Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Qupperneq 52

Frjáls verslun - 01.01.1968, Qupperneq 52
52 FFÍJALS VERZL'UN urnar snerust fyrst og fremst uni tollalækkanir á iðnaðarvörum. Varð því Ijóst að viðræðunum loknum að gera yrði sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja hagsmuni íslands á mörkuðum bandalaganna. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að kanna með hvaða kjörum ís- land geti fengið aðild að EFTA svo og að athuga, hvort ísland geti fengið tengsl, t. d. viðskipta- samning, við Efnahagsbandaliag Evrópu. Heiztu rökin sem mæla með því að ísland gerist aðili að EFTA, Fríverzlunarbandalagi Evr- ópu eru þessi: 1. Fást mundi betri aðstaða fynr útflutningsatvinnuvegina á mörkuðum EFTA. 2. ísland mundi hefja fulla þátt- töku í þeirri þróun alþjóða- viðskipta, sem hefur verið að gerast í Vestur-Evrópu. 3. Komið yrði í veg fyrir, að ís- land einangraðist á sviði al- þjóðlegrar viðskiptasamvinnu. 4. Aðild íslands að markaðs- bandalagi mundi stuðla að auknu efnahagslegu jafnvægi. Helztu röksemdirnar gegn aðild íslands að markaðsbandalagi eins og EFTA eru þessar: 1. Aðild að markaðsbandalagi mundi hafa í för með sér erf- iðleika fyrir íslenzkan iðnað. 2. Aðild að markaðsbandalagi mundi skapa tekjuvandamál fyrir ríkissjóð. 3. Viðskiptunum við Austur-Evi- ópu yrði stofnað í nokkra hættu. Hér að framan hefur þegar vei- ið rætt um það, á hvern hátt að- staða íslands mundi batna á mörk- uðum EFTA við aðild að banda- laginu. Hins vegar skal það árétt- að, að mikil hætta er á því nú, að ísland einangrist viðskiptalega séð, ef það gerir ekki ráðstafanir á næstunni til þess að tengjast markaðsbandalögunum í Evrópu. ísland hefur enn ekki hafið nein- ar skipulegar tollalækkanir, en á undanförnum árum hafa markaðs- bandalögin bæði verið að brjóta niður tollmúrana. Er augljóst, að ísland stæði mun betur að vígi, ef það hefði hafið skipulegar tolla- lækkanir íyrir nokkrum árum. Enginn vafi er á því, að aðild ís- lands að markaðsbandalagi, mundi stuðla að auknu efnahagslegu jafnvægi, þ. e. draga úr verðbólg- unni. Ef dregið væri úr tollvernd iðnaðarins og lögð fram áætlun langt fram í tímann um skipuleg- ar tollalækkanir mundi samkeppn- in að sjálfsögðu aukast og á þann hátt stuðla að auknu jafnvægi í efnahagsmálum. Ef litið er á röksemdirnar gegn aðild að markaðsbandalagi er fyist rétt að ræða um þá erfiðleika, sem iðnaðurinn yrði fyrir. í því sam- bandi er vert að taka það fram, að Portúgal fékk 20 ára aðlögun- artímabil fyrir tollalækkanir sín- ar í EFTA. Er enginn vafi á bvi, að ísland mundi einnig geta samið um mjög langt aðlögunartímabil fyrir íslenzkan iðnað. Tel ég vist, að við gætum samið um 15 ára að- lögunartímabil. En að sjálfsögðu yrði hið opinbera að gera auknar ráðstafanir til hjálpar iðnaðinum ef við gengjum í bandalag og iðnaðurinn yrði að mæta auk- inni samkeppni. Það yrði að hjálpa iðnaðinum að koma á auk- inni hagræðingu, og í því skyni yrði að veita til hans stórauknu fjármagni. Reynsla Norðmanna af aðildinni að EFTA, er sú, að norski iðnaðurinn hefur staðið sig betur eftir að Noregur gekk í EFTA en áður. Hin aukna samkeppni, sem