Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 18

Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 18
16 FRJÁLS VERZLUN eins og kunnugt er, illvígur gin- og klaufaveikifaraldur víða um heim í mörgum kjötframleiðslu- löndum, sem flytja kjöt á Bret- landsmarkað, og settu Bretar inn- flutningsbann á mörg viðskipta- löndin. Orsakaði það verðhækkun í Bretlandi á ýmsum tegundum kjöts, og nutum við góðs af, því að hér á landi hefur gin- og klaufaveiki aldrei gætt. Útflutningsgærur haustfram- leiðslunnar 1967 eru löngu seld- ar, en verðlag á öðrum skinn- um og húðum má teljast við- unandi nú sem stendur, svo sem á nautgripahúðum og kálfaskinn- um. Vorkópaskinn og selskinn hafa verið í mjög lágu verði á mörkuðum erlendis, aðallega sök- um mikils áróðurs gegn notkun þeirra í m. a. loðkápur, en nú virðast söluhorfur betri en mörg undanfarin ár. Ullarmarkaðir eru mjög óhag- stæðir sökum offramleiðslu helztu sauðfjárræktarlandanna og mikill- ar aukningar í notkun alls konar ódýrra gerviefna, sem hvarvetna ryðja sér til rúms í stað ullar. Hvað snertir markaðsástand mjólkurafurða í dag, þá hefur mjólkurframleiðslan haldið áfram að aukast í Evrópu, og eru miklir söluerfiðleikar ríkjandi um alla álfuna á hvers konar fullunnum mjólkurafurðum, þurrmjólk, osti og ostaefni. Á árinu sem leið þurfti að flytja úr landi um 670 lestir af mjólkurmjöli, eins og fyrr segir, en sökum sölutregðu nú á útmánuðum þótti ekki ráðlegt að fara mikið út í þá framleiðslu hjá mjólkurbúunum, heldur beina um- frammjólkinni í ostagerð með háu fituinnihaldi til útflutnings til Bandaríkjanna. Þar hefur unnizt beztur markaður fyrir íslenzkan útflutningsost, og hafa selzt þang- að í vetur og vor um 500 lestir. — Hver hefur þróunin verið í markaðsmálum landbúnaðaraf- urða? — Reynt hefur verið, eins og frekast hefur verið unnt, að nýta sem bezt markaði, sem okkur eru opnir og gefa hagstæðasta verð hverju sinni. Kjötmarkaðurinn í Bretlandi er og hefur verið á und- anförnum árum „dumping" mark- aður, sem hefur þó það til síns ágætis, að hann er nær ótakmark- aður, og ekki þarf að greiða neinn innflutningstoll af heilskrokka- kjöti. Flestir aðrir markaðir eru háðir alls konar hömlum og leyfis- veitingum, en gefa yfirleitt mun hærra verð. Hefur verið kappkost- að að komast inná þessa markaði með íslenzka dilkakjötið, stykkj- að og pakkað í neytendaumbúðir, bæði austan hafs og vestan, svo og á fjærliggjandi mörkuðum, og hefur talsvert áunnizt í því efni. Þannig hefur tekizt að komast inn á meginlandsmarkaðina í Hollandi, Vestur-Þýzkalandi og Sviss, en þeir gefa mun hærra verð en Bretlandsmarkaðurinn. Einnig hafa Noregur, Danmörk og Færeyjar keypt verulegt magn af söltuðu og frystu kjöti frá íslandi á undanförnum árum, en þar er þó m. a. Nýja-Sjálandsdilkakjöt boðið á mun lægra verði en hið íslenzka, en við Nýja-Sjáland, Ástralíu, Argentínu og fjölmörg önnur stór sauðfjárræktarlönd verðum við að keppa á öllum er- lendum mörkuðum, sem við ná- um til. Gildir það raunar um flestar landbúnaðarvörur okkar, sem flytja þarf úr landi, að alls staðar er við harða samkeppni að etja og ekki sízt hvað snertir mjólkurafurðirnar, sem ekki hafa verið fluttar út í teljandi mæli nema á hinum síðari árum. Tug- þúsundir lesta af þurrmjólk og osti hlaðast upp í öllum stóru nautgriparæktarlöndunum á meg- inlandi Evrópu, og framleiðendur hafa orðið fyrir stórtjóni og skakkaföllum sökum sölutregðu og verðlækkana og vita ekki, hvað til bragðs skal taka. — Framtíðarhorfurnar? — Fyrirsjáanlegar eru ekki miklar sölur á landbúnaðarafurð- um okkar til útflutnings, en ef að líkum lætur, verður slátrun hér á hausti komanda mikil að vöxt- um, eins og nú árar í íslenzkum landbúnaði, og því allt útlit fyrir, að þörf verði mikil fyrir útflutn- ing á margs konar sauðfjárafurð- um í haust og vetur. Um verð- lagsþróun er erfitt að spá nú á þessu stigi. Hvað snertir framleiðslu mjólk- ursamlaganna fyrstu mánuði árs- ins 1968, þá jókst hún um 11,8% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Ef mjólkur- framleiðslan heldur áfram að aukast á næstu mánuðum, er út- lit fyrir að flytja þurfi úr landi meira magn af osti til Bandaríkj- anna seinna á árinu og óvarlegt að spá um fáanlegt verð að svo komnu máli. ■[bIIúIIsIMS HVlLIÐ MEÐAN ÞÉR VINNIÐ SAVO-stóll er vandaður stóll. B ú S L w 0 Ð ríÚSGAGNAVERZLUN VID NÓATÚN — SfMI 18520

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.