Frjáls verslun - 01.06.1968, Blaðsíða 25
FRJÁLS VERZLUN
morgun, myndi ég skilja þig, en
ekki undir þessum kringumstæð-
um. Sólin skín og allt.
Það var auðséð, að krakkinn
ætlaði ekki að gefa sig, svo eina
ráðið, sem mér kom í hug, var að
bjarga mér á flótta. Ég næstum
flaug af stað, fyrir næsta götu-
horn og inn í götuna, sem ég bý
við. Ég hljóp sem fætur toguðu og
linnti ekki á sprettinum fyrr en
við dyrnar heima. Ég leit hrædd-
ur í átt að götuhorninu, en ekkert
bólaði á krakkanum. Ég var slopp-
inn.
Nú leið og beið. Dagarnir mjök-
uðust áfram, hver af öðrum, og
einn dag var ég að bíða eftir
strætisvagni niðri í bæ til að taka
heim, að loknum vinnudegi. Þá
heyrði ég skyndilega mikið bíl-
flaut úti á götunni. Ég leit strax
í áttina, sem hljóðið kom úr, og
sá þá kunningja minn úr strætis-
vagninum, nágranna minn, undir
stýri á splunkunýjum, amerískum
lúxusbíl af ónafngreindri tegund,
de luxe. Hann benti mér að koma,
ég greip tækifærið fegins hendi
og hlammaði mér niður í dún-
mjúkt framsætið við hliðina á
kunningja mínum.
— Þeir geta það þessir, sagði
ég, er við ókum af stað. — Þú
hefðir átt að barlómast meira í
vetur yfir því, að þú hefðir ekki
efni á að kaupa þér bíl. Nú ek-
urðu svo um í dýrum lúxusbíl.
— Menn geta nú margt, ef þeir
hafa heppnina með sér, sagði þá
kunningi minn og brosti breitt.
— Heppnina? hváði ég. — Hva,
fékkstu hann á útsölu eða hvað?
— Nei, ekki aldeilis, ég fékk
hann í happdrætti. Þú veizt þarna
merkin með númerunum aftan á.
— Hvaða happdrætti var það?
spurði ég.
— Það var í happdrættinu
STYÐJUM SLEGNA, maður. Það
kom til mín krakki á götunni fyr-
ir utan hjá mér og bauð mér
merki. Lét það raunar fylgja, að
hann hefði verið að reyna að selja
þau kalli, sem ekki hefði viljað
kaupa. Svo spurði krakkinn, hvort
ég vildi ekki kaupa eitt, og vita
hvort forsjónin hefði ekki verið
35
að verki. Ég náttúrlega keypti
eitt, því það var helvíti gaman að
krakkanum maður. Hérna sérðu
árangurinn.
— Eee, hvernig leit krakkinn
út? spurði ég, flemtri sleginn.
— Æ, hann á heima þarna ein-
hvers staðar nálægt okkur. í blá-
um gallabuxum og gulri peysu.
Hann sagði, að pabbi sinn væri á
fiskiríi við Grænland.
Ég steinþagði. Hér átti þögnin
bezt við. Hafi orðtækið að setja
dreirrauðan einhvei'n tíma átt við
nokkurn mann, átti það við mig
á þessari stundu.
— Er hann ekki fínn, bíllinn?
spurði kunningi minn og stakk
olnboganum út um gluggann.
— Jú, sagði ég og renndi niður
kekki, sem hafði komið í hálsinn.
— Jú, mjög svo.
Kunningi minn stanzaði nú fyr-
ir utan heima hjá mér og ég hélt
inn, lagðist upp í rúm, breiddi
upp fyrir haus og fór að naga á
mér neglurnar. Upp í kviku . . .
V.G.K.
il&lsis
■ .
Látið "FOSSANA
vörur
ALLTMEÐ EIMSKIP