Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Side 68

Frjáls verslun - 01.04.1968, Side 68
Allir hafa heyrt um hinar nýju NorSur- landaferSir LoftleiSa, þar sem matur, drykk- ir og önnur þjónusta við íarþega er meiri og betri en áður hefur þekkzt hjá íslenzku flug- félagi. Allt hefur verið gert til þess að auka vel- líðan farþegans, bilið milli sœta aukið, og aðbúnaður allur við hœfi hinna kröfuhörð- ustu. En við gleymdum ekki fraktinni. Vitanlega bjóðum við henni ekki glóðarsteikta kjúkl- inga eða reynum að koma henni í inniskó, slíkt vœri fjarstœðukennt. En við gerðum annað haldbetra. Við byrjuðum á því að setja stœrri frakt- dyr á nýju RR-400 vélina okkar til þess að þuría ekki lengur að vísa á bug stórum sendingum og benda á skipafélögin eða önnur flugfélög. Síðan ákváðum við að nota stóran fram- hluta farrýmisins fyrir frakt allt árið um kring og stórauka þannig flutningsgetu okkar frá Norðurlöndunum og Bandaríkjun- um. Við lítum nefnilega þannig á málið, að vegna sívaxandi eftirspurnar frá ykkur um flugfrakt sé okkur skylt að leggja aukna áherzlu á, að þjónustan verði sem bezt, til þess að flugfraktin geti þróazt hér eins og annars staðar. Okkur fannst því tími til kominn, að við gerðum eitthvað róttœkt í málinu, því við erum þess fullvissir, að einhvern tíma kem- ur að því, að jafnalgengt verður að senda vörur í flugfrakt og nú er að senda bréf í flugpósti. Þannig lítum við á málið.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.