norskur iðnaður hefur mætt, het- ur stuðlað að aukinni hagræðingu í norskum iðnaði. Upp hafa risið nýjar útflutningsiðngreinar í Nor- egi, en engar iðngreinar hafa lagzt niður vegna EFTA-samstarfsins. Að vísu er íslenzkur iðnaður miklu veikari en sá norski, en þó er hægt að hafa nokkra hliðsjón af því hvernig norskur iðnaður hefur staðið sig í EFTA-samstarfinu. í sambandi við tekjuvandamál ríkissjóðs er vert að undirstrika það fyrst, að vegna EFTA-sam- starfsins þarf einungis að fella nið- ur verndartolla, það er að segja tolla á innfluttum vörum, sem eiu sambærilegar og vörur sem fram- leiddar eru í landinu sjálfu. Hins vegar þarf ekki að fella niður fjáröflunartolla þ. e. tolla á vör- um sem við flytjum inn en ekki eru framleiddar innanlands. Arið 1965 var það athugað í viðskipta- ráðuneytinu hvað ísland mundi verða að feila niður mikla tolla, ef það gengi í EFTA. Að sjálfsögðu þurfa þessar tölur endurskoðunar við, bæði vegna þess að nokkuð er nú um liðið síðan þessir út- reikningar voru gerðir, svo og vegna gengisbreytingarinnar sem nýlega var framkvæmd. En sam- kvæmt þessum útreikningum sem byggðir voru á innflutningi 1964 hefði ísland orðið að fella niður tolla vegna EFTA samstarfsins er námu rúmlega 200 millj. kr. Auk þess var þá talið, að ef ísland gengi í EFTA, yrði það einnig að fella niður tolla á hráefnum til iðn- aðarins, samtals að upphæð tæp- lega 300 millj. króna svo og tolla á vélum til iðnaðarins samtals að upphæð 70 millj. króna, eða alis um 570 millj. króna. Ef þessari tollalækkunarupphæð væri dreift á 10 eða 15 ár, kæmi ekki svo mik- il tollalækkun á hvert ár. Væri þvi auðvelt fyrir ríkissjóð að vinna upp tekjutapið af völdum þessara tollalækkana með því að leggja á söluskatta í staðinn. En samkvæmt EFTA-sáttmálanum er heimilt að leggja á söluskatta, þar eð þeir leggjast jafnt á innfluttu vöruna og vöruna, sem framleidd er i landinu sjálfu. í sambandi við við- skiptin við Austur-Evrópu má geta þess, að Finnar fengu und- anþágu til þess að viðhalda viss- um viðskiptahöftum vegna við- skiptanna við Sovétríkin. Má telja víst að Island mundi einnig geta samið um undanþágu fyrir slík höft, ef það vildi vernda á- fram viðskiptin við Austur-Evr- ópu. Hins vegar má geta þess í sambandi við A.-Evrópuviðskiptin að þau eru nú að færast á frjálsari grundvöll en áður. Austur-Evrópu- ríkin hafa sjálf haft frumkvæðið að því að viðskipti þessi væru að nokkru færð á frjálsgjaldeyris- grundvöll. Má því telja víst, að viðskipta- höftin vegna viðskipta okkar við Austur-Evrópu muni hverfa smátt og smátt hvort sem við göngum í markaðsbandalag eða ekki. ísland hefur í dag hærri tolla en nokkurt af nágrannalöndum þess. Má telja víst, að þessir toll- ar verði lækkaðir á næstu árum, hvort sem við göngum í markaðs- bandalag eða ekki. Spurningin er því aðeins sú, hvort við eigum að framkvæma þessar tollalækk- anir einhliða án þess að fá nokk- uð í aðra hönd fyrir útflutninginn eða hvort við eigum að gera það samfara aðild að markaðsbanda- lagi, sem tryggja muni útflutningi okkar betri aðstöðu. Virðist það skynsamlegra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.