Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 21

Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 21
FRJAL5 VERZLUN FALLNIR FORUSTUMENN HEINRICH NORDHOFF Skipulagssnillingurinn próf. Heinrich Nordhoff er ekki á með- al okkar lengur — hann lézt af hjartaslagi á föstudaginn ianga þessa árs, 69 ára gamall. Með Nordhoff lézt heimsþekkt tákn iðnaðarundursins og þýzkrar elju- semi. Erlendis var þessi viðskipta- jöfur jafnan kallaður „Herra Volkswagen“. Hann gerði vilja Adolfs Hitlers að veruleika; hann setti þýzku þjóðina undir stýrið. Það er fyrir atbeina tækni- og kaupsýslumannsins Nordhoffs, að nú aka rúmlega 14 milljónir Volkswagenbifreiða um stræti heimsins, og það er viljaþreki hans að þakka, að Volkswagen- verksmiðjurnar voru reistar úr rústum síðari heimsstyrjaldarinn- ar, en þær hafa fyrir löngu tryggt sér sess sem umsvifamestu fyrir- tæki V.-Þýzkalands. ÆVIÁGRIP. Heinrich Nordhoff fæddist 6. janúar árið 1899 í Hildesheim í Neðra-Saxlandi, sonur banka- manns. Hann nam tæknifræði í Berlín og vann um skeið í flug- vélaverksmiðju í Miinchen. í árs- byrjun 1948 var Nordhoff ráðinn aðalframkvæmdastjóri viðskipta- deildar Volkswagenverksmiðj- anna GmbH í Wolfsburg. Undir ötulli og framsýnni stjórn hans var hafin skjót endurbygging verksmiðjanna í Wolfsburg, sem voru að miklu leyti í rústum eftir loftárásir bandamanna. Þær voru reistar í meira en fjórfaldri stærð, og jafnframt voru byggðar verk- smiðjur í Hannover, Kassel og Emden. En hið sögulega afrekNordhoffs var ekki einungis bundið við end- urbyggingu verksmiðjanna í Wolfsburg; hann hélt áfram að færa út kvíarnar og víkka starf- semina. Hann skipulagði sölu- og Próf. Heinrich Nordhoff í einni VW-vcrksmiðjunni. VW-verksmiðjurnar í Wolfburg í Iok II. heimsstyrjaldarinnar,

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.