Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERZLUN 45 NÝTT FRÍVERZLUNARBANDALAG? í mörg ár hafa farið fram við- ræður vestan hafs og austan um svokallað Atlantshafssamfélag, þ. e. víðtækt bandalag V.-Evrópu og N.-Ameríku. Hernaðar- og að nokkru leyti stjórnmálasamstarf er þegar fyrir hendi með Atlants- hafsbandalaginu (NATO). Hug- myndin er, að slík samvinna megi einnig takast á sviði viðskipta- mála og að öðru leyti tengja þjóð- irnar í þessum tveim heimsálfum fastari böndum á sem flestum sviðum. Við stofnun NATO þótti sýnt, að möguleikar yrðu í framtíðinni fyrir stofnun fríverzlunarbanda- lags aðildarríkjanna og annarra landa í Evrópu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ríkin klofnuðu á viðskiptasviðinu í tvö bandalög, en Bandaríkin og Kan- ada standa utan við þau. Með forystu Frakka í EBE og neitun um að fallast á aðild Bretlands og þar með sameiningu við EFTA, hefur hugmyndin um Atlantshafs- samfélagið horfið í skuggann und- anfarin ár. En nú hefur nýjum krafti verið blásið í hugmyndina, að vísu í mjög útfærðri mynd. Hún er sú, að Bandaríkin, Bretland, Kanada, auk Ástralíu og Nýja Sjálands, myndi nýtt fríverzlunarbandalag, sem EFTA-löndunum er síðan ætl- að að tengjast. Þá er rætt um hugsanlega aðild Japana og jafn- vel annarra iðnvæddra Asíuríkja. í grein eftir kunnan brezkan blaðamann, Anthony Lejeune, er fullyrt, að á haustmánuðum 1966 hafi verið skipuð nefnd embættis- eða tekst de Gaulle að halda honum fyrir utan EBE? manna úr hinum ýmsu ráðuneyt- um. Skyldi hún kanna möguleika á stofnun slíks fríverzlunarbanda- lags, „ef af aðild að EBE verður ekki“. Starfsemi nefndarinnar er haldið leyndri af ótta við, að hún skaði samningsaðstöðu Breta og verði vatn á myllu de Gaulle. Ekki þarf að orðlengja, hvílíkur gífurlegur iðnaðar- og viðskipta- kraftur sameinaðist í eitt ef af stofnun slíks fríverzlunarbanda- lags yrði. STIÓRNMÁLALEGA HLIÐIN. Áætlanir um hið nýja bandalag hafa einkum verið ræddar inn á við, enn sem komið er. Vitað er, að það hefur verið rætt af ýms- um áhrifamiklum hópum í við- komandi löndum. í ágústmánuði s.l. lýsti svo for- sætisráðherra Ástralíu yfir fylgi sínu við svipaða hugmynd og þá, sem hér hefur verið sett fram. Bandaríkjastjórn hefur tekið afstöðu til umsóknar Breta að EBE og er fylgjandi henni, en margir gamlir stuðningsmenn At- lantshafssamfélagsins kvíða henni við núverandi aðstæður. Þeir ótt- ast, að de Gaulle takist með þvi að neyða alla Evrópu til að taka upp andbandaríska stefnu og hún muni þannig fjarlægjast á ný. Kanadaförin í sumar varð enn til að sanna óbilgirni hans og sann- færa menn um þetta. Stuðningsmenn bandalagshug- myndarinnar benda á, að fáar þjóðir eigi sér meira sameigin- legt en þær, sem ætlað er að mynda kjarna bandalagsins. Sam- eiginleg tunga þeirra og menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.