Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 28
2B
FRJÁLS VERZLUN
fram og afkoma fyrirtækjanna
verður betri, eftir því sem þau
eru stærri. Vísast í töflu V til at-
hugunar á kaupmannslaunum í
hverjum veltuflokk.
Að lokum skal svo sýnd hækk-
un veltu af hundraðshluta milii
þessara tveggja ára, svo og hækk-
un brúttóhagnaðar, heildarkostn-
aðar og nettóhagnaðar:
Heildarvelta ........ 16.6
Brúttóhagnaður .... 16.9
Heildarkostnaður . . 17.7
Nettóhagnaður .... 13.3
Sést af þessu, að brúttóhagnað-
ur heldur í við veltuna, en heild-
arkostnaður hækkar hlutfallslega
meira, þannig að nettóhagnaður-
inn heldur ekki í við veltuaukn-
inguna.
Fleiri atriða mætti geta í þess-
ari stórfróðlegu skýrslu, en af því
verður þó ekki, því að þau hafa
einkum gildi fyrir kaupmenn
sjálfa.
Af því, sem komið hefur fram í
þessari grein, mega tvö atriði telj-
ast athyglisverðust: Annað er það,
hversu heildarkostnaðurinn er hár
hundraðshluti af veltu, og að á
þeim tíma, er könnunin nær til,
óx hann meir en veltan, — og get-
ur slíkt varla gengið til lengdar.
Hitt atriðið er það, að stórrekstur í
þessari verzlunargrein er mun
hagkvæmari en smárekstur, enda
er óhætt að fullyrða, að margir
kaupmenn, er reka smáar mat-
vöruverzlanir, lepja dauðann úr
skel og sæju sér það ekki fært,
efþeir stæðu ekki á gömlummerg;
kjör þeirra eru of rýr og afrakst-
urinn í engu samræmi við vinnu.