Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 22
20 FRjfALS VERZLUN | WVfiffff ■ rríkrn'r 'WrWfn kKKrm brrPrpfp 'frnrKf 'iít..;..* p «r.itMC rhftrfr . rfbr r»f f viðskiptaþjónustu Volkswagen um alla veröld, og skömmu áður en hann lézt tilkynnti hann, að í lok þessa árs mundi tala fyrirtækja, sem rækju varahlutaþjónustu og sölu Volkswagen um heim allan, nema rúmlega 8000. Styrkur Nordhoffs lá í skipu- lagningu. Hann lagði mesta á- herzlu á útflutninginn til Banda- ríkjanna, þar sem hann hafði á æskuárunum sem starfsmaður General Motors lært bandaríska sölutækni. í dag eru tvær af hverjum fimm Volkswagen-bif- reiðum seldar erlendis. í Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku fram- leiða þýzk dótturfyrirtæki einnig þessa gerð bifreiða. Á páskum árið 1949 lagði Nord- hoff í fyrsta sinn Ijósmyndir og verðskrár fyrir tollyfirvöld í flug- höfninni í New York. Tollyfir- völdin hlógu. Hvergi í heiminum yrði hægt að selja slíkar bifreiðir. Nordhoff varð að greiða 30 dala toll. Á liðnu ári flutti Nordhoff 450000 Volkswagen-bifreiðir til Bandaríkjanna, næstum helmingi fleiri en fjórða stærsta bifreiða- verksmiðja Bandaríkjanna, Am- erican Motors, seldi. Næstum því þriðja hvert þýzkt mark, sem græðist á útflutningi þýzkra vara til Bandaríkjanna, hafnar í fjár- hirzlunum í Wolfsburg. Þessi skjóti uppgangur Volkswagen- verksmiðjanna er m. a. að þakka þeirri áherzlu, sem Nordhoff lagði jafnan á öfluga auglýsinga- starfsemi. Nordhoff komst ein- hverju sinni þannig að orði, að í bifreiðaiðnaðinum dygði engin liæverska. Innan tólf ára urðu Volkswag- enverksmiðjurnar stærsta iðnað- arfyrirtæki V.-Þýzkalands og stærsta bifreiðafyrirtæki álfunn- ar. Próf. Heinrich Nordhoff veittist margur heiðurinn um dagana, há- skólar í Þýzkalandi kepptust um að heiðra hann, og af opinberri hálfu var hann oftsinnis sæmdur orðum og heiðursmerkjum. Fjöl- margir háskólar útnefndu hann heiðursprófessor og heiðursdoktor, þar á meðal háskólinn í Boston í Bandaríkjunum. Líf þessa heimskunna athafna- manns einkenndist af starfi og striti, ekki sízt síðustu 10 árin, er hann þjáðist af hjartaveilu, og á síðasta ári kom kransæðastíflan til sögunnar líka. En hann lét sér ekkert fyrir brjósti brenna og leit raunsæjum augum á hlutina. Aðspurður um undraverðan uppgang Volkswag- enverksmiðjanna sagði Nordhoff: „Það á ekkert skylt við krafta- verk, aðeins framsýni og vinnu“. STAÐREYNDIR UM VOLKSWAGEN. Velta Volkswagenverksmiðj- anna er 9.3 milljarðir marka á ári, og ársframleiðslan er 1.337.- 000 farartæki (1967). í árslok 1967 unnu við verk- smiðjurnar 130.000 manns. Við sölu- og viðskiptaþjónustu VW starfa álíka margir. Árgerð 1936 hefur sama útlit og VW í dag, en gerðar hafa verið marg- víslegar endurbætur, sem miðast við að auka öryggi hans og þægindi. VW-verksmiðjurnar í Wolfsburg. «***« *tyjjs£$É!3í *** '********* *1 * *** w>tí>> >4mníít%**«** m>****'******«»*•********** ♦Wt *»* ********* ********* *** *. . '*'*■'* ; 0»<í*****'*»**í**»»*»*» ****** M *** ^****** ********* **>»*«»r-*^W ttt ********* * í ****** * *<* »***.»T. »*•****»»*«»»**«*»*»*<*,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.