Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 41

Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 41
FRJÁLS VERZULIN 41 Á SÍÐUNNI ræðum við núna við ungt verzlunarfólk, Sigríði Sæmundsdóttur, tvítuga af- greiðslustúlku, og Garðar Siggeirs- son, verzlunarstjóra, og fræðumst lítillega af þeim um starfið. Við hittum Sigríði að máli, þar sem hún starfar í kjörbúðinni Kostakjör í Skipholti, og spyrjum hana fyrst, hve lengi hún hafi fengizt við verzlunarstörf. Sigríður Sæmundsdóttir. Talað við ungt verzlunarfólk — Ég hef unnið hér í Kostakjöri rúma sjö mánuði, en áður vann ég um nokkurt skeið í Kaupfélagi Skagfirðinga. Ég er ættuð úr Skagafirðinum. — Hvernig líkar þér vinnan hér og hvernig er vinnutíma hátt- að? — Ég kann prýðilega við mig hér. Yfirleitt vinnum við frá því kl. 9 til 18.30, nema þriðju hverja viku, þá vinnur ein okkar frá 8 til 18.00. Þetta kemur til af því, að margt fólk, sem vinnur úti á daginn, kýs heldur að hafa lokið matarinnkaupum áður en það fer til vinnu. — Hvernig eru launin? — Þau hafa batnað talsvert nú á siðustu árum. Að vísu eru byrj- unarlaunin ósköp lág, en eftir tveggja ára starfstíma ltemur fyrsta verulega hækkunin, og eru launin þá alveg skapleg. — En möguleikar á aukavinnu? — Þeir eru talsverðir. Við fáum tímann milli kl. 8 og 9 á morgn- ana borgaðan í aukavinnu, en auk þess er hér stimpilklukka. Hún er mesta þarfaþing, og við fáum borgaða hverja mínútu, sem unn- in er fram yfir ákvarðaðan vinnu- tíma. — Hvað er kjörbúðin hér orðin gömul í hettunni? — Ég held, að verzlunin hafi verið opnuð fyrir um fjórum ár- um. — Eru stór íbúðahverfi hér í kring? — Það má eiginlega segja, að við séum alveg í útjaðri þess. í byrjun var verzlunin sú eina hér á stóru svæði, en síðan hafa fleiri verzlanir risið hér í nánd. Það hefur þó ekki dregið neitt úr fjölda viðskiptavinanna, því að margir eldri viðskiptavinanna hafa haldið tryggð við verzlun- ina. Hér er líka kappkostað að hafa allar matvörur á boðstólum, bæði nýlendu- og kjötvörur, en ennfremur er fiskbúð hér við hlið- ina, og tökum við fisk þaðan, ef óskað er, og sendum heim með okkar pöntun. Hefur þetta mælzt mjög vel fyrir. Að endingu spyrjum við Sig- ríði, hvort hún telji að taka ætti upp 5 daga vinnuviku hjá verzl- unarfólki. — Nei, ég held að það séu ýmsir annmarkar á því, enda þótt það væri óneitanlega kostur fyrir okk- ur verzlunarfólkið. Ég held að þetta myndi skapa hálfgert öng- þveiti á föstudögum, þar sem öll helgarverzlunin myndi hlaðast niður á föstudaginn. Nei, ég held að ég kjósi heldur að vinna laug- ardaginn. í herraverzlun P & Ó uppi á Laugavegi ræddum við við Garð- ar, sem er verzlunarstjóri þar. Hann hefur starfað hjá verzlun- inni í fimm ár og er elzti starfs- maður hennar, að eigendunum undanskildum að sjálfsögðu. — Hvað er langt síðan, Garðar, að verzlunin hér uppi á Lauga- vegi var sett á laggirnar? — Ég held ég fari rétt með, að þetta séu fjórðu jólin, sem hún hefur verið hér til húsa. — Myndir þú telja hana vel staðsetta svona ofarlega á Lauga- veginum? Verzlar fólk ekki frek- ar í verzluninni í Pósthússtræti?

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.