Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 21

Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 21
FRJALS VERZLUN 21 OPINBERAR STOFNANIR Hallarekstur hjá Ríkisútvarpinu SÍÐASTLIÐIN TVÖ ÁR hefur Ríkisútvarpið verið rekið með tapi og er fyrirsjáanlegur mikill halli á rekstri þess, bæði í hljóðvarps- deild og sjónvarpsdeild á þessu ári, nema afnotagjöld verði hækk- uð. Fram að þessu hafa stjórnar- völd synjað beiðni forráðamanna Ríkisútvarpsins um hækkun af- notagjalda sjónvarps á þeirri for- sendu að hækkun mundi veita slæmt fordæmi á sama tíma, sem viðleitnin miðaðist almennt að því að halda verðlagi niðri. Lík- ur hafa nú aukizt fyrir því að hækkun hljóðvarpsgjalda verði samþykkt fyrir 1. apríl nk. en ó- víst hvort sjónvarpsgjöld verða hækkuð strax, þar sem sú hækk- un er ekki jafn aðkallandi. HREINT REKSTRARTAP hljóð- varpsins var 3 milljónir króna sl. ár og 5 millj. kr. árið 1966. Sé tekið tillit til margháttaðra fram- kvæmda varð tapið meira eða 5 millj. kr. sl. ár og hvorki meira né minna en 10 milljónir árið 1966. Munaði þá mestu um stækkun endurvarpsstöðvar á Eiðum, sem staðið hafði um nokkurt skeið,_og var kostnaður við hana færðui' til útgjalda þessa árs. Rekstrarhagn- aður nokkurra ára á undan hef- ur staðið undir taprekstrinum fram að þessu auk tekna af ó- greiddum afnotagjöldum fyrri ára. Við notendakönnun komu í ljós 7 —8 þúsund hljóðvarpsnotendur, sem ekki höfðu greitt afnotagjöld í lengri eða skemmri tíma, og haía þessar tekjur verið að koma inn si. tvö ár. En rekstrarhagnaðinum er nú eytt og ógreidd afnotagjöld hlutfallslega minni en áður. Þess vegna er nú talið óhjákvæmilegt að hækka afnotagjöld hljóðvarps- ins úr 620 krónum í allt að 1000 krónur eða eitthvað lægri upphæð ef dregið verður úr endurbótum og útvíkkun hljóðdreifingarkerfisins. Sjónvarpsdeildin var rekin með ca. 4 millj. kr. hagnaði sl. ár en þar getur einnig orðið um rekstrai’- tap að ræða á þessu ári. Gengisfellingin kemur harðar niður á sjónvarpi en hljóðvarpi þar sem efni sjónvarps er hlutfalls- lega mjög mikið fengið erlendis frá svo og allir varahlutir til viú- halds sjónvarpsstöðinni. Ekki er þóvíst að hækkun afnotagjalua sjónvarps sé aðkallandi þar sem fjölgun sjónvarpsnotenda verður eflaust töluverð á þessu ári, og sennilega meiri en gert er ráð fyr- ir í rekstraráætlunum fyrir yfir- standandi ár. Verði hækkunin ein- hver getur hún ekki orðið mikil eða ef til vill úr 2400 kr. í 2600 krónur. EKKI ER ÞÓ ástæða til að hætta á það að jafn viðkvæm ug flókin starfsemi sem rekstur hljóð- varps og sjónvarps er lendi í veru- legum erfiðieikum vegna tekju- skorts. Augljóst er einnig að or- saka tapsins er ekki að leita í lé- legum rekstri þar sem t. d. dag- skrárkostnaður hljóðvarps hefur verið óbreyttur sl. tvö ár, 12 milij- ónir hvort ár og starfsmanna- fjölgun hefur ekki orðið nema vegna tilkomu sjónvarpsins. Er því naumast unnt fyvir stjórnar- völd að standa lengur á móti ósk- um um hækkanir á afnotagjöld- um, þar sem áætluð heildarútgjöld beggja deilda verða sennilega um 60 millj. kr. hjá hvorri deild á yf- irstandandi ári. J. R. ELDHlJSII\ri\IRÉTTII\l£AR eru landsþekkt gæðavara og hafa alla þá kosti sem þarf í nýtízkuleg og fullkomin eldhús. — AÐEIIVS IJRVALS EFIVI IVOTUÐ FÁST AÐEIMS í: "pjl 1 ) H 4 M-— i : HÚSGAGNAVINNUSTOFU JÓNS PÉTURSSONAR, SKEIFUNNI 7 - SÍMI 31113

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.