Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Side 64

Frjáls verslun - 01.04.1968, Side 64
Sovétríkjanna Framh. af bls. 51. port“, „Mezhdunarodnaja Kniga“, svo og auglýsingastofnunin „Vnestorgreklama“ tóku þátt í al- þjóðlegri vörusýningu í Reykja- vík frá 20. maí til 4. júní í fyrra. Verzlunarstofnanir þessar sýndu sovézkar vörur og gerðu samn- inga um sölu á þeim, einkum vél- um og tækjum. Sovézk útflutningsfyrirtæki eru reiðubúin til að selja íslandi vör- ur, sem landið þarfnast og ekki eru framleiddar í landinu sjálfu. ísland þarf að flytja inn vörur eins og olíur, bifreiðir, stál, timb- ur, rúgmjöl, og töluverður hluti af því, sem ísland þarf að nota af þessum vörum, er fluttur inn frá Sovétríkjunum. Með því að kaupa frá Sovét- ríkjunum eru íslendingar að tryggja sölu á íslenzkum útflutn- ingsvörum til Sovétríkjanna. Sov- étríkin eru einn stærsti kaupandi fisks og fiskiðnaðarvara frá ís- landi. Sovétríkin kaupa 30—32% af útflutningi íslands á frystum fiskflökum, allt að 30% af freð- fiski og yfir 50% af útflutningi landsins á niðursoðnum fiski. Hlutur Sovétríkjanna í kaupum á íslenzkri saltsíld hefur minnkað á undanförnum árum, þar sem íslenzkir útflytjendur hafa ekki talið sér fært að selja síldina fyr- ir það verð, sem sovézkir kaup- endur hafa talið aðgengilegt. Það er sérstaklega athyglisvert, að innflutningur Sovétríkjanna á niðursoðnum fiski frá fsJandi fer sívaxandi. Á árinu 1961 fluttu Sovétríkin inn niðursoðinn fisk frá íslandi fyrir 53000 rúblur, en á árinu 1967 var innflutningur á þessari vöru orðinn fyrir 613000 rúblur. Kaup Sovétríkjanna á þessari vörutegund hafa því meira en tífaldazt á sex árum. Á árinu 1961 hófu Sovétríkin að kaupa prjóna- og ullarvörur frá íslandi, og hafa kaup Sovétríkj- anna á þeim vörum vaxið úr 175- 000 rúblna virði árið 1961 í 875- 000 rúblna virði árið 1967- Það er eftirtektarvert að Sovétríkin kaupa nær 100% af útflutningi ís- lands á prjónavörum og ullartepp- um. Fyrsfi fundur AfEandsbafsráðsíns Framh. af bls. 56. fundarins en þeir, sem nauðsyn- lega þurfa og sýnt geta tilskilin skilríki. Fréttamiðstöð verður í Haga- skóla, en búast má við að til landsins komi gagngert vegna fundarins a. m. k. nálægt 100 fréttamenn. Verða þeir ekki að- • FÁiÐ BiTAIMN FRÁ RUNTAL • ' ■ ’ rrTm,|ll,,j,„,^F.,.lj.., . ' ■ Runfaí er ódýrastur miðað við gæði ÁVALLT Rf)M TYRIR RUIMTAL RUNTAL OFNAR H.F. sí&umúia n s.mi 35555

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.