Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Side 44

Frjáls verslun - 01.09.1967, Side 44
44 FRJÁLS VERZLUN STDFNA BRETAR NYTT FRÍVERZLUNARBANDALAG7 Enn hafa Bretar barið að dyr- um Efnahagsbandalagsins og bíða þess með óþreyju, hvort þeim verði hleypt inn. De Gaulle er sagður vera við sama heygarðs- hornið. Hann kveðst ekki vilja veita Bretum inngöngu í Efna- hagsbandalag Evrópu (EBE) fyrr en þeir taka pólitíska hagsmuni Evrópu fram yfir hagsmuni sam- veldisins og Bandaríkjanna. Margar af bandalagsþjóðum Frakka í EBE, ekki sízt Benelux- þjóðirnar, eru þess mjög fýsandi, að Bretar fái aðild, og mun De Gaulle í einkaviðræðum láta í ljós mikla gremju í þeirra garð vegna þessarar afstöðu þeirra. Á þessu stigi málsins er útilokað að spá um það hvort Frökkum verði enn stætt á því að halda Bretum utan við EBE. Margt bendir þó til að ,,NON“ de Gaulle verði nú léttvægara fundið en fyrir fimm árum. Nýtt sjónarmið hefur rutt sér til rúms í Bretlandi. í fyrstu var það aðeins hugsað sem neyðarúr- ræði, ef fyki í öll skjól um inn- göngu í EBE. Nú er það rætt op- inberlega, og margir hafa orðið til að lýsa yfir fylgi við hugmynd- ina. Hún er í stuttu máli sú að mynda nýtt fríverzlunarbandalag, bar sem enskumælandi bjóðir séu í meirihluta. IÐNAÐINN ÞYRSTIR í MARKAÐI. Það er brezki iðnaðurinn, sem leggur áherzlu á inngöngu í EBE. Bretland er eitt iðnvæddasta land heims. Á móti hverjum einum starfandi manni í landbúnaði eru 12 í iðnaði. íbúafjöldinn er 54.5 milljónir, þar af búa 80% í borg- um. Sjö stórborgir og úthverfi þeirra rúma meira en helming íbúafjöldans. Brezkur iðnaður var í algjörri niðurníðslu eftir heimsstyi'jöldina síðari. Mikið átak var gert til að koma iðnaðinum á núverandi stig. Þó hefur tækni aldrei átt sér stað í jafnríkum mæli og í sumum stærstu iðnaðarríkjunum. Afleið- ingin hefur verið sú, að nokkrar iðngreinar hafa farið halloka í samkeppninni, ekki sízt viðbanda- rískan, þýzkan og japanskan iðn- að. Þetta veldur síðan atvinnu- leysi innanlands. Þegar litið er á útflutninginn, kemur í ljós, að þrátt fyrir for- ystuhlutverk í Fríverzlunarbanda- laginu (EFTA) er útflutningurinn meiri til EBE-landanna. Á árinu 1966 nam hann 19% af heildar- útflutningnum, á móti 15% til EFTA-landanna. Hvað viðkemur innflutningi til Bretlands er hið sama upp á teningnum. Ef gerð- ur er samanburður á útflutningn- um s.l. 9 ár til þessara landa, sést, að hann hefur vaxið hlutfallslega meira til EBE-landanna. Á sama tímabili minnkaði útflutningur- inn til samveldislandanna um 12%. Ástæðan er síaukin iðnvæð- ing í samveldinu. Það er ekki lengur hráefnaforðabúr, sem síð- an er séð fyrir iðnaðarvarningi. Með þessar staðreyndir í huga skyldi engan undra, þótt brezkur iðnaður æski inngöngu landsins í EBE og líti hýru auga til „heima- markaðar“ með 300 milljónir íbúa. Við slíkar aðstæður vonast iðn- rekendur og stjórnarvöld einnig til, að unnt verði að innleiða nýja Fær Wilson að koma inn......... tæknivæðingu og betra skipulag í atvinnulífinu. WILSON OG ÞVOTTAVÉL- ARNAR. Þegar kannaður er hugur brezks almennings til inngöngu, kemur í Ijós, að áhugi á henni er fjarska lítill. Sú spurning var lögð fyrir nokkra alþýðumenn, hvort þeir gætu hugsað sér eitt- hvert leiðinlegra málefni en EBE. Engum gat hugkvæmzt neitt hvimleiðara. Flestir hafa bókstaf- lega sagt enga hugmynd um, um hvað málið snýst. Það er alltof flókið og afleiðingar af aðild eru í hugum fólks fjarlægar og óviss- ar. Skoðanakannanir leiða í ljós, að ef efnt yrði til þjóðaratkvæða- greiðslu um inngöngu í EBE, mundu atkvæði falla ákaflega jafnt. í þingkosningum, sem haldnar hafa verið síðan aðild kom til greina, hefur áhugaleysi kjósend- anna gert sitt til að málið félli í skuggann í kosningahríðinni. í kosningunum gagnrýndu Verka- mannaflokksmenn íhaldsmenn fyrir undanlátssemi við hagsmuni landsins. Haft var eftir Harold Wilson: „Við höfum enga heimild til að fórna frændum vorum og vinum fyrir ímyndaðan hagnað af þvotta- vélasölu í Dússeldorf“. Margir kjósendur Verkamanna- flokksins hafa áreiðanlega kosið hann í þeirri trú, að þeir kysu gegn aðild. „En hvað um það, ég er þó alltaf 25 árum yngri en de Gaulle“ sagði Wilson, þegar hann sótti um inngöngu á ný.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.