Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 16
16 FRJÁLS VERZLUN □ RÐ í TÍMA TDLUÐ mjólkursölumálin Sé því haldið fram, að almenn- ingur sé ánægður með mjólkur- sölumálin, er farið með ýkjur ein- ar. Hin miklu blaðaskrif um þau á undanförnum árum endurspegla megna óánægju alls þorra manna, — en hitt er svo aftur annað mál, hvort þessi óánægja er sanngjörn og réttlát, miðað við allar aðstæð- ur. SKOÐANAKÖNNUN. Fréttamenn Frjálsrar verzlunar létu fara fram eins konar skoð- anakönnun á vegum blaðsins. Var hringt í fjöldamargar konur á Reykjavíkursvæðinu og eftirfar- andi spurningar lagðar fyrir þær: 1. Viljið þér fá mjólk senda heim? 2. Ef svo — viljið þér þá borga 10 kr. fyrir líterinn? 3. Eruð þér ánægðar með hyrnur Mj ólkursamsölunnar ? 4. Hvað hafið þér að segja um Akureyrarumbúðirnar svo- nefndu? 5. Viljið þér láta selja mjólk í kjöt- og nýlenduvöruverzlun- um? Svörin. Allar konurnar nema þrjár vildu, að heimsendingarþjón- ustu yrði komið á, jafnvel þótt þær teldu sig ekki þurfa hennar með sjálfar, af því að „mjólkurbúðin er hérna rétt hjá“, eða „maður hefur bara gott af því að fara út í búð á morgnana“. Er konurnar voru inntar eftir því, hvort þær vildu greiða 10 kr. fyrir heimsendan lítra mjólkur, voru hálfgerðar vomur í þeim flestum. Yfirgnæfandi meirihluti sagði loks nei, nokkrar kannski, og örfáar sögðust vilja greiða þetta verð. Konurnar höfðu allar eitthvað að segja hyrnunum til lasts, og voru þær lýsingar heldur lang- orðar sumar hverjar. Vinsældir Akureyrarumbúðanna virtust skiptast nokkuð í tvö horn. Sú skipting sýndist mest fara eftir ísskáps- og fjölskyldustærð við- komandi. Konurnar voru samt all- ar sammála um það, að æskilegt væri að auka fjölbreytni umbúða; slíkt væri þjónusta við neytendur. Annars óskuðu margar kvennanna eftir fimm lítra umbúðum. Er spurt var um mjólkursölu í kjöt- og nýlenduvöruverzlunum, voru flestar því hlynntar, að henni yrði komið á, en nokkrar konur bentu á það, að ekki ætti það að vera nauðsynlegt, þar eð „mjólk urbúðin væri við hliðina á mat- vörubúðinni“. NiSurstaSan. Mönnum er það í sjálfsvald sett, hvert mat þeir leggja á þessa skyndiskoðanakönn- un blaðsins. Skoðanakönnun getur aldrei orðið greinargóð nema mik- ill undirbúningur komi til og hún verði unnin á mun vísindalegri hátt. — En ekki verður sú stað- reynd sniðgengin, að langflestar þessara húsmæðra vilja fá heim- sendingarþjónustu og aðra gerð umbúða og einnig tækifæri til þess að kaupa allar nauðsynjavörur á sama stað. Og það er ekkert, sem mælir á móti því, að þessi hópur (nálega 100 húsmæður) sé frá- brugðinn heildinni í afstöðu sinni til þessara mála, ekki sízt þegar hringt var af handahófi eftir síma- skrá, þó þannig, að reynt var að ná til sem flestra starfshópa, þ. e. farið var eftir starfi eiginmanns. MAT. í upphafi greinarinnar var engin afstaða tekin til þess, hvort megn óánægja almennings með mjólkur- sölumálin væri „sanngjörn og rétt- lát, miðað við allar aðstæður“. Þess vegna þykir rétt að reifa mál- in fyrst frá báðum hliðum. Lögum samkvæmt skal landinu skipt niður í mjólkursölusvæði, og séu fleiri en eitt mjólkurbú starf- andi á viðkomandi mjólkursölu- svæði, skal komið á mjólkursam- sölu. Stjórn hennar er skipuð af mjólkurbúum ogmjólkurframleið- endum. Óheimilt er öðrum að dreifa mjólk á svæðinu en mjólk- ursamsölunni, en þó getur mjólk- ursamsalan heimilað öðrum sölu í smásölu en eigin verzlunum. Mjólkursamsalan í Reykjavík. Samlagssvæði hennar nær frá Gils- firði til Skeiðarár. Skal hún og annast dreifingu í Vestmannaeyj- um. Samsalan erþvíekkieinskorð- uð við Reykjavíkursvæðið. Hefur samsalan einkarétt til dreifingar á þessu svæði lögum samkvæmt. Dreifir hún mjólk til 131 aðila, þar af rekur hún 65 mjólkursölur, 63 eiga aðrir aðilar, og kjörbúðar- vagnar eru 3. Á Stór-Reykjavíkur- svæðinu rekur Mjólkursamsalan 53 sölustaði, aðrir aðilar 44, og auk þess er seld mjólk í kjörbúð- arvögnum á þessu svæði. Eins og fram hefur komið, selur Mjólkursamsalan ekki sjálf alla sína mjólk, því að stjórnendur hennar hafa leyfi til þess að heim- ila öðrum að selja framleiðslu samsölunnar, ef ástæða þykir til. Hafa þeir gert þetta, og er afstaða þeirra jákvæðari en sumra starfs- bræðra þeirra úti á landi, en að því verður vikið síðar. SUNDURLIÐAÐ VERÐ A MjÓLK- URLÍTRA M.R. (AN SÖLU- SKATTS) ARIÐ 1966. Kostnaður Mjólkursamsölunnar og mjólkurbúanna .... 25.79% Til Byggingarsj óðs og varasjóða ............... 0.93% Til Stofnlánasjóðs af sölu .................... 0.55% Til Verðmiðlunarsjóðs . 1.17% Til bænda að meðtöld- um iðgjöldum til bún- aðarmála og stofnsjóða 71.56% 100.00% KOSTNAÐUR MJÓLKURSAM- SÖLUNNAR OG MJÓLKURBÚA ARIÐ 1966. Mjólkurvinnsla ......... 14.45% Flutningur til markaðs- staðar ................ 1.48% Sölukostnaður .......... 10.79% 26.72% í sölukostnaðinum er innifalinn allur kostnaður vegna dreifingar, reksturs búða. viðhalds og reksturs bifreiða, skrifstofuhalds og rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.