Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 13
FRJAL5 VERZLUN
1
LAUSN VANDANS ER BUNDIN
ÞVÍ, AÐ STRÍÐSÁTÖKUM LINNI
Bragi Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Samlags skreiðarframleið-
enda, ræddi um markaðsástandið
nú og þróun síðustu mánaða og
ára:
— Síðan í maí 1967 hefur ekk-
ert farið frá okkur að neinu gagni.
Á tímabilinu maí—október 1966
voru seld úr landi 4468 tonn
skreiðar, en á sama tímabili 1967
voru seld 536 tonn skreiðar héðan.
Nígería hefur flutt inn yfir 36
þúsund tonn skreiðar á einu ári,
en s.l. 5 ár hefur innflutningur
þangað verið 22—28 þúsund tonn.
Þegar slíkur markaður lokast,
verða afleiðingarnar víðtækar.
Birgðir skreiðar hér á landi í
dag eru meginhluti framleiðslunn-
ar 1967, um 6500 tonn. Norðmenn
töldu sig eiga um 20 þúsund tonn.
Þeir hafa auk þess framleitt tölu-
vert magn 1968, en íslendingar til-
tölulega lítið magn. Samanlagðar
birgðir íslendinga og Norðmanna
nema því rúmlega ársneyzlu í
Nígeríu.
Á þessu ári hefur sama og eng-
inn innflutningur skreiðar átt sér
stað til Nígeríu. 16. jan. s.l. voru
sett þar í landi innflutningshöft,
sem m. a. náðu til skreiðar. Eng-
in leyfi hafa enn verið veitt til
skreiðarinnflutnings.
Þessu valda einungis fjárhags-
ástæður landsins. Gjaldeyriseign
Ríkisbanka Nígeríu var s.l. ára-
mót um 20 milljónir sterlings-
punda. Sú upphæð var talin duga
til áframhaldandi stríðsreksturs
í „aðeins“ 2—3 mánuði. Þess
vegna var gripið til innflutnings-
hafta. Fjármagnið fer í stríðs-
reksturinn — og stríðið heldur
enn áfram.
— Hvað teljið þér, að framtíð-
in beri í skauti sér?
— Lausn vandans er bundin
því, að stríðsátökum í landinu
linni. Möguleikar Nígeríu til að
rétta við fjárhag landsins að stríði
loknu eru mjög góðir. OMan í
Austur-Nígeríu gæti fljótt farið að
streyma út úr landinu á ný. Fram-
leiðslu þar var hætt, er stríðið