Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 19
FRJÁL'S VERZLLtN 19 Skipið hreppti vont veður á leið- inni suður, ogtókferðinheilaviku. Víxillinn hafði verið nákvæmlega fyrir fargjaldinu og önnur fjár- ráð engin. Þessa vikuna smakkaði Skafti því ekki annað en blátt vatn. í Reykjavík gisti hann hjá einum bróðurnum, sem þar var seztur að. Iðnbréfið var auðfengið. Heimferðin gekk svo til á svipað- an hátt. Á meðan á þessu stóð, beið konan með soninn hjá frænd- fólki sínu. — Síðan var hafizt handa. Lífsstarfið var framundan. Þegar Skipasmíðastöð KEA var stofnuð nokkrum mánuðum síðar, fór Skafti til þess fyrirtækis og vann þar undir stjórn Gunnars Jónssonar, forstjóra þess og yfir- skipasmiðs, þar til Slippstöðin hf. kom til sögunnar. Aðdragandi þess var töluvert merkilegur, eins og fleira í þessu máli. Þegar Skafti byggði ásamt Þóri bróður sínum árið 1946 í Norðurgötunni, hafði verið á döf- inni hjá Akureyrarhöfn að byggja dráttarbraut á Tanganum. Og framkvæmdir hófust þar einmitt árið 1946, Þangað horfði Skafti, og hann dreymdi um að fá tæki- færi til að nýta það mannvirki. Byggingarlóðina reyndu þeir bræð- ur því að fá sem næst þessum tilvonandi athafnastað. Það tókst, og þar var byggt. Því er svo skemmst frá að segja, að nokkrum mánuðum eftir að dráttarbrautin var fullgerð tók Skafti Áskelsson hana á leigu ásamt nokkrum öðrum mönnum. Óhætt er um það, að ekki gerðist þetta hljóðalaust, en það gekk. Draumurinn rættist. SLIPPSTÖÐIN HF. Upp úr þessu var Slippstöðin hf. stofnuð. Stofnfundurinn var hald- inn þann 22. nóvember 1952. Hlutafé var ákveðið 125 þús. kr. Stofnendur voru Skafti Áskelsson (25 þús.), Þorsteinn Þorsteinsson (25 þús.), Herluf Ryel (25 þús.), Útgerðarfélag KEA (48 þús.), Gísli Konráðsson (1 þús.) og Arn- grímur Bjarnason (1 þús.). Fyrsti stjórnarformaður var kosinn Gísli Konráðsson, en þegar hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. 1958, kom Bjarni Jóhannesson inn í stjórnina í hans stað og varð stjórnarformaður. Fram- kvæmdastjóri frá upphafi hefur verið Skafti Áskelsson. Hlutafé hefur síðan verið aukið og færzt til, nema hvað þeir Skafti og Þor- steinn halda sínum hlutum, sömu- leiðis Útgerðarfélag KEA. Við upphaf stálskipasmíðanna var stofnað systurfyrirtækið Bjarmi hf., véla- og plötusmiðja. Um þessar mundir hefur það verið sameinað Slippstöðinni hf. í dag er þetta eitt af stærstu fyrirtækjunum í höfuðstað Norð- urlands og það fyrirtækið, sem iðnaðurinn þar bindur sínar stærstu framtíðarvonir við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.