Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 7
FRJÁLS VERZLUN 7 RANNSÓKNIR — VÍSINDI ÞAD STÆRSTA, SEM VIÐ HÖFUM HUGSAÐ Rcett við Baldur Líndal, eínaverkfrœðing, um efnavinnslu úr sjó. Mikið hefur á undanförnum ár- um verið rætt um möguleika á efnavinnslu úr sjó á íslandi og hafa verið gerðar talsvert um- fangsmiklar rannsóknir á því sviði. Baldur Líndal efnaverk- fræðingur hefur manna mest starfað að þessum málum og snéri Frjáls verzlun sér bví til lians með beiðni um, að hann segði okkur frá gangi málsins, og varð hann vel við þeirri beiðni. F.V.: Hverjir eru möguleikar á efnavinnslu á íslandi? B.L.: Við höfum hér á landi vissa landkosti, sem eru betri en venjulegt er annars staðar, og sem ég álít, að geti gefið mun meira af sér, en nú er. Það, sem við höfum hér mjög ódýrt eða mögu- leika á að hafa ódýrt, er meðal annars raforka og jarðhiti. Við sjáum, hvernig raforka verður nýtt til álbræðslu í Straumsvík og allir vita, hvert gildi hitaveit- an hefur. Það er hins vegar ekki nóg að hafa orku til að gefa nýtt hráefni, og einnig þarf að brjóta til mergjar, hvernig afla á hrá- efna á sem allra hagkvæmastan hátt. F.V.: Myndu mestu möguleik- arnir liggja í sjóefnavinnslu? B.L.: Varðandi sjóinn eygjum við tvenna möguleika, að fá hrá- efni, sem krefst orku til vinnslu,

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.