Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 39
FRJALS VERZLUN 37 stöðu með atkvæðagreiðslu, þav sem meirihlutinn ræður. Sérat- kvæði eru ekki kunngerð opin- berlega. í desember 1966 höfðu 483 mál verið lögð fyrir dómstól Efnahagsbandalagsins, sem kveð- ið hafði upp dóma í 357 af þeim AÐRAR STOFNANIR. Til viðbótar þessum stofnunum bandalagsins, starfar fjöldi ráðgef- andi stofnana og sérnefnda c.ð markmiðum þess. Tvær helztu þeirra eru: efnahags- og félags- málastofnunin. Álits hennar verður að leita varðandi meiri háttar tillögur, sem snerta sammarkaðssvæðið og Kjarnorkumálastofnunina. RÁÐGJAFANEFNDIN. í henni eiga sæti 51 fulltrúi, og er verkefni hennar svipað og Efnahags- og félagsmálastofnun- arinnar, en er bundið við Kola- og stálsamsteypuna. HAGVÖXTUR. Efnahagsbandalag Evrópu er á meðal þeirra efnahagssvæði á Vresturlöndum, þar sem vöxtur efnahagslífsins hefur verið hvað hraðastur. Á þeim níu árum, sem liðu frá því að Rómarsamningur- inn tók gildi í janúar 1958 til árs- loka 1966, jókst heildariðnaðar- framleiðsla aðildarríkjanna sex um 67%, borið saman við 73% í Bandaríkjunum og 33% í Bret- landi. Frá 1958 til ársloka 1966 hafði heildarframleiðslan — það er að segja verðmæti allrar vöru og þjónustu, sem verða til á öll- um sviðum efnahagslífsins — vax- ið um 51%, samanborið við 45% í Bandaríkjunum og 30% í Bret- landi. Að vísu virðist hagvöxtur Efna- hagsbandalagsins hafa sýnt merki þess að undanförnu, að hann færi minnkandi. Fyrsta millibils efna- hagsáætlun bandalagsins, sem gerð var snemma árs 1966, gerir ráð fyrir, að heildarframleiðsla þess muni vaxa að meðaltali 4.3% á ári á tímabilinu 1966—1970 að báðum árum meðtöldum, borið sman við 4.9% raunverulega aukningu á ári fimm árin þar á undan. Þetta átti einkum rót sína að rekja til afturkipps í Vestur- Þýzkalandi, sem búizt var við, að myndi verða úr sögunni síðari /ífti'ititrUmt ’T'rmta ANTiO USSX 'Púiand f’ 'JWand v / \ S r' <ýcmutfíy ; ' (sovitr \ k, Efnahagsbandalagslöndin Belgía, Frakkland, HoJland, ítalía, Luxem- bourg og Vestur-Þýzkaland. hluta árs 1967 og aukinn hag- vöxtur koma í staðinn. Þetta hef- ur einnig reynzt á rökum byggt, og á þessu vori er ljóst, að fjör- kippur er kominn í vesturþýzkt efnahagslíf að nýju, ,þvi að fyrir skömmu sýndi atvinnuleysiskönn- un, að eftirspurn eftir vinnuafli var orðin meiri en framboð, þann- ig að atvinnuleysi það, sem þar gætti talsvert í fyrra, er úr sög- unni. Ljóst er, að vöxtur efnahags- lífsins í aðildarríkjunum sex á ekki allur rót sína að rekja til tilkomu Efnahagsbandalagsins, en hinum sameiginlega markaði þess verður endanlega komið á 1. júlí n.k., og þá verða síðustu tollar af vörum, sem seldar eru frá einu aðildai-ríkinu til annars, felldir niður. Efnahagssérfræðingar eru hins vegar sammála um, að hin athyglisverða aukning í verzlun aðildarríkjanna sex sín á milli innbyrðis og sem heildar út á við, hefur átt verulegan þátt í þess- um vexti efnahagslífsins. Vitn- eskjan um, að verið væri smám saman að fella niður tollmúra milli aðildarríkjanna og að i mörgum tilfellum væri einnig ver- ið að lækka tolla á innflutnings- vörum frá ríkjum utan banda- lagsins, hefur auk þess vafalaust haft örvandi áhrif á iðnað og verzlun innan Efnahagsbanda- lagsins í þá átt að taka upp nýja skipulagningu og fyrirkomulag með samruna fyrirtækja, svo og á annan hátt, og þannig mætt harðari samkeppni með aukinni og bættri framleiðslugetu. FILM U-SETNIN G OFFSETPRENTUN |ade|ade|
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.