Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 32
3D FRJALS VERZLUN VIÐSKIPT AHEIMURINN HVAÐ ER EFNAHAGSBANDA- LAGIÐ? Hinn 1. júlí n.k. verSur Efnahagsbandalag Evrópu að fullkomnu sam- markaSssvœði. Þá verða felldir niður síðustu tollar milli aðildarríkj- anna innbyrðis, og sömu tollar verða gildandi út á við á öllum svið- um varðandi innfluttar vörur í öllum ríkjum bandalagsins. — í þess- ari grein er fjallað um upphaf Efnahagsbandalagsins, hvað það er og hvers vegna því var komið á fót. Jafnframt er skýrt frá stofnunum og skipulagi bandalagsins, markmiðum þess og hvemig það starfar. í eínahagsbandalagi Evrópu, EBE, eru sameinuð í eina heild efnahagslíf sex landa, en þau eru: Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Luxembourg og Vestur- Þýzkaland. Hinar sameiginlegu meginstofn- anir EBE eru þrjár: 1. Kola- og stálsamsteypa Vest- ur-Evrópu (ECSC), sem komið var á fót með Parísarsamningnum frá 1952, en með gerð hans var leiðin rudd til sameiginlegrar yf- irstjórnar yfir kola-, stál- og járn- grýtisframleiðslu ríkjanna sex og þau gerð að einu markaðssvæði íyrir þessar framleiðsluvörur. 2. Markaðsbandalag Evrópu (EEC) eða hið raunverulega Efna- hagsbandalag. Því var komið á fót með Rómarsamningnum, sem gerður var í byrjun árs 1958, en með honum var í áföngum stefnt að því að gera öll bandalagsríkin sex að sameiginlegu markaðs- svæði í öllu tilliti. Var upphaflega gert ráð fyrir að ná þessu marki á 12 árum, en síðar var ákveðið að stytta þann tíma, þannig að síð- asta áfanga þess yrði náð 1. júlí 1968. Á þessu markaðssvæði búa um 185 millj. manna. 3. Kjarnorkumálastofnun Ev- rópu (EAEC) var einnig komið á fót í ársbyrjun 1958 með öðrum samningi, sem einnig var undir- ritaður í Róm. Með kjarnorku- málastofnuninni var stefnt að því að koma á fót þróttmiklum iðnaði, þar sem kjarnorka yrði hagnýtt til friðsamlegra nota. TILGANGUR EFNAHAGSBANDALAGSINS. Tilgangurinn með stofnun EBE var í fyrsta lagi að koma í veg fyrir árekstra milli ríkja Vestur- Evrópu, sem um aldaraðir hafa valdið klofningi og styrjöldum á milli þeirra. Á slíkt skyldi bund- inn endir í eitt skipti fyrir öll. í öðru lagi að endurvekja sjálfs- virðingu bandalagsríkjanna og gera þeim kleift að hafa í sam- einingu áhrif í heimsmálunum í samræmi við efnahagsgetu og menningararf þeirra. í þriðja lagi að bæta með sam- eiginlegum aðgerðum lífskjör og starf sskilyrði bandalagsþ j óðanna. Enn fremur að ryðja úr vegi þeim úreltu hindrunum, sem vald- ið höfðu því, að Vestur-Evrópa hafði skipzt í smá tollverndar- svæði. Að flýta fyrir tæknilegum fram- förum og að koma á stórvirkni í þeim iðngreinum, þar sem slíkt skiptir máli, en þeim fer sífjölg- andi. Að gera í sameiningu sérstakt átak til aðstoðar verr settum svæðum innan bandalagsins og löndum annars staðar, sem gert hafa við það viðskiptabandalag á einn eða annan hátt. Og loks að skapa grundvöll fyr- ir Bandaríki Evrópu í framtíðinni. LEIÐIRNAR AÐ MARKMIÐINU. Til þess að ná því fjölþætta markmiði, sem greint hefur verið frá hér að framan, voru gerðar ýmsar mikilvægar ráðstaíanir. Komið var á fót föstum stofn- unum innan bandalagsins, sem hafa skyldu eftirlit með því, að samningarnir, er gerðir höfðu ver- ið, yrðu hagnýttir, en tækju einn- ig að sér að móta og framkvæma sameiginlega stefnu bandalags- ríkjanna. Stofnuð var framkvæmda- stjórn, sem gætir hagsmuna bandalagsins almennt, kemur í framkvæmd samningum banda- lagsins og þeim ákvörðunum, sem síðar yrðu teknar, og ber ein fram tillögur um sameiginlegar ráðstaf- anir. Með sérstöku skipulags- skrárákvæði var þessi fram- kvæmdastjórn gerð ábyrg gagn- vart sérstöku Evrópubandalags- þingi, þ. e. þingi, sem yrði skipað þingmönnum frá bandalagsríkj- unum. Komið var á fót sérstökum dómstól, en úrskurðir hans eru bindandi fyrir alla aðila, þar á meðal framkvæmdastjórnina, ráð- herranefndina, stjórnir bandalags- ríkjanna, einstaklinga og fyrir- tæki. Stjórnendum og starfsmönnum stofnanna bandalagsins var bann- að skýrt og skorinort að taka við fyrirmælum ríkisstjórna einstakra ríkja bandalagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.