Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 52

Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 52
5D FRJÁL5' VERZLUN VIÐSKIPTALÖND VAXANDI VERZLUNARVIÐSKIPTI MILLI ÍSLANDS OG SOVÍTRÍKJANNA Eítirfarandi grein er rituð af sendiráði Sovétríkjanna í Reykjavík. Það er stefna Sovétríkjanna að eiga verzlunarviðskipti við allar þjóðir, án tillits tilþess, hverskon- ar þjóðskipulagþær búa við, þvíað það er hagkvæm leið til friðsam- legrar sambúðar og vinsamlegs ná- grennis milli þjóða. Dæmi um slík viðskipti, sem eru báðum aðilum til hags, eru viðskipti Sovétríkj- anna við ísland. Verzlunarviðskipti milli Sovét- ríkjanna og íslands eiga sér tölu- verða sögu. Fyrir fjörutíu árum, 27. maí 1927, var með orðsend- ingaskiptum lagður grundvöllur að beinum viðskiptum milli Sovét- ríkjanna og íslands á grundvelli gagnkvæmra beztukj ara-samn- inga. Þetta er í fullu gildi enn í dag. Ennfremur voru 11. nóvem- ber 1965 undirritaður viðskipta- samningur milli Sovétríkjanna og íslands fyrir tímabilið 1966—1968, er gildir til 31. desember 1968, og eru í honum ákvæði um framleng- ingu. Á fyrstu árunum eftir heims- styrjöldina fóru viðskipti milli Sovétríkjanna og íslands ekki fram samkvæmt samningum milli ríkisstjórna heldur á grundvelli einstaklingsviðskipta. Á því tíma- bili keyptu Sovétríkin frá íslandi síldarlýsi, fiskflök og síld. í stað- inn seldu Sovétríkin til íslands timbur, kol og sement. Sovétríkin og ísland gerðu ekki viðskiptasamning sín í milli fyrr en í ágúst 1953. Samkvæmt þeim samningi áttu skiptdn að fara fram í samræmi við vörulista, er sam- komulag yrði um fyrir eitt ár í senn. Báðar ríkisstjórnirnar hétu því ennfremur að gera allar nauð- synlegar ráðstafanir, til þess að staðið yrði við vöruafhenaingar samkvæmt listanum og sérstak- lega að veita útflutnings- og inn- flutningsleyfi fyrir þeim vörum, er samningurinn náði til. í samn- ingnum var kveðið á um, að við- skiptin væru á grundvelli vöru- skiptaverzlunar. Fram til ársins 1956 voru við- skiptasamningarnir af beggja hálfugerðir til 18 mánaða. Reynsl- an leiddi aftur á móti í ljós, að %*** 1 ‘ ‘ ..... 7 V-. . •- . ....... •.....,_____- ................................. Moskwitsch hefur unnið sér sífellt vaxandi vinsældir og sjáum við hér mynd af milljónasta bílnum í Moskvu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.