Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 55

Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 55
f'RJÁLS VER2LUN 55 setja, enda er íslenzka ullin tví- mælalaust bezta hráefni sem hægt er að fá til þessarar framleiðslu. Við höfum nokkuð fylgzt með út- flutningsmöguleikum, en hingað til hafa þeir strandað á verðinu, tollar þarna úti eru svo háir að við höfum ekki verið vel sam- keppnisfærir í verði.“ „Hvernig eru svo framtíðar- horfurnar, eru einhverjar stór- framkvæmdir í bígerð?“ „Ef ég má svara síðari hlutan- um fyrst, þá eru engar stórfram- kvæmdir alveg á næsta leiti. Þeg- ar þetta eintak af blaði ykkur kemur út, verðum við þó búnir að flytja skrifstofuna að Skeif- unni 3, og jafnframt búnir að opna þar söluaðstöðu og sýningarsal. Hvað framtíðinni viðvíkur lízt okkur vel á hana. Ég má segja að hægt sé að auka framleiðslu okk- ar með aukinni vaktavinnu, og fá þannig betri nýtingu húsnæðis og véla. Við höfum verið með tvær vaktir mikinn hluta þessa árs, en ef til kemur getum við enn hert á okkur, svo að við erum hæst- ánægðir með tilveruna." Lykillinn að hag- kvæmum viðskiptum er auglýs- ing í FRJÁLSItl VERZLUN. ~K -K 'K l FRJALS )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- )- 'VliRZLUINR: - *:★★★★★★★★★★★★★ ) - VÉLAR — TÆKNI GRUNDVALLARATRIÐI IBM - BOKHALDS Grein þessi er íramhald á greinaflokki þeim, er hófst í ágústblaði ársins 1967 um IBM-bókhaldskerfi. Frumatriði IBM-bókhalds eru þau, að upplýsingar eru skráðar á spjöld í eitt skipti fyrir öll, en spjöldin má nota í allar skýrsluvélar. Skýrsluvélarnar lesa þau síðan og telja, raða eða skrifa á þau, allt eftir ætlun hverju sinni. Upplýsingarnar eru skráðar á spjöldin með götun á mismunandi stöðum, eftir eðli upplýsinganna. Þegar spjöldin hafa verið götuð, má nota þau eins lengi og óskað er, án þess að upplýsingarnar brenglist. Vélarnar skilja allar spjöldin og vinna úr þeim með geysilegum hraða. Þótt vélarnar geti einungis unnið eitt spjald í senn, er vitaskuld reynt að hafa sem flest spjöld í hverju verkefni, til þess að fullnýta afköstin. MUNUR. Venjuleg; bókhald. í venjulegu bókhaldi er hver færsla tvíþætt: debet-þáttur og kredit-þáttur. Fært er á þá reikninga og í þann dálk- inn, sem um er að ræða skv. ein- hverjum frumgögnum (fylgiskjöl- um), ,sem viðskiptin voru skráð á í upphafi, svo sem kvittunum og reikningum. Til að spara vinnu i handfærðu bókhaldi, er stundum mörgum samkynja fylgiskjölum, er öll á að færa á sama reikning, raðað saman, og þar næst er heildartalan færð í einni færslu. Þannig þarf fyrst að raða fylgi- skjölunum og flokka þau, leggja saman og loks að færa. Kostar þetta mikla röðun á skjölum, geymslu og aðra meðhöndlun. Ef sölunótur hjá verzlunarfyrir- tæki eru teknar sem dæmi um áðurnefnt kerfi, þarf fyrst að flokka nóturnar eftir greiðsluhátt- um (staðgreiðsla, víxill, gjaldfrest- ur), síðan þarf að flokka þær eftir viðskiptavinum (viðskiptamanna- bókhald), eftir vörutegundum (birgðabókhald) — og kannski eft- ir sölumönnum. Gataspjaldakerfi. Ef gata- spjaldakerfi er notað, eru upp- lýsingar þær, sem standa á hverju fylgiskjali, skráðar á spjald, — eitt spjald á móti hverju fylgi- skjali. Sjálft fylgiskjalið er .síðan ekki notað frekar, ogmáþví leggja það til hliðar. Því er þó gefið sama númer og spjaldinu, svo að unnt sé að nálgast það á auðveld- an hátt, ef þörf krefur. Spjöldin eru notuð í bókhaldinu í staðinn, og eftir að vissa er fengin fyrir því, að rétt hafi verið skráð, má raða þeim, hvernig sem menn vilja. Sérstakar vélar flokka spjöldin eftir því, að hverju er leitað. Aðrar leggja flokkunir.a saman og fá heildarniðurstöðu. Og enn má fá aðrar vélar til þess að skrifa upp allar upplýsingar, sem á kortunum standa. Þegar allt er fengið út úr hverj- um flokki, er menn sækjast eftir í það og það sinnið, má raða öllum spjöldunum á nýjan leik eftirupp- lýsingaliðum. Þannig er unnt að raða spjöldunum aftur og aftur, án þess að á þeim sjái eða þau breytist. í fáum orðum sagt eru frum- atriði gataspjaldabókhalds þau, að upplýsingar, sem einu sinni hafa verið færðar inn á gataspjöld- in, er unnt að nota aftur og aftur. Upplýsingarnar eru gat- aðar á spjöldin, spjöldin endur- skoðuð, þeim er raðað eftir ýms- um hætti, og loks eru niðurstöður fengnar úr hverjum flokki fyrir sig, eftir því sem óskað er.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.