Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 4
4 FRJALS VERZLUN Fi^JAI.SS VIERZLUIM 6. TBL. 196B MANAÐARLEGT tímarit UM VIÐSKIPTA- □□ EFNAHAGSMAL— STDFNAÐ 1939. GEFIO ÚT í SAMVINNU VIO SAMTÖK VERZLUNAR- □ G ATHAFNAMANNA. ÚTGAFU ANNAST: VERZLUNARÚTGÁFAN h.f. FRAMKVÆMDASTJO RI: JÓHANN BRIEM. AUGL'fsiNGASTJÖRl: MAGNÚS B. JDNASSDN SKRIFSTDFA □ÐINSGÖTU 4. SÍMAR*. B23GG AFGREIÐSLA B23D1 AUG LYSINGAR B23D2 RITSTJÓRN PDSTHDLF 1193 RITSTJÖRI: JDHANN BRIEM. RITSTJÓ RNARFU LLTRÚAR: BJÖRN V. SIGURPÁLSSDN MARKÚS ÖRN ANTONSSDN G REINAHÖFUNDAR: BJÖRGVIN G UÐMU NDSSDN FREYSTEINN JOHANNSSDN GUNNAR GUNNARSSDN INGVI HRAFN JDNSSDN □ Ll TYNES SIGURJDN JOHANNSSDN STEINAR LÚÐVÍKSSDN SVEINN ÁSGEI RSSDN VILHELM G. KRISTÍNSSDN LJÖSMYNDARI: KRISTINN BENEDIKTSSDN. SETNING □□ PRENTUNí FELAGSPRENTSMIÐJAN H.F. MYNDAMDT: MYNDAMÓT H.F. BOKBAND: FÉLAGSBDKBANDIÐ H.F. VERÐ í ÁSKRIFT KR. 65.- Á MÁN. í LAUSASÖLU KR. BD.- EINT. ÖLL RÉTTINDI ÁSKILIN. bréf fra útgefanda Eins og lesendum Frjálsrar verzlunar er kunnugt þá hefur Frjáls verzlun aukið áskrifendahóp sinn úr nokkrum hundr- uðum áskrifenda i þúsundir. Þessi mikla aukning áskrifenda hefur verið útgefendum mikil hvatning þess að gera blaðið betur og betur úr garði. Sá dráttur, sem orðið hefur á Frjálsri verzlun á fyrri hluta þessa árs, mun nú vinnast upp og munu áskrifendur fá næsta tölublað, sem sérstaklega verður helgað Sjóvá, mjög fljót- lega. Mun á næsta ári verða breytt nokkuð fyrirkomulagi blaðsins og reynt að tryggja, að blaðið komi út ákveðinn dag mánaðarins. Af efni blaðsins er rétt að vekja sérstaka athygli á nýjum þætti blaðsins, rannsóknir — vísindi, en þar er nú rætt við Baldur Líndal um efnavinnslu úr sjó. Baldur hefur rannsak- að þessi málefni um nokkurt skeið, og er hann með snjöll- ustu vísindamönnum þjóðarinnar. Álverksmiðjan í Straumsvík hefur nú verið í hyggingu síðan í apríl 1967. Kemur það fram í viðtali við einn af fram- kvæmdastjórum Isals, að unnt væri að byggja 187 þús. tonna verksmiðju þar, en nú er unnið að stækkun verksmiðjunnar úr 30 þúsiind tonnum í 60 þúsund tonn. Olíuverzlun á Islandi hefur verið nokkurt deilumál manna á meðal, og gefur F.V. yfirlit yfir þróun þessara mála að undanförnu, og ræddi blaðið í því tilefni við hina þrjá for- stjóra olíufélaganna. Þá er í blaðinu grein um einmenningskjördæmi, en mikið hefur verið rætt um að koma þeim á hér á landi. Af öðru efni blaðsins má nefna grein eftir Björgvin Guð- mundsson um gjaldeyrisdeildir bankanna og grein eftir Svein Ásgeirsson um neytendamálefni. Vegna óska um léttara efni í blaðinu, þá birtist hér í þessu hlaði nýr þáttur um kvikmyndir. Greinar eru um stjórnmál, starfskynningu, verzlunina Hí- býlaprýði, landbúnaðarsýninguna og fleira efni. Vill Frjáls verzlun þakka áskrifendum þeim, sem tóku þátt í skoðanakönnun blaðsins, en úrslita er að vænta innan skamms.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.