Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.01.1968, Qupperneq 6
6 FK'JÁLS verzlun AF ERLENDUM VETTVANGI Uppreisnin gegn Velferðarríkinu Kunnur bandctrískur hagírœðipróíessor, dr. Arthur Kemp, flutti nýlega fyrirlestur í Frakklandi um bandarískar velferðarríkis- hugmyndir og benti á að famkvœmd þeirra, með gífurlegum tilkostnaði, hafi síður en svo lœgt öldur bandarísks þjóðlífs. f ræðu, sem þáverandi forseti Bandaríkjanna repúblíkaninn Her- bert Hoover hélt, komst hann m. a. svo að orði: „Eitt af elztu og göf- ugustu markmiðum, er maðurinn hefur sett sér, er að útrýma fá- tæktinni. Með fátækt á ég við fólk, sem er reiðubúið til starfa en þjáist sakir vankunnáttu, nær- ingarskorts og kulda og óttast ell- ina. Við hér í Ameríku erum nær endanlegum sigri yfir fátæktinni, en nokkurt annað land í sögu mannkynsins.“ Þessi orð mælti forsetinn árið 1928. Þrjátíu og sex árum síðar sagði annar Banda- ríkjaforseti: „Það hefur ekki ver- ið erfiðislaust að finna hina réttu leið fram á við. En við höfum þó aldrei misst sjónar á takmarkinu . .. fullum sigri. Þess er nú fanð á leit við þingið, að það leggi grundvöll almennrar velmegunar í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Núverandi auðlegð okkar er mæli- kvarði á það, í hve ríkum mæli við höfum uppfyllt skyldur okkar. En skorað er á þingið að láta ríkj- andi velmegun ná til allrar þjóð- arinnar.“ Þannig komst Lyndon B. Johnson forseti, að orði í erindi er hann flutti Bandaríkjaþingi um fátækt 16. marz 1964. Báðar tilvitnanirnar eru ágæt dæmi um það, hversu auðvelt er að slá pólitískan gjaldmiðil úr við- kvæmum vandamálum með eld- heitum en almennum yfirlýsing um. Þó þarf enginn að efast um einlægni forsetanna tveggja og góðan tilgang þeirra. Fátækt er ekki nýtt fyrirbæri. Allar fram- farir mannkynsins eru árangur baráttunnar gegn fátækt og skorti — skorti í þeim hagfræðilega skilningi að það sé ætíð ríkjandi skortur á efnislegum gæðum mið- að við þarfirnar hverju sinni. Þó er mikill munur á ,,fátækt“ ársins 1899, „fátæktinni“ 1928 og „fá- tækt“ 1968, hvort sem litið er a hana afstætt eða í heild. Það er næstum ógjörningur að skilgreina nákvæmlega hvað fátækt er. Sjáift er orðið „fátækt“ hlaðið tilfinning- um. En burtséð frá þessu, þá er að finna merkingarmun á orðinu „íá- tækt“ í fyrrgreindum tilvitnunum. Fátækt merkir hjá Hoover nær- ingarskort, kulda og jafnvel sult. Johnson ræðir um fátækt sem skort á almennri velmegun. Vig- orð baráttumanna í Bandaríkjun- um gegn fátækt þeirra daga eru t. d. „stríð gegn fátæktinni“, „The Great Society" — ný vígorð, sem hafa í sér fólgna ríkisforsjá í ýms- um myndum. Arið 1966 samþykkti bandaríska þingið fjölda frumvarpa, sem hafa í för með sér meiri útgjöld en áð- ur hafa þekkzt. Þau fara um hend- ur hundraða nefnda, stjórnar- deilda, skrifstofa og marghöfða stofnana, opinberra, hálfopin- berra og sjálfseignarstofnana und- ir stjórn einstaklinga. Þessi frum- vörp veita hugmyndir um meira en þrjátíu ára ríkisútgjöld, sem munu vaxa ár hvert héðan í frá. Þau endurspegla „The affluent society“ svo notað sé hugtak Gal- braiths, margtuggið og blekkjandi, um „ofgnóttarþjóðfélagið" banda- ríska. Þau endurspegla þetta þjóð- félag í örum vexti, — raunveru- legan efnahagslegan vöxt þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.