spara fimmeyringinn, en tapa krónunni. FILMU-SETNING OFFSETPRENTUN |ade[adel GARAMOND BLÝSATUR GARAMONO FILMUSATUR 11 PT. UPPSTÆKKAÐ 11 PT. UPPSTÆKKAD

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.