Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 34

Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 34
34 FRJÁLS VERZLUN SKIPULAGSMÁL sundahöfnin ATHUGUN HAFNARSTJÓRNAR. Samhliða hinu mikla starfi, sem unnið hefur verið á vegum borg- arstjórnar að aðalskipulagi borgar- innar, þá hefur á vegum hafnar- stjórnar verið unnið að athug- un á framtíðarhafnarsvæði fyrir Reykjavík. Núverandi höfn var að formi til ákveðin á fyrsta áratug aldarinnar, og hefurstöðugt verið aukið við viðlegupláss í höfninni síðan, unz nú má telja svo komið, að hið gamla og að mörgu leyti ákjósanlega hafnarstæði fullnægi ekki lengur hafnarþörfum höfuð- staðarins. Sem dæmi má nefna, að oft er erfitt að tryggja öllum skip- um afgreiðslu, sem til hafnarinn- ar leita, enda er að meðaltali yfir árið meira en eitt skip á hvert viðlegupláss í höfninni. Þá hefur enn ekki komið til framkvæmda fullkomin skipting í fiski- og verzl- unarhöfn, sem þó er mjög aðkall- andi. KRÖFUR. Til þess að uppfylla þær kröfur, sem nú eru gerðar til hafna, þarf eftirfarandi atriðum að vera full- nægt: 1. Hæfilega stórt sjávarsvæði, sem liggur vel við siglingu og er í vari eða auðvelt að verja gegn úthafsöldum. 2. Nægilegt landssvæði, þar sem bygging hafnarmannvirkja og vörugeymslna er hagkvæm. 3. Svæðið þarf að liggja vel við umferðaræðum, til þess að auðvelt sé að koma vörum til og frá höfninni með flutninga- tækjum á landi. Mikilvægt er, að framtíðarhöfn hefur verið valinn .staður, sam- hliða gerð aðalskipulagsins, þvíað á þann hátt má telja mestar líkur fyrir því, að tekizt hafi að tryggja atriði 2 og 3, sem getið er um hér að framan. Þegar fólk hugsar um hafnir, þá er algengt, að með því eigi það einungis við sjávarsvæðið og hafnarbakkann. Hin tvö atriðin, þ. e. landrými og gott vegasam- band, eru engu síður þýðingar- mikil. Með því að hugleiða, að höfn er aðeins áfangi í flutningakeðju varnings frá framleiðanda til neytanda, verður þetta hverjum manni ljóst. SUNDAHÖFNIN. Sé hið nýja hafnarsvæði, svo- kölluð Sundahöfn, athuguð með áðurnefnd atriði í huga, kemur eftirfarandi í ljós: Sigling inn á Viðeyjarsund er mjög greið. Eitt einasta sker, sem til trafala gat talizt, hefur þegar verið sprengt. Svæðið liggur í mjög góðu vari fyrir úthafsöldu, og við gerð hafnarmannvirkja á Ytra- Viðeyjarsundi er fyrirhuguð gerð hafnargarðs frá Laugarnestöngum út á Pálsflak. Lengd hafnarbakka, sem gera má í Sundahöfn frá Laug- arnestöngum inn í Grafarvog, er um 12 km. Miðað við tilboð í gerð 1. áfanga Sundahafnar er kostn- aður mjög hagstæður í samanburði við hafnargerðir hér á landi. Allt landrými austan Kleppsveg- ar, sem nú er óráðstafað, svo og land, sem e. t. v. losnar, verður tekið undir bcina eða óbeina hafn- ar.starfsemi. Á hafnarbakka og næsta nágrenni verða reistar hafn- arskemmur, bakatil opin svæði fyrir útigeymslu og þar upp af vörugeymslur, sem ýmist hugsast reknar af vöruafgreiðslum eða innflytjendum. Bak við endilangt hafnarsvæðið liggur Kleppsvegur- inn, en safngata, sem liggur eftir hafnarsvæðinu, verður tengd hon- um á fjórum stöðum. Kleppsveg- urinn veitir ,síðan mjög gott sam- band við allar aðalumferðaræðar, bæði um borgina sjálfa og ekki síður til aðalumferðaræða út úr borginni, bæði til austurs og suð- urs. Framkvæmdir við 1. áfanga Sundahafnar hófst á s.l. hausti. Samkvæmt verksamningi á fram- kvæmdum að vera lokið 1. júní 1968, og standa vonir til þess, að svo geti orðið. Hér er um að ræða 379 m lang- an hafnarbakka í Vatnagörðum, með 8 m dýpi á stórstraumsfjöru. Lengd hafnarbakkans er sú sama og samanlögð lengd Miðbakk- ans og Austurbakkans í gömlu höfninni, en við þá hefur mikill hluti kaupskipaflotans verið af- greiddur til þessa. Þá má nefna, að fyrsti vísir að iðnaðarhöfn er að rísa í Artúnshöfða, þar sem Sementsverksmiðja ríkisins hefur fengið lóð til löndunar og pökk- unar á sementi. AÐSTAÐA INNFLYTJENDA. Svo sem áður getur, verður bætt aðstaða innflytjenda fólgin í mögu- leikum til að reisa vörugeymslur í næsta nágrenni hafnarinnar. Þeg- ar eru nokkur fyrirtæki starfandi þarna, að vísu flest í bráðabirgða- húsnæði, og eitt stórt innflutnings- fyrirtæki hefur þegar hafið bygg- ingu á vörugeymslu á svæðinu. Tollvörugeymslan er og í næsta nágrenni. Þá munu innflytjendur og allir borgarbúar njóta þess hagræðis, sem leiðir af bættri aðstöðu kaup- skipaflotans. Á síðustu árum hafa orðið mjög stórstígar framfarir í flutnings- tækni, sem allar miða að lækkun á flutningskostnaði. Vegna legu landsins er hlutfallslega stór hluti vöruverðs flutningskostn- aður. Af þeim ,sökum á íslending- um að vera kappsmál, að hagnýta þessar framfarir, jafnskjótt og þær verða aðgengilegar. AFANGAR OG ÁÆTLANIR. Bygging stórfenglegra hafnar- mannvirkja tekur langan tíma. Fyrst í staðmunþessifyrstiáfangi leysa brýnustu þörfina á auknu at- hafnasvæði við höfnina vegna al- mennra flutninga. Hluti af vöru- flutningum mun áfram verða um gömlu höfnina, svo og farþega- og strandferðaflutningar. Stefnt er að því, að fiskihöfnin flytji öll í nú- verandi vesturhöfn, enda landrými þar fyrir hendi. Af öðrum brýnt aðkallaiidi verk- efnum má nefna byggingu olíu- hafnar og skemmtibátahafnar.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.